Erlent

Nýtt mælitæki prófað á Íslandi

Nýja mælitækið gerir vísindamönnum kleift að fylgjast með hreyfingum öskuskýja af meiri nákvæmni en áður. Fréttablaðið/vilhelm
Nýja mælitækið gerir vísindamönnum kleift að fylgjast með hreyfingum öskuskýja af meiri nákvæmni en áður. Fréttablaðið/vilhelm
Hópur franskra vísindamanna hefur hannað mælitæki sem fest er í veðurbelgi og gerir notendum kleift að fylgjast með hreyfingum og eðli öskuskýja. Tæknina prófaði hópurinn á Íslandi síðasta sumar en hana er einnig hægt að nota til að fylgjast með annars konar ögnum í andrúmsloftinu.

Mælitækin sem um ræðir geta sent frá sér gögn úr allt að 30 kílómetra hæð. Svipuð tæki hafa verið notuð í áratugi en nýja mælitækið er nákvæmara og einnig talsvert léttara en forverar þess. Er það svo létt að ekki þarf að sækja um leyfi til að koma því í loftið en víðast hvar þarf að sækja um leyfi áður en tæki þyngri en þrjú kíló eru sett upp í loft vegna slysahættu.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×