"Til æskunnar!“ Eyvindur P. Eiríksson skrifar 13. febrúar 2012 08:00 Fyrir jólin birtist í Fréttablaðinu gott greinarkorn um þá ágætu norsku söngkonu Sissel Kyrkjebø og m.a. að hún hefði við minningarathöfnina um þá sem dóu í morðunum vibjóðslegu í Ósló og Útey sungið ljóð Nordahls Grieg „Til æskunnar", sem þar var nefnt sálmur. Undirritaðan langar af því tilefni að hafa nokkur orð um ljóðið og skáldið. „Til ungdommen" mætti svo sem vel kalla lofsöng en ekki sálm, enda var skáldið Nordahl Grieg enginn trúmaður en algjör friðarsinni og mikill mannvinur. Hann var frægur í Noregi og víðar, skrifaði ljóð, leikrit, sögur o.fl. Umdeildur var hann og einkum fyrir stjórnmálaskoðanir sínar, hann var sannur sameignarsinni og kommúnisti. Hann trúði vissulega of einlæglega á sósíalisma í Sovétríkjunum, eins og margir góðir hugsjónamenn og í trausti þess unnu slíkir ótrúleg afrek í kjara- og jafnréttismálum allrar alþýðu. Á hans tímum var heldur ekki í augsýn nein önnur leið út úr ömurlegum kapítalisma og enn skelfilegri fasisma og nasisma, þegar t.d. Vesturlönd létu allt eftir Hitler í þeirri von að hann eyddi Sovétríkjunum og meintum sósíalisma í þeim. Nasistar voru reyndar almennt kristnir vel og margir „góðir" trúmenn, börðust undir kjörorðinu: „Gott mitt uns!", m.a. gyðingahatur þeirra átti sér og ekki síst rætur í skelfilegum ofsóknum kristni og kirkju á hendur gyðingum á öldum áður. Nordahl barðist gegn innrás Þjóðverja í Noreg, flýði til Englands, varð foringi í hernum, aðallega sem maður frétta og upplýsingar þar. Hann fórst í sprengjuflugvél sem skotin var niður yfir Þýskalandi. Var um tíma á Íslandi ásamt konu sinni, leikkonunni Gerd sem lék þar. Hann eignaðist góða vini hér, ekki síst skáldið Magnús Ásgeirsson sem þýddi mörg ljóða hans og ljóðabókin „Friheten" var fyrst gefin út hér. „Til ungdommen" er óður og ákall friðar- og mannvinarins til æskunnar og enginn sálmur, enda er það bull að kristin trú sé friðartrú, öll saga hennar sannar annað. Hákristnir leiðtogar hafa og margir verið einhverjir mestu fjöldamorðingjar sögunnar. Norðmenn og reyndar fleiri, svo sem Danir, hafa þetta kvæði mjög í heiðri. T.d. var það söngur grunnskóla tveggja barna minna þar. Þá þýddi ég það á íslensku. Það er engin tilviljun að Sissel skyldi fengin til að syngja þetta ljóð við nefnda minningarathöfn. Mér sýnist ekki úr vegi að birta það hér og gjarnan þýðingu mína líka: Nordahl Grieg:TIL UNGDOMMEN Kringsatt av fiender gå inn i din tid! Under en blodig storm - vi dig til strid! Kanske du spør i angst, udekket åben: hvad skal jeg kjæmpe med, hvad er mitt våben? Her er ditt vern mot vold, her er ditt sverd: troen på livet vårt, menneskets verd. For al vår fremtids skyld, søk det og dyrk det, dø om du må – men: øk det og styrk det! Stilt går granatenes glidende bånd. Stans deres drift mot død, stans dem med ånd! Krig er forakt for liv. Fred er å skape. Kast dine krefter inn: døden skal tape. Elsk – og berik med drøm alt stort som var! Gå mot det ukjente, fravrist det svar. Ubygde kraftverker, ukjente stjerner – skap dem med skånet livs dristige hjerner. Edelt er mennesket, jorden er rik! Finnes det nød og sult, skyldes det svik. Knus det! I livets navn skal urett falle. Solskin og brød og ånd eies av alle. Da synker våbnene maktesløs ned! Skaper vi menneskeverd, skaper vi fred. Den som med højre arm bærer en byrde, tung og umistelig, kan ikke myrde. Dette er løftet vårt fra bror til bror: vi vil bli gode mot menneskets jord. Vi vil ta vare på skjønnheten, varmen – som om vi bar et barn varsomt på armen!TIL ÆSKUNNAR Umsetinn óvinum efldu þér dug. Þótt geisi stríð á storð, strengdu þinn hug. Ef þú í ótta spyrð, óvarinn, smeykur: Hvað get ég gagnast nú? Gakktu þá keikur! Hér er þitt vopn í vörn, verjur og sverð: Mennskan og manngildið, mat þitt og gerð. Framtíðin birtu ber, burt með þinn efa, þótt líf að veði vænt, verðirðu að gefa. Sprengjurnar springa um lönd, spara öll grið. Hertu því hugans mátt, heimtaðu frið! Stríð fyrirlítur líf, lífið er friður. Vopnanna kremdu klær. Kveð dauðann niður! Elskaðu ást í draum um allt gott sem var! Haltu því hulda á vit, heimtaðu svar. Óunnin stórvirki, óþekkt að kanna. Efl það með afrekum ódeyddra manna. Mikil er manneskjan, mannanna jörð! Líði einhver nauð og neyð, níð er sú gjörð. Brjóttu á bak aftur bannsetta þrjóta! Matar og andans auðs allra er að njóta. Þá kæfa vilji og von vopnanna klið. Sköpum við manngildi, sköpum við frið. Sá sem með brosi ber byrði á armi, varlega, viðkvæma, veldur ei harmi. Heit þetta bróðir ber bróður í gjörð: Mest allra metum við mannanna jörð. Fegurð og hlýju heitt höldum í barmi - eins og við bærum barn blíðlega á armi! (Snarað: Eyvindur P. Eiríksson, rithöfundur og fv. lektor.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir jólin birtist í Fréttablaðinu gott greinarkorn um þá ágætu norsku söngkonu Sissel Kyrkjebø og m.a. að hún hefði við minningarathöfnina um þá sem dóu í morðunum vibjóðslegu í Ósló og Útey sungið ljóð Nordahls Grieg „Til æskunnar", sem þar var nefnt sálmur. Undirritaðan langar af því tilefni að hafa nokkur orð um ljóðið og skáldið. „Til ungdommen" mætti svo sem vel kalla lofsöng en ekki sálm, enda var skáldið Nordahl Grieg enginn trúmaður en algjör friðarsinni og mikill mannvinur. Hann var frægur í Noregi og víðar, skrifaði ljóð, leikrit, sögur o.fl. Umdeildur var hann og einkum fyrir stjórnmálaskoðanir sínar, hann var sannur sameignarsinni og kommúnisti. Hann trúði vissulega of einlæglega á sósíalisma í Sovétríkjunum, eins og margir góðir hugsjónamenn og í trausti þess unnu slíkir ótrúleg afrek í kjara- og jafnréttismálum allrar alþýðu. Á hans tímum var heldur ekki í augsýn nein önnur leið út úr ömurlegum kapítalisma og enn skelfilegri fasisma og nasisma, þegar t.d. Vesturlönd létu allt eftir Hitler í þeirri von að hann eyddi Sovétríkjunum og meintum sósíalisma í þeim. Nasistar voru reyndar almennt kristnir vel og margir „góðir" trúmenn, börðust undir kjörorðinu: „Gott mitt uns!", m.a. gyðingahatur þeirra átti sér og ekki síst rætur í skelfilegum ofsóknum kristni og kirkju á hendur gyðingum á öldum áður. Nordahl barðist gegn innrás Þjóðverja í Noreg, flýði til Englands, varð foringi í hernum, aðallega sem maður frétta og upplýsingar þar. Hann fórst í sprengjuflugvél sem skotin var niður yfir Þýskalandi. Var um tíma á Íslandi ásamt konu sinni, leikkonunni Gerd sem lék þar. Hann eignaðist góða vini hér, ekki síst skáldið Magnús Ásgeirsson sem þýddi mörg ljóða hans og ljóðabókin „Friheten" var fyrst gefin út hér. „Til ungdommen" er óður og ákall friðar- og mannvinarins til æskunnar og enginn sálmur, enda er það bull að kristin trú sé friðartrú, öll saga hennar sannar annað. Hákristnir leiðtogar hafa og margir verið einhverjir mestu fjöldamorðingjar sögunnar. Norðmenn og reyndar fleiri, svo sem Danir, hafa þetta kvæði mjög í heiðri. T.d. var það söngur grunnskóla tveggja barna minna þar. Þá þýddi ég það á íslensku. Það er engin tilviljun að Sissel skyldi fengin til að syngja þetta ljóð við nefnda minningarathöfn. Mér sýnist ekki úr vegi að birta það hér og gjarnan þýðingu mína líka: Nordahl Grieg:TIL UNGDOMMEN Kringsatt av fiender gå inn i din tid! Under en blodig storm - vi dig til strid! Kanske du spør i angst, udekket åben: hvad skal jeg kjæmpe med, hvad er mitt våben? Her er ditt vern mot vold, her er ditt sverd: troen på livet vårt, menneskets verd. For al vår fremtids skyld, søk det og dyrk det, dø om du må – men: øk det og styrk det! Stilt går granatenes glidende bånd. Stans deres drift mot død, stans dem med ånd! Krig er forakt for liv. Fred er å skape. Kast dine krefter inn: døden skal tape. Elsk – og berik med drøm alt stort som var! Gå mot det ukjente, fravrist det svar. Ubygde kraftverker, ukjente stjerner – skap dem med skånet livs dristige hjerner. Edelt er mennesket, jorden er rik! Finnes det nød og sult, skyldes det svik. Knus det! I livets navn skal urett falle. Solskin og brød og ånd eies av alle. Da synker våbnene maktesløs ned! Skaper vi menneskeverd, skaper vi fred. Den som med højre arm bærer en byrde, tung og umistelig, kan ikke myrde. Dette er løftet vårt fra bror til bror: vi vil bli gode mot menneskets jord. Vi vil ta vare på skjønnheten, varmen – som om vi bar et barn varsomt på armen!TIL ÆSKUNNAR Umsetinn óvinum efldu þér dug. Þótt geisi stríð á storð, strengdu þinn hug. Ef þú í ótta spyrð, óvarinn, smeykur: Hvað get ég gagnast nú? Gakktu þá keikur! Hér er þitt vopn í vörn, verjur og sverð: Mennskan og manngildið, mat þitt og gerð. Framtíðin birtu ber, burt með þinn efa, þótt líf að veði vænt, verðirðu að gefa. Sprengjurnar springa um lönd, spara öll grið. Hertu því hugans mátt, heimtaðu frið! Stríð fyrirlítur líf, lífið er friður. Vopnanna kremdu klær. Kveð dauðann niður! Elskaðu ást í draum um allt gott sem var! Haltu því hulda á vit, heimtaðu svar. Óunnin stórvirki, óþekkt að kanna. Efl það með afrekum ódeyddra manna. Mikil er manneskjan, mannanna jörð! Líði einhver nauð og neyð, níð er sú gjörð. Brjóttu á bak aftur bannsetta þrjóta! Matar og andans auðs allra er að njóta. Þá kæfa vilji og von vopnanna klið. Sköpum við manngildi, sköpum við frið. Sá sem með brosi ber byrði á armi, varlega, viðkvæma, veldur ei harmi. Heit þetta bróðir ber bróður í gjörð: Mest allra metum við mannanna jörð. Fegurð og hlýju heitt höldum í barmi - eins og við bærum barn blíðlega á armi! (Snarað: Eyvindur P. Eiríksson, rithöfundur og fv. lektor.)
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun