Ómetanleg umhverfisverndarákvæði í nýrri stjórnarskrá Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 17. október 2012 06:00 Tími var kominn til að setja inn umhverfisverndarákvæði í nýja stjórnarskrá þar sem enn þann dag í dag er stunduð ofbeit og rányrkja á landinu, án nokkurrar ábyrgðar notenda á afleiðingunum. Landgræðslustjóri segir að engin lög, sem virka, séu til er geri landgræðslunni kleift að stöðva beit á ofnýttu og skemmdu landi, þó nauðsyn krefji. Því eiga uppblástur og gróðurskemmdir sér stöðugt stað. Landgræðslan hefur í meira en hundrað ár reynt að græða upp sárin en ennþá er ekki hægt að sjá að meira vinnist en tapast, þrátt fyrir milljarða tilkostnað í uppgræðsluna. Frá því að landið var numið hefur meir en helmingur af gróðurhulu þess eyðst og milljónir tonna af jarðvegi fokið á haf út; svo á stórum svæðum er aðeins grjóturð eftir, þar sem ekkert grær. Við eigum heiðurinn af stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu. Um aldamótin 1900 var svo komið að landið var að verða örfoka vegna óstöðvandi sandfoks, jafnvel heilu jarðirnar fóru undir sand á nokkrum dögum. Þá var Sandgræðslan stofnuð af Alþingi til að reyna að hefta uppblásturinn og stöðugt stækkandi eyðimerkurnar. Hún hefur vissulega gert kraftaverk á rúmum 100 árum og það hefur kostað okkur skattborgarana ótalda milljarða. Við sæjum ekki eftir þeim peningum ef tekist hefði að græða upp næstum örfoka landið. En því miður var ekki byrjað á fyrirbyggjandi aðgerðum. Ekkert var gert til að stöðva orsakavaldinn, lausabeit allt of mikils búfjár, of margra bænda, rásandi um allt landið og nagandi niður allan nýgræðing sem vogaði sér að stinga upp kollinum. Nú eru þó loks, í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, komin ákvæði um náttúru Íslands og umhverfi, sem leggja áherslu á að náttúra Íslands sé undirstaða lífs í landinu, öllum beri að virða hana og vernda. Sérstök grein um vernd náttúrunnar í stjórnarskrá er löngu tímabær. Sjálfbær þróun, sem þykir sjálfsögð í dag, hefur víða áunnið sér stjórnarskrárvernd. Til að mynda segir norska stjórnarskráin að sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru þar sem gróska og fjölbreytni séu vernduð. Sú sænska leggur skyldur á herðar stjórnvalda að stuðla að sjálfbærri þróun. Í Finnlandi segir að náttúran og fjölbreytileiki lífríkisins, umhverfið og þjóðararfurinn séu á ábyrgð allra. Svisslendingar segja að stefnt skuli að langvinnu jafnvægi við náttúruna, einkum hvað varðar getu hennar til endurnýjunar og nýtingar af hálfu mannsins. Þá kveður franska stjórnarskráin á um fortakslausan rétt sérhvers manns til að „lifa í heilsusamlegu umhverfi þar sem ríkir jafnvægi“ og að hverjum manni beri að stuðla að því að bæta skaða sem hann veldur umhverfinu. Umhverfisverndarákvæði nýju stjórnarskrárinnar, ef samþykkt, yrðu til þess að landið færi að klæðast aftur þeim skrúð sem búið er að eyðileggja. Stöðvun stjórnlausrar lausabeitar búfjár er fyrsta skrefið í að sveipa fjallkonuna aftur gróðurkápu sinni. Látum ekki tækifærið, 20. október, ganga okkur úr greipum. Við byggjum ekki hús án þess að byrja á grunninum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Tími var kominn til að setja inn umhverfisverndarákvæði í nýja stjórnarskrá þar sem enn þann dag í dag er stunduð ofbeit og rányrkja á landinu, án nokkurrar ábyrgðar notenda á afleiðingunum. Landgræðslustjóri segir að engin lög, sem virka, séu til er geri landgræðslunni kleift að stöðva beit á ofnýttu og skemmdu landi, þó nauðsyn krefji. Því eiga uppblástur og gróðurskemmdir sér stöðugt stað. Landgræðslan hefur í meira en hundrað ár reynt að græða upp sárin en ennþá er ekki hægt að sjá að meira vinnist en tapast, þrátt fyrir milljarða tilkostnað í uppgræðsluna. Frá því að landið var numið hefur meir en helmingur af gróðurhulu þess eyðst og milljónir tonna af jarðvegi fokið á haf út; svo á stórum svæðum er aðeins grjóturð eftir, þar sem ekkert grær. Við eigum heiðurinn af stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu. Um aldamótin 1900 var svo komið að landið var að verða örfoka vegna óstöðvandi sandfoks, jafnvel heilu jarðirnar fóru undir sand á nokkrum dögum. Þá var Sandgræðslan stofnuð af Alþingi til að reyna að hefta uppblásturinn og stöðugt stækkandi eyðimerkurnar. Hún hefur vissulega gert kraftaverk á rúmum 100 árum og það hefur kostað okkur skattborgarana ótalda milljarða. Við sæjum ekki eftir þeim peningum ef tekist hefði að græða upp næstum örfoka landið. En því miður var ekki byrjað á fyrirbyggjandi aðgerðum. Ekkert var gert til að stöðva orsakavaldinn, lausabeit allt of mikils búfjár, of margra bænda, rásandi um allt landið og nagandi niður allan nýgræðing sem vogaði sér að stinga upp kollinum. Nú eru þó loks, í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, komin ákvæði um náttúru Íslands og umhverfi, sem leggja áherslu á að náttúra Íslands sé undirstaða lífs í landinu, öllum beri að virða hana og vernda. Sérstök grein um vernd náttúrunnar í stjórnarskrá er löngu tímabær. Sjálfbær þróun, sem þykir sjálfsögð í dag, hefur víða áunnið sér stjórnarskrárvernd. Til að mynda segir norska stjórnarskráin að sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru þar sem gróska og fjölbreytni séu vernduð. Sú sænska leggur skyldur á herðar stjórnvalda að stuðla að sjálfbærri þróun. Í Finnlandi segir að náttúran og fjölbreytileiki lífríkisins, umhverfið og þjóðararfurinn séu á ábyrgð allra. Svisslendingar segja að stefnt skuli að langvinnu jafnvægi við náttúruna, einkum hvað varðar getu hennar til endurnýjunar og nýtingar af hálfu mannsins. Þá kveður franska stjórnarskráin á um fortakslausan rétt sérhvers manns til að „lifa í heilsusamlegu umhverfi þar sem ríkir jafnvægi“ og að hverjum manni beri að stuðla að því að bæta skaða sem hann veldur umhverfinu. Umhverfisverndarákvæði nýju stjórnarskrárinnar, ef samþykkt, yrðu til þess að landið færi að klæðast aftur þeim skrúð sem búið er að eyðileggja. Stöðvun stjórnlausrar lausabeitar búfjár er fyrsta skrefið í að sveipa fjallkonuna aftur gróðurkápu sinni. Látum ekki tækifærið, 20. október, ganga okkur úr greipum. Við byggjum ekki hús án þess að byrja á grunninum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun