Ætlar þú að þrýsta á hnappinn? Gísli Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Fyrir Alþingi liggur rammaáætlun um nýtingu vatnsafls til raforkuframleiðslu í landinu. Markmið rammaáætlunar er að ná almennri sátt um virkjanastefnu þannig að landslýðurinn þurfi ekki að þrasa sig rænulausan um hverja einustu framkvæmd í nánustu framtíð. Fyrir liggur að mikil óeining hefur skapast í kringum áform Landsvirkjunar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Það sem var í upphafi kynnt sem sakleysisleg rennslisvirkjun, sem fólki fannst að myndi bara snúast með ánni um leið og hún færi hjá án þess að hafa nokkur áhrif á umhverfið, hefur reynst vera stórhættuleg framkvæmd fyrir stærsta villta laxastofn landsins og aðra göngufiska í Þjórsá. Reynsla annarra þjóða af virkjunum af þessu tagi hefur gefið tilefni til að reikna með hruni göngustofna í ánni, þannig að 10-20% laxastofnsins gæti lifað af en sjóbirtingsstofninn myndi þurrkast út – þrátt fyrir boðaðar mótvægisaðgerðir. Þjórsá er ein síðasta sjálfbæra laxveiðiáin við N-Atlantshaf, sem hægt er að veiða villtan lax úr til sölu á markaði. Á nýliðnu ári var veiðin nálægt tíu þúsund löxum og miðað við kílóverð á villtum laxi úr sjálfbærri á í Harrods-verslununum á Englandi (130 sterlingspund/kg) má reikna með að söluandvirði ársaflans (miðað við eintóman smálax) sé 2 kg x 130 sterlingspund x 10.000 laxar = 2,6 milljónir punda eða ríflega hálfur milljarður íslenskra króna. Má af þessu sjá hvílíkt dýrindi er hér um að ræða þegar það er komið á matardisk fólks. Alkunna er að laxinn er enn verðmætari sé hann nýttur til stangveiða. Með því að stækka og efla búsvæði fiskistofna á vatnasvæði Þjórsár mætti stórauka þessa veiði og þannig margfalda tekjurnar sem áin gæti gefið af sér með markaðssetningu, án nokkurra virkjana. Eru þá ótalin þau verðmæti fyrir allt íslenskt markaðsstarf sem fólgin eru í ímyndinni um sjálfbærni, náttúruvernd og ómengaðar afurðir. Það er ógnvekjandi ef þingmenn eru enn að gæla við þá hugmynd að þeim sé heimilt fyrir guðs og manna lögum að taka sér það vald að útrýma slíku fágæti sem villtu laxa- og sjóbirtingsstofnarnir í Þjórsá eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur rammaáætlun um nýtingu vatnsafls til raforkuframleiðslu í landinu. Markmið rammaáætlunar er að ná almennri sátt um virkjanastefnu þannig að landslýðurinn þurfi ekki að þrasa sig rænulausan um hverja einustu framkvæmd í nánustu framtíð. Fyrir liggur að mikil óeining hefur skapast í kringum áform Landsvirkjunar um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Það sem var í upphafi kynnt sem sakleysisleg rennslisvirkjun, sem fólki fannst að myndi bara snúast með ánni um leið og hún færi hjá án þess að hafa nokkur áhrif á umhverfið, hefur reynst vera stórhættuleg framkvæmd fyrir stærsta villta laxastofn landsins og aðra göngufiska í Þjórsá. Reynsla annarra þjóða af virkjunum af þessu tagi hefur gefið tilefni til að reikna með hruni göngustofna í ánni, þannig að 10-20% laxastofnsins gæti lifað af en sjóbirtingsstofninn myndi þurrkast út – þrátt fyrir boðaðar mótvægisaðgerðir. Þjórsá er ein síðasta sjálfbæra laxveiðiáin við N-Atlantshaf, sem hægt er að veiða villtan lax úr til sölu á markaði. Á nýliðnu ári var veiðin nálægt tíu þúsund löxum og miðað við kílóverð á villtum laxi úr sjálfbærri á í Harrods-verslununum á Englandi (130 sterlingspund/kg) má reikna með að söluandvirði ársaflans (miðað við eintóman smálax) sé 2 kg x 130 sterlingspund x 10.000 laxar = 2,6 milljónir punda eða ríflega hálfur milljarður íslenskra króna. Má af þessu sjá hvílíkt dýrindi er hér um að ræða þegar það er komið á matardisk fólks. Alkunna er að laxinn er enn verðmætari sé hann nýttur til stangveiða. Með því að stækka og efla búsvæði fiskistofna á vatnasvæði Þjórsár mætti stórauka þessa veiði og þannig margfalda tekjurnar sem áin gæti gefið af sér með markaðssetningu, án nokkurra virkjana. Eru þá ótalin þau verðmæti fyrir allt íslenskt markaðsstarf sem fólgin eru í ímyndinni um sjálfbærni, náttúruvernd og ómengaðar afurðir. Það er ógnvekjandi ef þingmenn eru enn að gæla við þá hugmynd að þeim sé heimilt fyrir guðs og manna lögum að taka sér það vald að útrýma slíku fágæti sem villtu laxa- og sjóbirtingsstofnarnir í Þjórsá eru.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar