Góðir félagar, Alþýðubandalagsmenn! Ástráður Haraldsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson (GAT) ritar pistil sinn hér í blaðið í gær. Þar sér hann sérstaka ástæðu til að sneiða að minni aumu persónu. Hann gerir það að vísu án þess að nefna nafnið sem ég fékk frá ömmu minni. Hann telur mig þess ekki verðan. Hann vísar til mín sem „sérlegs lögmanns Alþýðubandalagsins". Nú er það svo að það er ekkert nýtt eða óvenjulegt fyrir mig að menn reyni að halda því fram að það sé ekkert að marka það sem mér finnst. Ég sé hvort sem er bara Alþýðubandalagsmaður. Þetta hafa eigendur Íslands sagt um mig alla mína ævi. Þetta er ókei. Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera Alþýðubandalagsmaður. Það sem mér finnst skrýtið er að GAT skuli taka undir þetta. Ég átti ekki von á því úr þessari átt. Tilefni sneiðarinnar er álit sem ég skrifaði ásamt Ásbirni Björnssyni og varðar hæfi Gunnars Andersen til að gegna starfi forstjóra FME. Þetta álit hefur GAT bersýnilega ekki lesið en er þó sérfróður um hæfi Gunnars. Síðan álitið var skrifað hef ég mátt sitja undir drullumokstri úr sorpmiðlunum. Það truflar mig ekki mjög mikið. Meira að segja hafa lekið „upplýsingar" sem varða einkamálefni mín. Merkileg tímasetning. Öllu verið snúið á haus og logið upp á mig ávirðingum. Eins og það þurfi nú. Undir þennan söng tekur GAT. Honum sem er svo umhugað um endurreisn Íslands. Það er augljóst að á hans endurreista Íslandi verða lögmennirnir allir sjálfstæðismenn en ekki bara 95% eins og núna. Þegar ég var lítill drengur og átti heima í Álftamýrinni voru þeir sem höfðu mikið rúmmál en lítið innihald kallaðir pappakassar. Okkur þótti ekki mikið til slíkra manna koma. GAT hefur tekið sér fyrir að kenna okkur minni mönnum góða siði í rökræðunni. Hann hefur sagt (af því að hann er svo góður í fótbolta) að við eigum að taka boltann en ekki manninn. Það var og. Það er stórt orð Hákot. Mér finnst að Guðmundur Andri eigi að biðjast afsökunar. Annars er hann bara pappakassi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir „Fleiri gerast nú vígamenn en eg ætlaði" Furðulegt hefur verið að fylgjast með atlögunni að Gunnari Andersen. Sigurður G. Guðjónsson, þjóðkunnur lögmaður alls konar manna sem Fjármálaeftirlitið hefur kært fyrir markaðsmisnotkun og skapandi bókhald gekk fram fyrir skjöldu og fann Gunnari allt til foráttu, enda hefur stofnunin verið öflug og rösk og afgreitt fjársvikamál með hraði til sérstaks saksóknara eftir að hafa verið værukærasta og umburðarlyndasta stofnun landsins um árabil. Árás Sigurðar G. Guðjónssonar á Gunnar er ekkert skrýtin; hann er bara að vinna sína vinnu, gæta hagsmuna þeirra manna sem hann er ráðinn til að sinna; hann er að tefja og þvæla og þæfa og þrugla málin með öllum meðulum; þannig gengur það fyrir sig réttarríkið og ekkert nema gott um það að segja því að sérhver grunaður eða ákærður maður hefur rétt á því að fá svo góða vörn sem kostur er. 27. febrúar 2012 07:00 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson (GAT) ritar pistil sinn hér í blaðið í gær. Þar sér hann sérstaka ástæðu til að sneiða að minni aumu persónu. Hann gerir það að vísu án þess að nefna nafnið sem ég fékk frá ömmu minni. Hann telur mig þess ekki verðan. Hann vísar til mín sem „sérlegs lögmanns Alþýðubandalagsins". Nú er það svo að það er ekkert nýtt eða óvenjulegt fyrir mig að menn reyni að halda því fram að það sé ekkert að marka það sem mér finnst. Ég sé hvort sem er bara Alþýðubandalagsmaður. Þetta hafa eigendur Íslands sagt um mig alla mína ævi. Þetta er ókei. Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera Alþýðubandalagsmaður. Það sem mér finnst skrýtið er að GAT skuli taka undir þetta. Ég átti ekki von á því úr þessari átt. Tilefni sneiðarinnar er álit sem ég skrifaði ásamt Ásbirni Björnssyni og varðar hæfi Gunnars Andersen til að gegna starfi forstjóra FME. Þetta álit hefur GAT bersýnilega ekki lesið en er þó sérfróður um hæfi Gunnars. Síðan álitið var skrifað hef ég mátt sitja undir drullumokstri úr sorpmiðlunum. Það truflar mig ekki mjög mikið. Meira að segja hafa lekið „upplýsingar" sem varða einkamálefni mín. Merkileg tímasetning. Öllu verið snúið á haus og logið upp á mig ávirðingum. Eins og það þurfi nú. Undir þennan söng tekur GAT. Honum sem er svo umhugað um endurreisn Íslands. Það er augljóst að á hans endurreista Íslandi verða lögmennirnir allir sjálfstæðismenn en ekki bara 95% eins og núna. Þegar ég var lítill drengur og átti heima í Álftamýrinni voru þeir sem höfðu mikið rúmmál en lítið innihald kallaðir pappakassar. Okkur þótti ekki mikið til slíkra manna koma. GAT hefur tekið sér fyrir að kenna okkur minni mönnum góða siði í rökræðunni. Hann hefur sagt (af því að hann er svo góður í fótbolta) að við eigum að taka boltann en ekki manninn. Það var og. Það er stórt orð Hákot. Mér finnst að Guðmundur Andri eigi að biðjast afsökunar. Annars er hann bara pappakassi.
„Fleiri gerast nú vígamenn en eg ætlaði" Furðulegt hefur verið að fylgjast með atlögunni að Gunnari Andersen. Sigurður G. Guðjónsson, þjóðkunnur lögmaður alls konar manna sem Fjármálaeftirlitið hefur kært fyrir markaðsmisnotkun og skapandi bókhald gekk fram fyrir skjöldu og fann Gunnari allt til foráttu, enda hefur stofnunin verið öflug og rösk og afgreitt fjársvikamál með hraði til sérstaks saksóknara eftir að hafa verið værukærasta og umburðarlyndasta stofnun landsins um árabil. Árás Sigurðar G. Guðjónssonar á Gunnar er ekkert skrýtin; hann er bara að vinna sína vinnu, gæta hagsmuna þeirra manna sem hann er ráðinn til að sinna; hann er að tefja og þvæla og þæfa og þrugla málin með öllum meðulum; þannig gengur það fyrir sig réttarríkið og ekkert nema gott um það að segja því að sérhver grunaður eða ákærður maður hefur rétt á því að fá svo góða vörn sem kostur er. 27. febrúar 2012 07:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar