Innlent

Enn verið að rannsaka brunann í Laugardal

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá slökkvistarfi í sumar.
Frá slökkvistarfi í sumar. Mynd/ ÓMJ
Lögreglan á Vestfjörðum hefur haft til rannsóknar upptök eldsins sem kviknaði í gróðri í Laugardal í Ísafjarðardjúpi þann þriðja ágúst síðastliðinn.

Nokkrar ábendingar bárust lögreglunni um mannaferðir og þá sem taldir voru bera ábyrgð á brunanum. Unnið hefur verið úr þessum vísbendingum öllum, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur ekkert fyrir um hver beri ábyrgð á því sem þarna gerðist. Telji einhver sig búa yfir frekari upplýsingum sem geti varpað ljósi á málið er sá hinn sami hvattur til þess að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum, í síma 450 3730.

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum kostaði slökkvistarf vegna eldanna um 20 milljónir króna. Ríkissjóður mun greiða um helminginn af því en hinn helmingurinn mun að öllum líkindum lenda á Súðavíkurhrepp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×