
Verða frekari mannaskipti?
Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttur, náði að forða Alþingi frá allsherjarmálastrandi fyrir jólahlé enda var ákveðið að tillaga Bjarna formanns yrði tekin á dagskrá Alþingis 20. janúar 2012. Ekki var eindrægni um þá niðurstöðu. Ýmsir töldu að í samþykkt tillögunnar fælust ótæk afskipti löggjafans af dómsvaldinu og um leið brot gegn þrískiptingu allsherjarvaldsins. Ónafngreindir lögfræðingar, innan Þings og utan, höfðu talið tillöguna þingtæka, þrátt fyrir að þrír helstu stjórnlagafræðingar lýðveldisins, Bjarni Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Gunnar G. Schram, hefðu áður talið að Alþingi gæti ekki afturkallað mál, sem búið væri að leggja fyrir Landsdóm.
Þremenningarnir rökstuddu ekki niðurstöðu sína. Hafa væntanlega talið rökstuðning óþarfan þar sem afturköllunarrétti Alþingis fylgdi stöðvunar- og stýringarréttur sem færði æðsta ákæruvaldið í Landsdómsmáli frá saksóknara til Alþingis sjálfs.
Tvennt felst í LandsdómsmálinuAðalatriði málsóknarinnar er rannsókn á atvikum og mögulegri sök æðsta embættismanns lýðveldisins, Geirs Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, í aðdraganda Bankahrunsins. Þar er möguleg niðurstaða að hann hafi staðið forsvaranlega að verkum niður í að alvarleg mistök og eða að misferli hafi átt sér stað. Þá er enn mögulegt að rannsóknin leiði fram sakir annarra, sem valda ættu öðrum málsóknum, jafnvel fyrir Landsdómi. Líta verður til gífurlegs tjóns af völdum Bankahrunsins, beins taps innlendra og erlendra aðila, svo nemi a.m.k. fimmfaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga, stórfellds óbeins taps, atvinnumissis margra og skerðingar tekna, brottflutnings a.m.k. sex þúsunda manna frá Íslandi, umfram aðflutta, á síðustu þremur árum, hækkunar skatta og skertrar opinberrar þjónustu.
Málsóknin fyrir Landsdómi er eina úrræðið til að rannsaka að nokkru marki mögulegar sakir ráðherra. Íslendingar hafa því ríkar ástæður og skyldur til að ljúka rannsókninni faglega og undanbragðalaust. Það gagnast fræðimönnum, innlendum sem erlendum, í mörgum fræðigreinum, til nýrra ályktana og framþróunar. Að hinu leytinu jafnast ekkert á við það skipbrot að hætta málsókninni.
Hinn þáttur málsins, sá veigaminni, er að ákvarða Geir refsingu, fyrir möguleg brot í opinberu starfi. Engum ærlegum manni, hvorki samherja eða andstæðingi Geirs í stjórnmálum, getur verið fagnaðarefni að sakfella hann samkvæmt afgömlum Landsdómslögum, aðeins þung skylda.
Óvænt tillaga og þakkarverðTillaga Bjarna, formanns, er óvænt þar eð sá hluti Alþingis, sem vill fella ríkisstjórnina, virðist ekki vilja láta sína menn sæta opinberu eftirliti, rannsóknum og dómum, sem allar aðrar stéttir verða að sæta. Gengur það? Varla verða fílabeinsturnar varanlegustu húsakynni framtíðarinnar eða hvað? Gæti ekki verið nær að hætta í stjórnmálum?
Tillagan er þakkarverð þar sem hún afhjúpar hvar menn standa í þjóðmálabaráttunni og skerpir línur stjórnmálanna.
Skoðun

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax
Dagmar Valsdóttir skrifar

Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu
Guttormur Þorsteinsson skrifar

Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig?
Haukur V. Alfreðsson skrifar

Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni?
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar