Erlent

Svartborgari í tilefni af endurútgáfu Stjörnustríðsmyndanna

Svartborgarinn ásamt Jedi-borgaranum.
Svartborgarinn ásamt Jedi-borgaranum. mynd/static.lexpress.fr
Nýjasti hamborgarinn á matseðli franska skyndibitastaðarins Quick er svartur. Er þetta gert í tilefni af frumsýningu kvikmyndarinnar Stjörnustríð: Skuggaógnin en hún verður nú sýnd í þrívídd.

Hamborgarinn er nefndur eftir illmenninu Svarthöfða. Viðskiptavinum Quick stendur til boða að ganga til liðs við myrkrahliðina eða lýsa yfir stuðningi við ljósu hliðina og fjárfesta í Jedi hamborgaranum.

Ekki er vitað til þess að svartur hamborgari hafi áður verið á boðstólum hjá skyndibitastað.

Á vefsíðu Quick kemur fram að innræti Svartborgarans hafi ekkert að gera með litarhaft hans og að viðskiptavinir ættu því ekki að hafa áhyggjur - litarefni var nefnilega notað til að ná fram svarta litnum.

Allar sex Stjörnustríðsmyndirnar verða endurútgefnar í þrívídd á komandi árum. Fyrsta myndin í röðinni er Stjörnustríð: Skuggaógnin en hún verður frumsýnd hér á landi 10. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×