Erlent

Facebook kemur við sögu í þriðjungi skilnaðarmála

Netsíðan Facebook kemur við sögu í um þriðjungi allra skilnaðarmála í Bretlandi. Oftast er Facebook notuð í skilnaðarmálunum til þess að sanna daður eða framhjáhald makans.

Í könnun sem netsíðan Divorce-Online gerði á yfir 5.000 skilnaðarmálum í Bretlandi á síðasta ári kom nafn Facebook fyrir í rúmlega 1.500 þeirra.

Í frétt um málið í Daily Mail segir að fyrir utan daðrið og framhjáhaldið með aðstoð Facebook hafa þau pör sem standa í skilnaði einnig oft notað netsíðuna til að tjá sig um maka sinn og samskiptin við hann og þau ummæli hafa síðan ratað í málskjölin um skilnaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×