Erlent

Kínverskt sjónvarp má ekki vera of skemmtilegt

Sjónvarpsstöðvar í Kína sem senda út í gegnum gervihnetti hafa fengið fyrirskipun frá yfirvöldum um að draga verulega úr skemmtiefni á skjánum, sem þeim finnst komið fram úr hófi. Reglan tók gildi um áramótin og hefur skemmtiþáttum hverskonar fækkað úr 126 í hverri viku niður í 38. Fyrirskipunin kom á sama tíma og forseti landsins, Hu Jintao birti grein í tímariti kommúnistaflokksins, þar sem hann varaði við vestrænum áhrifum á kínverska menningu.

Eftir breytinguna má hver sjónvarpsstöð aðeins sýna tvo skemmtiþætti í hverri viku. Þá er þeim einnig gert skylt að vera með að minnsta kosti tvo tíma af fréttaefni yfir daginn.

Raunveruleikaþættir og hæfileikakeppnir í stíl við X Factor hafa notið gríðarlegra vinsælda í Kína en eftir breytinguna dregur verulega úr framboði á slíku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×