Í bílstjórasætinu í riðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson lék mjög vel í Rúmeníu í gær og skoraði 8 mörk úr aðeins 9 skotum. Mynd/AFP Íslenska landsliðið er þegar komið með eins stigs forskot á Slóveníu á toppi síns riðils í undankeppni EM í Danmörku eftir flottan 37-30 sigur í Rúmeníu í gær. Langt og erfitt ferðalag og allt annað en óskabyrjun en þegar á reyndi þá sýndu íslensku strákarnir styrk sinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með sannfærandi hætti. Liðið er því komið í bílstjórasætið í riðlinum. „Það eru eins og við viljum hafa þetta," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Þetta var erfiður útivöllur, langt ferðalag og ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum ná svona öruggum sigri í lokin." Rúmenar voru skrefinu á undan nær allan fyrri hálfleikinn og íslenska liðið var í vandræðum með stórar og sterkar skyttur liðsins. „Við byrjuðum leikinn mjög illa, lendum þremur mörkum undir og virkum eins og við séum svolítið á hælunum í vörninni," segir Aron um byrjun leiksins þar sem Rúmenar skoruðu alltof auðveldlega og náðu mest þriggja marka forskoti. „Þegar við fórum að þétta vörnina og spila hver með öðrum þá kom vörnin og við fórum að vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við náðum eins marks forystu fyrir hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila nokkuð vel," sagði Aron. Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig vel í íslenska markinu og fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Aron Rafn var í fyrsta skipti að standa sem fyrsti markvörður í landsleik. Það var pressa á honum á erfiðum útivelli og það eru góðar skyttur í þessu rúmenska liði. Hann er að verja allan tímann og taka nokkuð góð færi," sagði Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Kári Kristjánsson fengu líka hrós. Einn besti landsleikur Ásgeirs„Ásgeir var mjög góður og var að spila einn af sínum betri landsleikjum. Guðjón Valur klúðraði reyndar tveimur hraðaupphlaupum en skoraði 11 mörk og var að spila mjög „massíft" allan leikinn. Kári kemur inn síðustu tólf mínúturnar og var strax mjög hættulegur," segir Aron. Aron Pálmarson var eins og svart og hvítt í leiknum. Hann gerði mörg mistök í fyrri hálfleiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir hlé. Hann spilaði hins vegar vel í seinni hálfleik. „Aron var svolítið þungur á sér í fyrri hálfleik og kom of hægt á vörnina. Aron var að reyna of mikið sjálfur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hann bara að spila með liðinu. Hann kom þá af krafti í vörnina og var með helling af góðum stoðsendingum og nokkur mjög góð mörk. Hann var að spila mjög vel í seinni hálfleik." Íslenska liðið vann síðustu sjö mínúturnar á móti Hvít-Rússum 6-1 og síðustu tólf mínúturnar í gær 10-4. Samtals hefur íslenska liðið unnið lokamínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. „Strákarnir stóðu sig mjög vel, voru á tánum, sýndu mikla samstöðu og baráttuvilja sem var mjög ánægjulegt. Það er gott að vinna tvo örugga sigra í tveimur fyrstu leikjunum," sagði Aron að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Íslenska landsliðið er þegar komið með eins stigs forskot á Slóveníu á toppi síns riðils í undankeppni EM í Danmörku eftir flottan 37-30 sigur í Rúmeníu í gær. Langt og erfitt ferðalag og allt annað en óskabyrjun en þegar á reyndi þá sýndu íslensku strákarnir styrk sinn í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með sannfærandi hætti. Liðið er því komið í bílstjórasætið í riðlinum. „Það eru eins og við viljum hafa þetta," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. „Þetta var erfiður útivöllur, langt ferðalag og ég er gríðarlega ánægður með að við skyldum ná svona öruggum sigri í lokin." Rúmenar voru skrefinu á undan nær allan fyrri hálfleikinn og íslenska liðið var í vandræðum með stórar og sterkar skyttur liðsins. „Við byrjuðum leikinn mjög illa, lendum þremur mörkum undir og virkum eins og við séum svolítið á hælunum í vörninni," segir Aron um byrjun leiksins þar sem Rúmenar skoruðu alltof auðveldlega og náðu mest þriggja marka forskoti. „Þegar við fórum að þétta vörnina og spila hver með öðrum þá kom vörnin og við fórum að vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn. Við náðum eins marks forystu fyrir hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila nokkuð vel," sagði Aron. Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig vel í íslenska markinu og fékk líka hrós frá þjálfaranum. „Aron Rafn var í fyrsta skipti að standa sem fyrsti markvörður í landsleik. Það var pressa á honum á erfiðum útivelli og það eru góðar skyttur í þessu rúmenska liði. Hann er að verja allan tímann og taka nokkuð góð færi," sagði Aron og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Kári Kristjánsson fengu líka hrós. Einn besti landsleikur Ásgeirs„Ásgeir var mjög góður og var að spila einn af sínum betri landsleikjum. Guðjón Valur klúðraði reyndar tveimur hraðaupphlaupum en skoraði 11 mörk og var að spila mjög „massíft" allan leikinn. Kári kemur inn síðustu tólf mínúturnar og var strax mjög hættulegur," segir Aron. Aron Pálmarson var eins og svart og hvítt í leiknum. Hann gerði mörg mistök í fyrri hálfleiknum og komst ekki á blað fyrr en eftir hlé. Hann spilaði hins vegar vel í seinni hálfleik. „Aron var svolítið þungur á sér í fyrri hálfleik og kom of hægt á vörnina. Aron var að reyna of mikið sjálfur í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hann bara að spila með liðinu. Hann kom þá af krafti í vörnina og var með helling af góðum stoðsendingum og nokkur mjög góð mörk. Hann var að spila mjög vel í seinni hálfleik." Íslenska liðið vann síðustu sjö mínúturnar á móti Hvít-Rússum 6-1 og síðustu tólf mínúturnar í gær 10-4. Samtals hefur íslenska liðið unnið lokamínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Arons með 11 marka mun. „Strákarnir stóðu sig mjög vel, voru á tánum, sýndu mikla samstöðu og baráttuvilja sem var mjög ánægjulegt. Það er gott að vinna tvo örugga sigra í tveimur fyrstu leikjunum," sagði Aron að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira