Leikur þýskan hermann í nýjustu mynd Spielbergs 27. janúar 2012 11:00 „Hann var alveg frábær,“ segir Gunnar Atli Cauthery um sjálfan Steven Spielberg sem leikstýrði honum í kvikmyndinni War Horse sem var nýlega tilnefnd til sex Óskarsverðlauna. Myndin fjallar um ungan mann sem skráir sig í herinn meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stendur eftir að hesturinn hans kemst í vörslu breska hersins. Gunnar Atli fer með lítið hlutverk í myndinni sem þýskur hermaður og segir nokkrar línur. Hann starfaði með Spielberg í tvo daga í bænum Wisley á Englandi og viðurkennir að hafa verið spenntur að leika fyrir þennan mikla snilling. „Hann var mjög almennilegur en einnig ákafur og metnaðarfullur. Hann hagaði sér ekki eins og hann væri búinn að fá nóg af þessum bransa,“ segir Gunnar Atli um Spielberg sem hefur á ferilskránni stórvirki á borð við E.T., Saving Private Ryan og Schindler"s List. „Hann var mjög skapandi á tökustaðnum og opinn fyrir öllum nýjungum. Hann prófaði að láta okkur fá nýja texta og einnig að skipta um sjónarhorn fyrir tökuvélarnar.“ Aðspurður segist Gunnar Atli hafa verið aðdáandi Spielbergs síðan í æsku og því hafi það verið óraunverulegt að standa allt í einu fyrir framan hann og leika. „Ég var varla að trúa því að hann væri þarna,“ segir hann. Gunnar Atli er þrítugur og hefur búið í Bretlandi alla sína ævi. Móðir hans er Björg Árnadóttir sem eitt sinn lék í Þjóðleikhúsinu en faðir hans er breskur. Ungur að aldri fékk Gunnar Atli leiklistarbakteríuna eftir að hafa leikið hinn hálfbreska Roland í kvikmyndinni Benjamín dúfu. Árið 2008 útskrifaðist hann úr hinum virta leiklistarskóla Royal Academy of Dramatic Arts. Eftir það fékk hann eftirsótt starf í útvarpsleikritum hjá BBC og lék meðal annars á móti Ian McKellen. „Það var engin smá upplifun svona snemma á ferlinum,“ segir hann um samstarfið við þennan þekkta leikara. Einnig fór hann með lítið hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Tudors. Mest hefur Gunnar Atli samt leikið á sviði og undanfarna mánuði hefur hann ferðast um Bretland með leikhópnum Propeller sem flytur verk Shakespeares, Hinrik V. Fram undan eru ferðalög til Ástralíu, Nýja-Sjálands og Kína með leikhópnum. freyr@frettabladid.is Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
„Hann var alveg frábær,“ segir Gunnar Atli Cauthery um sjálfan Steven Spielberg sem leikstýrði honum í kvikmyndinni War Horse sem var nýlega tilnefnd til sex Óskarsverðlauna. Myndin fjallar um ungan mann sem skráir sig í herinn meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stendur eftir að hesturinn hans kemst í vörslu breska hersins. Gunnar Atli fer með lítið hlutverk í myndinni sem þýskur hermaður og segir nokkrar línur. Hann starfaði með Spielberg í tvo daga í bænum Wisley á Englandi og viðurkennir að hafa verið spenntur að leika fyrir þennan mikla snilling. „Hann var mjög almennilegur en einnig ákafur og metnaðarfullur. Hann hagaði sér ekki eins og hann væri búinn að fá nóg af þessum bransa,“ segir Gunnar Atli um Spielberg sem hefur á ferilskránni stórvirki á borð við E.T., Saving Private Ryan og Schindler"s List. „Hann var mjög skapandi á tökustaðnum og opinn fyrir öllum nýjungum. Hann prófaði að láta okkur fá nýja texta og einnig að skipta um sjónarhorn fyrir tökuvélarnar.“ Aðspurður segist Gunnar Atli hafa verið aðdáandi Spielbergs síðan í æsku og því hafi það verið óraunverulegt að standa allt í einu fyrir framan hann og leika. „Ég var varla að trúa því að hann væri þarna,“ segir hann. Gunnar Atli er þrítugur og hefur búið í Bretlandi alla sína ævi. Móðir hans er Björg Árnadóttir sem eitt sinn lék í Þjóðleikhúsinu en faðir hans er breskur. Ungur að aldri fékk Gunnar Atli leiklistarbakteríuna eftir að hafa leikið hinn hálfbreska Roland í kvikmyndinni Benjamín dúfu. Árið 2008 útskrifaðist hann úr hinum virta leiklistarskóla Royal Academy of Dramatic Arts. Eftir það fékk hann eftirsótt starf í útvarpsleikritum hjá BBC og lék meðal annars á móti Ian McKellen. „Það var engin smá upplifun svona snemma á ferlinum,“ segir hann um samstarfið við þennan þekkta leikara. Einnig fór hann með lítið hlutverk í sjónvarpsþáttunum The Tudors. Mest hefur Gunnar Atli samt leikið á sviði og undanfarna mánuði hefur hann ferðast um Bretland með leikhópnum Propeller sem flytur verk Shakespeares, Hinrik V. Fram undan eru ferðalög til Ástralíu, Nýja-Sjálands og Kína með leikhópnum. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira