Erlent

Flugmaður sá hákarl í 7.000 feta hæð

Leikfangið hefur notið mikilla vinsælda í Nýja-Sjálandi.
Leikfangið hefur notið mikilla vinsælda í Nýja-Sjálandi. mynd/Air Swimmer
Flugmaður í Nýja-Sjálandi kom auga á fljúgandi hákarl stuttu áður en hann átti að lenda flugvélinni í Christchurch. Hákarlinn reyndist vera uppblásanlegt leikfang.

Atvikið átti sér stað í 7.000 feta hæð yfir alþjóðlega flugvellinum í Christchurch.

Talsmaður flugmanna í Nýja-Sjálandi sagði að lítil hætta hafi stafað af ránfiskinum. Hann sagði að hreyflar flugvélarinnar hefðu líklega ekki orðið fyrir skemmdum hefði hákarlinn lagt til atlögu. Hákarlablöðrurnar eru fylltar með helíumi en það er hvarftreg lofttegund - því hafi ekki verið nein hætta á sprengingu.

Hann tók þó fram að slíkar uppákomur séu ekki til þess gerðar að halda flugmönnum rólegum.

Leikfangið, sem kallast Air Swimmer, var helsta jólagjöfin í Nýja-Sjálandi þetta árið. Hægt er að stjórna blöðrunni með fjarstýringu og hefur leikfangið því verið vinsælt meðal hrekkjalóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×