Erum löngu búin með kvótann 13. febrúar 2012 12:00 Andri Snær Magnason og María Ellingsen vilja breyta hugsunarhætti Íslendinga. Þau segja miðhálendi Íslands verðmæta auðlind sem best verði nýtt með friðun. Fréttablaðið/Valli „Íslendingar eru búnir að virkja fimm sinnum meira en þjóðin notar, 90 prósent orkunnar eru seld lágu verði til stórfyrirtækja sem flytja hagnaðinn úr landi. Hagnaður orkufyrirtækjanna er hins vegar lítill. Maður getur því ekki annað en velt fyrir sér hvort lausnin felist í því að halda áfram á þessari sömu braut virkjana eða hvort leita beri annarra lausna,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur. Hann og María Ellingsen, leikari og leikstjóri, sitja bæði í stjórn Framtíðarlandsins, grasrótarsamtaka sem stofnuð voru í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar og hafa starfað síðan. Samtökin beittu sér gegn Kárahnjúkavirkjun og hafa verið gagnrýnin á umræður um aðra virkjanakosti. Nú þegar fyrir liggur rammaáætlun ríkisstjórnarinnar um vernd og nýtingu náttúrusvæða er fyllsta ástæða að mati félagsins að hefja á ný gagnrýna umræðu um virkjanaáform, í nálægri og fjarlægri framtíð. Nýtum brot af orkunni„Auðvitað er mjög gott að það sé horft til lengri tíma eins og gert er með rammaáætluninni og jákvætt að Torfajökulssvæðið, Þjórsárver og Kerlingarfjöll falli í verndarflokk. En stundum finnst manni að þeir sem eru að hlutast til um þessi mál gleymi því að þeir eru bara manneskjur staddar á ákveðnu tímabili í Íslandssögunni. Ég hitti um daginn grunnskólakrakka, var að lesa fyrir þau og ræða málin. Þau hafa ekkert að segja um þessar ákvarðanir sem er verið að taka núna. Út frá heimspekilegu sjónarmiði veltir maður fyrir sér hvort einhverri kynslóð sé stætt á því að taka svona stórar ákvarðanir. Það er nefnilega látið eins og það sé verið að taka endanlega ákvörðun um framtíð landsins núna, svona svipað eins og þegar nýlenduherrar voru að skipta Afríku niður í lönd,“ segir Andri Snær. María bendir á að nýting orkunnar eigi sér líka hliðstæðu í sögu Afríku. „Nýtingin á jarðvarmaorkunni sem er verið að afla núna minnir á þegar fílar voru veiddir út af tönnunum. Við nýtum ekki nema brot af því sem við erum að afla, eða um 10 til 15 prósent. Það er svona svipað eins og við færum út á sjó og hentum 85 prósent af aflanum. Það kemur alls ekki heim og saman við þær fullyrðingar að jarðvarmavirkjanir séu sjálfbærar og grænar. Þær eru það alls ekki, þetta eru jarðvarmanámur sem tæmast hratt ef þær eru nýttar eins og við gerum eða á 30 til 50 árum. Ekki má svo gleyma menguninni sem hlýst af þeim og er hættuleg heilsu þeirra sem búa nálægt þeim. Allt tal um sjálfbærni og græna orku er því ákveðinn blekkingarleikur.“ Orðræðan er mikilvægOrðræða í tengslum við virkjanir og nýtingu orku er Framtíðarlandinu mjög hugleikið. „Við höfum sérstaklega verið að skoða það hvernig orð eru notuð í tengslum við þessi mál. Sem dæmi þá er alltaf talað um verndun náttúrunnar annars vegar og nýtingu hins vegar eins og á bak við þær sé annars vegar fólk sem vill halda að sér höndunum, og hins vegar nýtið og framtakssamt fólk. Þessu þurfum við að vera vakandi fyrir. Ómar Ragnarsson stakk upp á að tala um verndarnýtingu sem andheiti orkunýtingar, það væri líka hægt að tala um friðunarauðlind versus orkuauðlind. Við þurfum að fikra okkur áfram með þetta því orð eru mjög máttug.“ Verndun svæða þarf nefnilega alls ekki að þýða að þau séu til einskis nýt eins og þau María og Andri benda á. Þau vilja, eins og félagar þeirra í Framtíðarlandinu og öðrum náttúruverndarsamtökum á Íslandi, að miðhálendi Íslands verði gert að þjóðgarði. „Það að eiga svæði eins og miðhálendið ósnortið er mikil auðlind,“ segir María. „Miðhálendið er í rauninni ekki svo stórt svæði, þó mörgum finnist annað,“ bætir Andri Snær við. „Þetta eru um 200 kílómetrar sinnum 200 og í raun ein viðkvæm heild, sem ber að vernda fyrir mannvirkjum en nýta til annars.“ Ferðamennska getur verið skrímsliÞegar hugmyndir um þjóðgarða eru viðraðar benda margir á að ferðamönnum sem þeim er ætlað að höfða til fylgi óhjákvæmilega mikið umhverfisrask. „Auðvitað fylgir eitthvert rask ferðamönnum. En við verðum að taka á því eins og góð húsmóðir gerir, taka vel á móti gestum og byggja upp góða aðstöðu til þess og sýna fyrirhyggju,“ segir María. „Ferðamennska getur í sjálfu sér verið mesta skrímsli í heimi. En það er hægt að þróa hana í ýmsar áttir. Við getum notað ferðamenn sem farveg til að auka gæði okkar sem hér búum. Ég get tekið dæmi af Perlunni. Við getum ákveðið að reisa þar hótel sem nýtist þá ferðamönnum, en Reykvíkingar geta ekki notið. Eða við getum komið Náttúrugripasafni þar fyrir, safni sem myndi auka gæði okkar sem hér búum og er um leið áhugavert fyrir ferðamenn. Landið okkar er eftirsóknarverður áfangastaður sérstaklega á sumrin, og það er nóg pláss á flestum stöðum. Maður getur til dæmis alveg lent í því að vera nánast einn í Skaftafelli um miðjan júlí. Og þar hafa verið gerðir stígar að áhugaverðum stöðum, og gönguferðir eftir þeim þýða því ekki rask fyrir umhverfið. Það er hins vegar spurning hvort ætti að rukka inn á svo vinsælan stað eins og Landmannalaugar í júní og júlí,“ segir Andri Snær. Til að hnykkja á sjónarmiðum sínum um framtíð og stefnu Íslands hefur Framtíðarlandið sett nýjan vef í loftið, framtidarlandid.is. Þar er meðal annars að finna Náttúrukortið, Íslandskort þar sem merktar hafa verið inn helstu náttúruperlur landsins, oft sömu staðir sem eru til umfjöllunar í áðurnefndri rammaáætlun. Hægt er að fá nánari umfjöllun um þá með því að smella á tákn, fróðleikur og myndir birtast þá á skjánum. „Okkur hefur alltaf fundist skorta upplýsingar um þá staði sem eru í umræðunni sem mögulegir virkjanastaðir. Og reyndar hefur stundum verið eins og minnst þekkta örnefnið sé vísvitandi valið til að villa um fyrir fólki. Kárahnjúkavirkjun til dæmis hefði átt að heita Snæfellsvirkjun eftir mest áberandi kennileitinu á svæðinu. En kortið á að bæta úr þessum ruglingi og er mikið samvinnuverkefni fólksins í Framtíðarlandinu,” segir Andri Snær og bætir við að eflaust hefði vinnan við vefinn kostað tugi milljóna ef hann hefði verið settur upp í launavinnu. „Markmiðið er að fólk geti fengið heildarsýn yfir verðmætin sem felast í náttúru Íslands og verið meðvitað um þau átök sem þessi auðlind okkar er,“ segir María. Kárahnjúkar misheppnuð fjárfestingKárahnjúkavirkjun er sláandi dæmi um hve misheppnað það getur verið að fjárfesta í virkjunum, hvernig sem á það er litið að mati þeirra Andra Snæs. „Alcoa ætti vitanlega að borga miklu meira fyrir orkuna en fyrirtækið gerir. Ef reiknaður er út allur kostnaður við rekstur verksmiðjunnar þá kemur í ljós að hagnaður fyrirtækisins er upp á 40 til 50 milljarða á ári og þeir eiga eftir að borga upp verksmiðjuna sína á tveimur til þremur árum. Landsvirkjun á hins vegar eftir að fá sína fjárfestingu til baka á 40 árum í fyrsta lagi. Skiptin eru algjörlega fáránleg,“ segir Andri Snær. „Og þá erum við ekki farin að fjalla um hversu siðferðislega rangt það er að eyða 90 prósentum af lífríki Lagarfljótsins,“ bætir hann við. „Það er líka athyglisvert að okkur finnist sjálfsagt að drepa einn stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi eins og gert verður ef Urriðafossvirkjun verður sett á laggirnar, þar koma 10.000 laxar á land ár hvert.“ Upplýsingamiðlun er því sem fyrr sagði afar mikilvæg. Og Framtíðarlandið er tilbúið að blása í lúðrana eftir nokkur ár sem það hefur farið frekar hljóðlega. „Við höfum starfað sleitulaust frá árinu 2006, haldið landshlutaþing um hugmyndir og nýsköpun, boðið hingað erlendum fyrirlesurum, verið með umræðufundi um mikilvæg samfélagsmál en stundum erum við neðanjarðar og svo birtumst við á yfirborðinu þess á milli. Við áttum til dæmis þátt í því að búa til þjóðfundinn 2009 sem hefur leitt af sér fjölmarga aðra þjóðfundi þar sem viska fjöldans og hugmyndir fá að blómstra, en þátttaka okkar var aukaatriði í samanburði við það að fólkið í landinu steig þarna fram. Okkar takmark er að fóstra verðmæti Íslands, með einum eða öðrum hætti og vera hugmyndaveita um samfélagslega nýsköpun,“ segir María. Þarf ekki að virkja meiraFrekari virkjanir eru ekki samfélagsleg nýsköpun segja þau og leggja áherslu á að það þurfi ekki og eigi ekki að virkja meira. „Okkar kynslóð er búin með kvótann, svo einfalt er það. Það þarf ekki að virkja meira og jafnvel þó að orkugjafar fyrir bíla myndu breytast þá er næga orku að hafa hér nú þegar. Það er til dæmis hægt að sækja orku sem samsvarar hálfri Kárahnjúkavirkjun inn á kerfið okkar með því að breyta um tæki og búnað. Svo væri auðvitað hægt að endursemja við stórfyrirtækin. Punkturinn er sá að ef að við, sem veiðum tvö prósent af öllum fisk í heiminum og öflum fimm sinnum meiri orku en við þurfum, getum ekki lifað góðu lífi af þessum auðlindum þá er jörðin óbyggileg. Við verðum að finna leiðir til þess að nýta það sem við höfum,“ segir Andri Snær að lokum. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
„Íslendingar eru búnir að virkja fimm sinnum meira en þjóðin notar, 90 prósent orkunnar eru seld lágu verði til stórfyrirtækja sem flytja hagnaðinn úr landi. Hagnaður orkufyrirtækjanna er hins vegar lítill. Maður getur því ekki annað en velt fyrir sér hvort lausnin felist í því að halda áfram á þessari sömu braut virkjana eða hvort leita beri annarra lausna,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur. Hann og María Ellingsen, leikari og leikstjóri, sitja bæði í stjórn Framtíðarlandsins, grasrótarsamtaka sem stofnuð voru í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar og hafa starfað síðan. Samtökin beittu sér gegn Kárahnjúkavirkjun og hafa verið gagnrýnin á umræður um aðra virkjanakosti. Nú þegar fyrir liggur rammaáætlun ríkisstjórnarinnar um vernd og nýtingu náttúrusvæða er fyllsta ástæða að mati félagsins að hefja á ný gagnrýna umræðu um virkjanaáform, í nálægri og fjarlægri framtíð. Nýtum brot af orkunni„Auðvitað er mjög gott að það sé horft til lengri tíma eins og gert er með rammaáætluninni og jákvætt að Torfajökulssvæðið, Þjórsárver og Kerlingarfjöll falli í verndarflokk. En stundum finnst manni að þeir sem eru að hlutast til um þessi mál gleymi því að þeir eru bara manneskjur staddar á ákveðnu tímabili í Íslandssögunni. Ég hitti um daginn grunnskólakrakka, var að lesa fyrir þau og ræða málin. Þau hafa ekkert að segja um þessar ákvarðanir sem er verið að taka núna. Út frá heimspekilegu sjónarmiði veltir maður fyrir sér hvort einhverri kynslóð sé stætt á því að taka svona stórar ákvarðanir. Það er nefnilega látið eins og það sé verið að taka endanlega ákvörðun um framtíð landsins núna, svona svipað eins og þegar nýlenduherrar voru að skipta Afríku niður í lönd,“ segir Andri Snær. María bendir á að nýting orkunnar eigi sér líka hliðstæðu í sögu Afríku. „Nýtingin á jarðvarmaorkunni sem er verið að afla núna minnir á þegar fílar voru veiddir út af tönnunum. Við nýtum ekki nema brot af því sem við erum að afla, eða um 10 til 15 prósent. Það er svona svipað eins og við færum út á sjó og hentum 85 prósent af aflanum. Það kemur alls ekki heim og saman við þær fullyrðingar að jarðvarmavirkjanir séu sjálfbærar og grænar. Þær eru það alls ekki, þetta eru jarðvarmanámur sem tæmast hratt ef þær eru nýttar eins og við gerum eða á 30 til 50 árum. Ekki má svo gleyma menguninni sem hlýst af þeim og er hættuleg heilsu þeirra sem búa nálægt þeim. Allt tal um sjálfbærni og græna orku er því ákveðinn blekkingarleikur.“ Orðræðan er mikilvægOrðræða í tengslum við virkjanir og nýtingu orku er Framtíðarlandinu mjög hugleikið. „Við höfum sérstaklega verið að skoða það hvernig orð eru notuð í tengslum við þessi mál. Sem dæmi þá er alltaf talað um verndun náttúrunnar annars vegar og nýtingu hins vegar eins og á bak við þær sé annars vegar fólk sem vill halda að sér höndunum, og hins vegar nýtið og framtakssamt fólk. Þessu þurfum við að vera vakandi fyrir. Ómar Ragnarsson stakk upp á að tala um verndarnýtingu sem andheiti orkunýtingar, það væri líka hægt að tala um friðunarauðlind versus orkuauðlind. Við þurfum að fikra okkur áfram með þetta því orð eru mjög máttug.“ Verndun svæða þarf nefnilega alls ekki að þýða að þau séu til einskis nýt eins og þau María og Andri benda á. Þau vilja, eins og félagar þeirra í Framtíðarlandinu og öðrum náttúruverndarsamtökum á Íslandi, að miðhálendi Íslands verði gert að þjóðgarði. „Það að eiga svæði eins og miðhálendið ósnortið er mikil auðlind,“ segir María. „Miðhálendið er í rauninni ekki svo stórt svæði, þó mörgum finnist annað,“ bætir Andri Snær við. „Þetta eru um 200 kílómetrar sinnum 200 og í raun ein viðkvæm heild, sem ber að vernda fyrir mannvirkjum en nýta til annars.“ Ferðamennska getur verið skrímsliÞegar hugmyndir um þjóðgarða eru viðraðar benda margir á að ferðamönnum sem þeim er ætlað að höfða til fylgi óhjákvæmilega mikið umhverfisrask. „Auðvitað fylgir eitthvert rask ferðamönnum. En við verðum að taka á því eins og góð húsmóðir gerir, taka vel á móti gestum og byggja upp góða aðstöðu til þess og sýna fyrirhyggju,“ segir María. „Ferðamennska getur í sjálfu sér verið mesta skrímsli í heimi. En það er hægt að þróa hana í ýmsar áttir. Við getum notað ferðamenn sem farveg til að auka gæði okkar sem hér búum. Ég get tekið dæmi af Perlunni. Við getum ákveðið að reisa þar hótel sem nýtist þá ferðamönnum, en Reykvíkingar geta ekki notið. Eða við getum komið Náttúrugripasafni þar fyrir, safni sem myndi auka gæði okkar sem hér búum og er um leið áhugavert fyrir ferðamenn. Landið okkar er eftirsóknarverður áfangastaður sérstaklega á sumrin, og það er nóg pláss á flestum stöðum. Maður getur til dæmis alveg lent í því að vera nánast einn í Skaftafelli um miðjan júlí. Og þar hafa verið gerðir stígar að áhugaverðum stöðum, og gönguferðir eftir þeim þýða því ekki rask fyrir umhverfið. Það er hins vegar spurning hvort ætti að rukka inn á svo vinsælan stað eins og Landmannalaugar í júní og júlí,“ segir Andri Snær. Til að hnykkja á sjónarmiðum sínum um framtíð og stefnu Íslands hefur Framtíðarlandið sett nýjan vef í loftið, framtidarlandid.is. Þar er meðal annars að finna Náttúrukortið, Íslandskort þar sem merktar hafa verið inn helstu náttúruperlur landsins, oft sömu staðir sem eru til umfjöllunar í áðurnefndri rammaáætlun. Hægt er að fá nánari umfjöllun um þá með því að smella á tákn, fróðleikur og myndir birtast þá á skjánum. „Okkur hefur alltaf fundist skorta upplýsingar um þá staði sem eru í umræðunni sem mögulegir virkjanastaðir. Og reyndar hefur stundum verið eins og minnst þekkta örnefnið sé vísvitandi valið til að villa um fyrir fólki. Kárahnjúkavirkjun til dæmis hefði átt að heita Snæfellsvirkjun eftir mest áberandi kennileitinu á svæðinu. En kortið á að bæta úr þessum ruglingi og er mikið samvinnuverkefni fólksins í Framtíðarlandinu,” segir Andri Snær og bætir við að eflaust hefði vinnan við vefinn kostað tugi milljóna ef hann hefði verið settur upp í launavinnu. „Markmiðið er að fólk geti fengið heildarsýn yfir verðmætin sem felast í náttúru Íslands og verið meðvitað um þau átök sem þessi auðlind okkar er,“ segir María. Kárahnjúkar misheppnuð fjárfestingKárahnjúkavirkjun er sláandi dæmi um hve misheppnað það getur verið að fjárfesta í virkjunum, hvernig sem á það er litið að mati þeirra Andra Snæs. „Alcoa ætti vitanlega að borga miklu meira fyrir orkuna en fyrirtækið gerir. Ef reiknaður er út allur kostnaður við rekstur verksmiðjunnar þá kemur í ljós að hagnaður fyrirtækisins er upp á 40 til 50 milljarða á ári og þeir eiga eftir að borga upp verksmiðjuna sína á tveimur til þremur árum. Landsvirkjun á hins vegar eftir að fá sína fjárfestingu til baka á 40 árum í fyrsta lagi. Skiptin eru algjörlega fáránleg,“ segir Andri Snær. „Og þá erum við ekki farin að fjalla um hversu siðferðislega rangt það er að eyða 90 prósentum af lífríki Lagarfljótsins,“ bætir hann við. „Það er líka athyglisvert að okkur finnist sjálfsagt að drepa einn stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi eins og gert verður ef Urriðafossvirkjun verður sett á laggirnar, þar koma 10.000 laxar á land ár hvert.“ Upplýsingamiðlun er því sem fyrr sagði afar mikilvæg. Og Framtíðarlandið er tilbúið að blása í lúðrana eftir nokkur ár sem það hefur farið frekar hljóðlega. „Við höfum starfað sleitulaust frá árinu 2006, haldið landshlutaþing um hugmyndir og nýsköpun, boðið hingað erlendum fyrirlesurum, verið með umræðufundi um mikilvæg samfélagsmál en stundum erum við neðanjarðar og svo birtumst við á yfirborðinu þess á milli. Við áttum til dæmis þátt í því að búa til þjóðfundinn 2009 sem hefur leitt af sér fjölmarga aðra þjóðfundi þar sem viska fjöldans og hugmyndir fá að blómstra, en þátttaka okkar var aukaatriði í samanburði við það að fólkið í landinu steig þarna fram. Okkar takmark er að fóstra verðmæti Íslands, með einum eða öðrum hætti og vera hugmyndaveita um samfélagslega nýsköpun,“ segir María. Þarf ekki að virkja meiraFrekari virkjanir eru ekki samfélagsleg nýsköpun segja þau og leggja áherslu á að það þurfi ekki og eigi ekki að virkja meira. „Okkar kynslóð er búin með kvótann, svo einfalt er það. Það þarf ekki að virkja meira og jafnvel þó að orkugjafar fyrir bíla myndu breytast þá er næga orku að hafa hér nú þegar. Það er til dæmis hægt að sækja orku sem samsvarar hálfri Kárahnjúkavirkjun inn á kerfið okkar með því að breyta um tæki og búnað. Svo væri auðvitað hægt að endursemja við stórfyrirtækin. Punkturinn er sá að ef að við, sem veiðum tvö prósent af öllum fisk í heiminum og öflum fimm sinnum meiri orku en við þurfum, getum ekki lifað góðu lífi af þessum auðlindum þá er jörðin óbyggileg. Við verðum að finna leiðir til þess að nýta það sem við höfum,“ segir Andri Snær að lokum.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira