Erlent

Kínverskur kaupsýslumaður át baneitraða kattakássu

Mynd/AP
Lögreglan í Guangdong héraði í Kína rannsakar nú dauðsfall milljarðamærings en fjölskylda mannsins er fullviss um að eitrað hafi verið fyrir honum. Long Liyuan lést skyndilega á Þorláksmessu þar sem hann var að gæða sér á kattarkjöti með tveimur viðskiptafélögum. Mennirnir átu allir sama réttinn, hægeldaða kattakássu, sem þykir mikið lostæti að mati heimamanna. Allir urðu þeir veikir af kássunni en Long, sem var 49 ára gamall, var sá eini sem lést.

Í fyrstu var veitingamaðurinn handtekinn og talið að um venjulega matareitrun hafi verið að ræða en nú beinist grunurinn að embættismanni í héraðinu, Huang Guang. Long og Huang höfðu lengi eldað grátt silfur saman og er talið að embættismaðurinn hafi laumað baneitruðum plöntum út í kássuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×