Innlent

Starfsfólki sendiráða mismunað

Íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða njóta ekki sömu kjara og annað launafólk í landinu, skrifar Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

„Íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða á Íslandi búa við mismunun þegar kemur að réttindum í atvinnuleysi og fæðingarorlofi," skrifar Guðlaug. Íslensku starfsmennirnir bera sjálfir ábyrgð á að skila tryggingagjaldi af launum sínum. Einhver erlend sendiráð hafa tekið tillit til þessa en alls ekki öll.

„Sumir starfsmenn í þessum sporum fá því hærri laun sem kostnaðinum nemur en aðrir bera hann sjálfir," skrifar Guðlaug enn fremur og segir brýnt að íslensk stjórnvöld taki á þessum vanda.




Tengdar fréttir

Mismunun starfsmanna sendiráða á Íslandi

Íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða á Íslandi búa við mismunun þegar kemur að réttindum í atvinnuleysi og fæðingarorlofi. Þessi mismunun kemur til vegna þess að samkvæmt íslenskum lögum greiða erlend sendiráð ekki tryggingargjald til íslenska ríkisins. Starfsmennirnir bera sjálfir ábyrgð á að standa skil á tryggingargjaldi af launum sínum, ef þeir vilja á annað borð njóta þeirra réttinda sem því fylgja. Einhver erlend sendiráð hafa tekið tillit til þessa við ákvörðun launa en alls ekki öll. Sumir starfsmenn í þessum sporum fá því hærri laun sem kostnaðinum nemur en aðrir bera hann sjálfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×