Erlent

Segir stöðusektir vera pólitískar

Bæjarpólitíkin er margslungin í Skien, ef marka má aðfinnslur fulltrúa Framfaraflokksins. Nordicphotos/AFP
Bæjarpólitíkin er margslungin í Skien, ef marka má aðfinnslur fulltrúa Framfaraflokksins. Nordicphotos/AFP
Fulltrúi Framfaraflokksins í bæjarstjórn Skien í Noregi hefur sakað stöðumælaverði bæjarins um að hygla fulltrúum meirihlutans.

Í aðsendri grein í blaðið Vardan furðar Thor Arild Bolstad sig á því að hann og fleiri Framfaraflokksmenn hafi fengið sekt fyrir að leggja ólöglega við ráðhús bæjarins, en hann hafi hins vegar aldrei séð fulltrúa meirihlutans fá sekt þrátt fyrir mörg tilefni.

Yfirmaður bílastæðamála í bænum hafnar því að um mismunun sé að ræða. Verðir séu einfaldlega ekki alltaf á vakt og því séu ekki allir teknir.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×