Góðir félagar, Alþýðubandalagsmenn! Ástráður Haraldsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson (GAT) ritar pistil sinn hér í blaðið í gær. Þar sér hann sérstaka ástæðu til að sneiða að minni aumu persónu. Hann gerir það að vísu án þess að nefna nafnið sem ég fékk frá ömmu minni. Hann telur mig þess ekki verðan. Hann vísar til mín sem „sérlegs lögmanns Alþýðubandalagsins". Nú er það svo að það er ekkert nýtt eða óvenjulegt fyrir mig að menn reyni að halda því fram að það sé ekkert að marka það sem mér finnst. Ég sé hvort sem er bara Alþýðubandalagsmaður. Þetta hafa eigendur Íslands sagt um mig alla mína ævi. Þetta er ókei. Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera Alþýðubandalagsmaður. Það sem mér finnst skrýtið er að GAT skuli taka undir þetta. Ég átti ekki von á því úr þessari átt. Tilefni sneiðarinnar er álit sem ég skrifaði ásamt Ásbirni Björnssyni og varðar hæfi Gunnars Andersen til að gegna starfi forstjóra FME. Þetta álit hefur GAT bersýnilega ekki lesið en er þó sérfróður um hæfi Gunnars. Síðan álitið var skrifað hef ég mátt sitja undir drullumokstri úr sorpmiðlunum. Það truflar mig ekki mjög mikið. Meira að segja hafa lekið „upplýsingar" sem varða einkamálefni mín. Merkileg tímasetning. Öllu verið snúið á haus og logið upp á mig ávirðingum. Eins og það þurfi nú. Undir þennan söng tekur GAT. Honum sem er svo umhugað um endurreisn Íslands. Það er augljóst að á hans endurreista Íslandi verða lögmennirnir allir sjálfstæðismenn en ekki bara 95% eins og núna. Þegar ég var lítill drengur og átti heima í Álftamýrinni voru þeir sem höfðu mikið rúmmál en lítið innihald kallaðir pappakassar. Okkur þótti ekki mikið til slíkra manna koma. GAT hefur tekið sér fyrir að kenna okkur minni mönnum góða siði í rökræðunni. Hann hefur sagt (af því að hann er svo góður í fótbolta) að við eigum að taka boltann en ekki manninn. Það var og. Það er stórt orð Hákot. Mér finnst að Guðmundur Andri eigi að biðjast afsökunar. Annars er hann bara pappakassi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir „Fleiri gerast nú vígamenn en eg ætlaði" Furðulegt hefur verið að fylgjast með atlögunni að Gunnari Andersen. Sigurður G. Guðjónsson, þjóðkunnur lögmaður alls konar manna sem Fjármálaeftirlitið hefur kært fyrir markaðsmisnotkun og skapandi bókhald gekk fram fyrir skjöldu og fann Gunnari allt til foráttu, enda hefur stofnunin verið öflug og rösk og afgreitt fjársvikamál með hraði til sérstaks saksóknara eftir að hafa verið værukærasta og umburðarlyndasta stofnun landsins um árabil. Árás Sigurðar G. Guðjónssonar á Gunnar er ekkert skrýtin; hann er bara að vinna sína vinnu, gæta hagsmuna þeirra manna sem hann er ráðinn til að sinna; hann er að tefja og þvæla og þæfa og þrugla málin með öllum meðulum; þannig gengur það fyrir sig réttarríkið og ekkert nema gott um það að segja því að sérhver grunaður eða ákærður maður hefur rétt á því að fá svo góða vörn sem kostur er. 27. febrúar 2012 07:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson (GAT) ritar pistil sinn hér í blaðið í gær. Þar sér hann sérstaka ástæðu til að sneiða að minni aumu persónu. Hann gerir það að vísu án þess að nefna nafnið sem ég fékk frá ömmu minni. Hann telur mig þess ekki verðan. Hann vísar til mín sem „sérlegs lögmanns Alþýðubandalagsins". Nú er það svo að það er ekkert nýtt eða óvenjulegt fyrir mig að menn reyni að halda því fram að það sé ekkert að marka það sem mér finnst. Ég sé hvort sem er bara Alþýðubandalagsmaður. Þetta hafa eigendur Íslands sagt um mig alla mína ævi. Þetta er ókei. Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera Alþýðubandalagsmaður. Það sem mér finnst skrýtið er að GAT skuli taka undir þetta. Ég átti ekki von á því úr þessari átt. Tilefni sneiðarinnar er álit sem ég skrifaði ásamt Ásbirni Björnssyni og varðar hæfi Gunnars Andersen til að gegna starfi forstjóra FME. Þetta álit hefur GAT bersýnilega ekki lesið en er þó sérfróður um hæfi Gunnars. Síðan álitið var skrifað hef ég mátt sitja undir drullumokstri úr sorpmiðlunum. Það truflar mig ekki mjög mikið. Meira að segja hafa lekið „upplýsingar" sem varða einkamálefni mín. Merkileg tímasetning. Öllu verið snúið á haus og logið upp á mig ávirðingum. Eins og það þurfi nú. Undir þennan söng tekur GAT. Honum sem er svo umhugað um endurreisn Íslands. Það er augljóst að á hans endurreista Íslandi verða lögmennirnir allir sjálfstæðismenn en ekki bara 95% eins og núna. Þegar ég var lítill drengur og átti heima í Álftamýrinni voru þeir sem höfðu mikið rúmmál en lítið innihald kallaðir pappakassar. Okkur þótti ekki mikið til slíkra manna koma. GAT hefur tekið sér fyrir að kenna okkur minni mönnum góða siði í rökræðunni. Hann hefur sagt (af því að hann er svo góður í fótbolta) að við eigum að taka boltann en ekki manninn. Það var og. Það er stórt orð Hákot. Mér finnst að Guðmundur Andri eigi að biðjast afsökunar. Annars er hann bara pappakassi.
„Fleiri gerast nú vígamenn en eg ætlaði" Furðulegt hefur verið að fylgjast með atlögunni að Gunnari Andersen. Sigurður G. Guðjónsson, þjóðkunnur lögmaður alls konar manna sem Fjármálaeftirlitið hefur kært fyrir markaðsmisnotkun og skapandi bókhald gekk fram fyrir skjöldu og fann Gunnari allt til foráttu, enda hefur stofnunin verið öflug og rösk og afgreitt fjársvikamál með hraði til sérstaks saksóknara eftir að hafa verið værukærasta og umburðarlyndasta stofnun landsins um árabil. Árás Sigurðar G. Guðjónssonar á Gunnar er ekkert skrýtin; hann er bara að vinna sína vinnu, gæta hagsmuna þeirra manna sem hann er ráðinn til að sinna; hann er að tefja og þvæla og þæfa og þrugla málin með öllum meðulum; þannig gengur það fyrir sig réttarríkið og ekkert nema gott um það að segja því að sérhver grunaður eða ákærður maður hefur rétt á því að fá svo góða vörn sem kostur er. 27. febrúar 2012 07:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar