Lítið gert til að hjálpa börnum áfengissjúklinga Hugrún Halldórsdóttir skrifar 17. október 2012 19:44 Of lítið er gert til að hjálpa börnum áfengissjúklinga en þau líða meira fyrir drykkjuna en foreldrarnir sjálfir. Þetta segir fjórtán ára stúlka sem hefur búið við alkóhólisma nær allt sitt líf. Emilía María Maidland bjó við alkóhólisma í foreldrahúsum þar til hún var ellefu en þessi hugrakka stúlka, sem nú býr hjá bróður sínum, sagði sögu sína á þéttsetnum fundi um áhrif óbeinnar áfengisneyslu í morgun. „Þetta tók mjög á og tekur ennþá á," segir Emilía. „Ég er enn að berjast við allt." „Það er alltaf sagt að þetta hafi mest áhrif á alkóhólistann, hann eyðileggur heilann í sér, blóðið. Nei, þetta hefur miklu meiri áhrif á börnin. Mikið meira en allir halda. Þetta skemmir þau, þau vita ekki hvað þau eiga að gera, halda að þetta sé eðlilegt. Svo sjá þau aðrar fjölskyldur sem upplifa ekki alkóhólisma og vilja bara vera partur af annarri fjölskyldu." Emilía segir fordóma í garð alkóhólisma og barna þeirra mikla og að þeir taki bæði á líkama og sál. Sjálf upplifði hún mikla skömm og vildi ekki láta sjá sig með foreldrum sínum. „Þau voru bara eins og trúðar í annarra manna augum nema mínum og ég vildi ekki vera partur af því. Þannig að ég lét bara sjá mig eina og sagði ekkert frá foreldrum mínum, ég vildi bara falla inn í hópinn eins og allir aðrir. En ekki lengur, núna stend ég með foreldrum mínum og er alveg sama hvað öðrum finnst." Börn áfengissjúklinga fá ekki næga aðstoð að mati Emilíu þar sem sjúklingurinn sé oft í fyrsta sætinu. „Það eru sumir krakkar þarna úti sem fá nákvæmlega enga hjálp og vita ekkert hvað þau eiga að gera. Það eina sem þau geta gert er að treysta á sjálfan sig. Sumir falla niður og geta ekki treyst á sjálfan sig. Og það er þess vegna sem að alkóhólisminn byrjar. Um leið og við förum að hjálpa börnunum þá minnkum við alkóhólisma og um leið og við minnkum alkóhólisma þá erum við búin að bæta samfélagið miklu meira en við höldum." Emilía hefur sótt námskeið hjá Hlutverkasetrinu ásamt öðrum börnum sem glíma við eða hafa glímt við erfiðar aðstæður og segir hún veruna þar hafa hjálpað mikið. „Þegar börn segja frá sínum aðstæðum við aðra krakka sem búa við vondar aðstæður þá vita þau að þau séu ekki ein. Það er það sem við viljum, við viljum vita að við séum ekki ein." Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Of lítið er gert til að hjálpa börnum áfengissjúklinga en þau líða meira fyrir drykkjuna en foreldrarnir sjálfir. Þetta segir fjórtán ára stúlka sem hefur búið við alkóhólisma nær allt sitt líf. Emilía María Maidland bjó við alkóhólisma í foreldrahúsum þar til hún var ellefu en þessi hugrakka stúlka, sem nú býr hjá bróður sínum, sagði sögu sína á þéttsetnum fundi um áhrif óbeinnar áfengisneyslu í morgun. „Þetta tók mjög á og tekur ennþá á," segir Emilía. „Ég er enn að berjast við allt." „Það er alltaf sagt að þetta hafi mest áhrif á alkóhólistann, hann eyðileggur heilann í sér, blóðið. Nei, þetta hefur miklu meiri áhrif á börnin. Mikið meira en allir halda. Þetta skemmir þau, þau vita ekki hvað þau eiga að gera, halda að þetta sé eðlilegt. Svo sjá þau aðrar fjölskyldur sem upplifa ekki alkóhólisma og vilja bara vera partur af annarri fjölskyldu." Emilía segir fordóma í garð alkóhólisma og barna þeirra mikla og að þeir taki bæði á líkama og sál. Sjálf upplifði hún mikla skömm og vildi ekki láta sjá sig með foreldrum sínum. „Þau voru bara eins og trúðar í annarra manna augum nema mínum og ég vildi ekki vera partur af því. Þannig að ég lét bara sjá mig eina og sagði ekkert frá foreldrum mínum, ég vildi bara falla inn í hópinn eins og allir aðrir. En ekki lengur, núna stend ég með foreldrum mínum og er alveg sama hvað öðrum finnst." Börn áfengissjúklinga fá ekki næga aðstoð að mati Emilíu þar sem sjúklingurinn sé oft í fyrsta sætinu. „Það eru sumir krakkar þarna úti sem fá nákvæmlega enga hjálp og vita ekkert hvað þau eiga að gera. Það eina sem þau geta gert er að treysta á sjálfan sig. Sumir falla niður og geta ekki treyst á sjálfan sig. Og það er þess vegna sem að alkóhólisminn byrjar. Um leið og við förum að hjálpa börnunum þá minnkum við alkóhólisma og um leið og við minnkum alkóhólisma þá erum við búin að bæta samfélagið miklu meira en við höldum." Emilía hefur sótt námskeið hjá Hlutverkasetrinu ásamt öðrum börnum sem glíma við eða hafa glímt við erfiðar aðstæður og segir hún veruna þar hafa hjálpað mikið. „Þegar börn segja frá sínum aðstæðum við aðra krakka sem búa við vondar aðstæður þá vita þau að þau séu ekki ein. Það er það sem við viljum, við viljum vita að við séum ekki ein."
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira