Um Vaðlaheiðargöng og nokkra áhrifaþætti umferðarþunga Ari Teitsson skrifar 13. febrúar 2012 08:00 Að undanförnu hefur verið rætt hvort réttlætanlegt sé að veita ríkisábyrgð vegna lántöku til gerðar Vaðlaheiðarganga. Þar sem flestir kostnaðarþættir við gerð ganganna liggja fyrir er stærsti óvissuþátturinn, og þar með áhættuþáttur ríkisins, umferðarþungi um göngin á komandi árum. Um þróun umferðar við breyttar aðstæður er auðvitað erfitt að spá, en huga má þó að grunnforsendum: Byggð hefur eflst á Akureyri og nágrenni á undanförnum árum, enda bærinn helsta mótvægi við suðvesturhornið og höfuðstaður Norðurlands. Hvort grundvöllur er fyrir rekstri Vaðlaheiðarganga ræðst hins vegar fremur af því hvort einnig eigi að nýta tækifæri Þingeyjarsýslna þjóðinni til hagsbóta. Til þess stendur vilji beggja vegna Vaðlaheiðar en fleira þarf til: Hagvöxtur og kaupgeta almennings ræður miklu um flutningaþörf og ferðamöguleika fólks. Hvergi á Íslandi finnst meiri óbeisluð orka en í Þingeyjarsýslum. Nýtingu orkunnar heima í héraði hefur miðað hægar en heimamenn hafa kosið. Ljóst má vera að öflugri stuðningur við nýtingu orkunnar myndi styrkja svæðið. Rekstur heilbrigðisþjónustu í Þingeyjarsýslum er nú í óvissu sem verður að eyða, en sú óvissa veikir óneitanlega búsetuskilyrði, þótt auknir flutningar sjúkra og særðra yfir Vaðlaheiði séu sjálfstæð rök fyrir jarðgöngum. Jákvæð viðhorf til nýtingar fjölbreyttra tækifæra ferðaþjónustu í víðlendi Þingeyjarsýslna myndi styrkja svæðið. Einnig mætti nefna skiptingu opinberrar þjónustu og starfa henni tengd milli landsvæða, stjórnun fiskveiða og vafalaust fleiri atriði sem miklu ráða um búsetuþróun. Margt bendir því til að mat á rekstrargrundvelli Vaðlaheiðarganga sé öðru fremur mat á hagvaxtarþróun og vilja ráðandi afla til styrkingar búsetu og nýtingar landsgæða. Á meðan sjálfsforræði héraða er takmarkað eru þessir þættir mjög háðir vilja og stefnu þeirra sömu einstaklinga sem á næstu dögum taka ákvörðun um framgang Vaðlaheiðarganga. Því má ætla að í afgreiðslu málsins á Alþingi megi að nokkru lesa framtíðarsýn þingmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið rætt hvort réttlætanlegt sé að veita ríkisábyrgð vegna lántöku til gerðar Vaðlaheiðarganga. Þar sem flestir kostnaðarþættir við gerð ganganna liggja fyrir er stærsti óvissuþátturinn, og þar með áhættuþáttur ríkisins, umferðarþungi um göngin á komandi árum. Um þróun umferðar við breyttar aðstæður er auðvitað erfitt að spá, en huga má þó að grunnforsendum: Byggð hefur eflst á Akureyri og nágrenni á undanförnum árum, enda bærinn helsta mótvægi við suðvesturhornið og höfuðstaður Norðurlands. Hvort grundvöllur er fyrir rekstri Vaðlaheiðarganga ræðst hins vegar fremur af því hvort einnig eigi að nýta tækifæri Þingeyjarsýslna þjóðinni til hagsbóta. Til þess stendur vilji beggja vegna Vaðlaheiðar en fleira þarf til: Hagvöxtur og kaupgeta almennings ræður miklu um flutningaþörf og ferðamöguleika fólks. Hvergi á Íslandi finnst meiri óbeisluð orka en í Þingeyjarsýslum. Nýtingu orkunnar heima í héraði hefur miðað hægar en heimamenn hafa kosið. Ljóst má vera að öflugri stuðningur við nýtingu orkunnar myndi styrkja svæðið. Rekstur heilbrigðisþjónustu í Þingeyjarsýslum er nú í óvissu sem verður að eyða, en sú óvissa veikir óneitanlega búsetuskilyrði, þótt auknir flutningar sjúkra og særðra yfir Vaðlaheiði séu sjálfstæð rök fyrir jarðgöngum. Jákvæð viðhorf til nýtingar fjölbreyttra tækifæra ferðaþjónustu í víðlendi Þingeyjarsýslna myndi styrkja svæðið. Einnig mætti nefna skiptingu opinberrar þjónustu og starfa henni tengd milli landsvæða, stjórnun fiskveiða og vafalaust fleiri atriði sem miklu ráða um búsetuþróun. Margt bendir því til að mat á rekstrargrundvelli Vaðlaheiðarganga sé öðru fremur mat á hagvaxtarþróun og vilja ráðandi afla til styrkingar búsetu og nýtingar landsgæða. Á meðan sjálfsforræði héraða er takmarkað eru þessir þættir mjög háðir vilja og stefnu þeirra sömu einstaklinga sem á næstu dögum taka ákvörðun um framgang Vaðlaheiðarganga. Því má ætla að í afgreiðslu málsins á Alþingi megi að nokkru lesa framtíðarsýn þingmanna.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun