Andleg fegurðarsamkeppni Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. september 2012 11:00 Atli Freyr Steinþórsson er nýtt andlit á skjánum en hann tekur sæti í dómaratvíeyki Gettu betur. Hann er þó vel kunnur Ríkissjónvarpinu þar sem hann hefur starfað sem útvarpsþulur á Rás 1 í sjö ár. Fréttablaðið/anton „Ég á von á hörkukeppni enda tel ég að ungmenni séu betur að sér í ár en nokkru sinni fyrr,“ segir Atli Freyr Steinþórsson, sem senn tekur sæti við hlið Þórhildar Ólafsdóttur sem spurningahöfundur og dómari í Gettu betur, hinni sívinsælu spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Atli starfar í sjónvarpi en hann er þó vel kunnur keppninni og Ríkissjónvarpinu. Atli hefur starfað sem útvarpsþulur á Rás 1 síðan 2005, en þar les hann meðal annars dánarfregnir og jarðarfarir, auglýsingar, kynningar milli þátta og stjórnar útsendingum. „Ég held að flestir landsmenn ættu að kannast við röddina í mér og ég uni mér vel bak við hljóðnemann í Efstaleitinu. Auglýsingar frá ónefndum hamborgarastað ættu til dæmis að vera útvarpshlustendum að góðu kunnar,“ segir Atli hlæjandi. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um er honum bauðst að taka að sér hið ábyrgðarfulla starf dómara og er þess fullviss að reynsla hans úr Gettu betur hafi skipt máli.Sjálfur er Atli tvöfaldur meistari í spurningakeppninni en hann keppti fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík árin 2002 og 2003. Atli var einnig í liðinu er MR tapaði eftirminnilega fyrir Borgarholtsskóla árið 2004. „Einhverra hluta vegna muna flestir eftir þeirri dramatísku viðureign, enda var það í fyrsta sinn í mörg herrans ár sem MR tapaði í Gettu betur,“ segir Atli en kveðst þó bara eiga góðar minningar úr keppninni. „Ég eignaðist marga góða vini og þetta var mjög góður tími. Í raun mætti kalla þetta andlega fegurðarsamkeppni.“ Þrátt fyrir að vera fyrrverandi MR-ingur ætlar Atli ekki að hygla neinum og segist verða nokkuð harður í horn að taka sem dómari. „Mig langar að hækka nördastuðulinn í keppninni. Við Þórhildur ætlum að hittast í október á Akureyri og eiga eina góða vinnuhelgi þar. Þetta verður bara fjör.“ Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Ég á von á hörkukeppni enda tel ég að ungmenni séu betur að sér í ár en nokkru sinni fyrr,“ segir Atli Freyr Steinþórsson, sem senn tekur sæti við hlið Þórhildar Ólafsdóttur sem spurningahöfundur og dómari í Gettu betur, hinni sívinsælu spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Atli starfar í sjónvarpi en hann er þó vel kunnur keppninni og Ríkissjónvarpinu. Atli hefur starfað sem útvarpsþulur á Rás 1 síðan 2005, en þar les hann meðal annars dánarfregnir og jarðarfarir, auglýsingar, kynningar milli þátta og stjórnar útsendingum. „Ég held að flestir landsmenn ættu að kannast við röddina í mér og ég uni mér vel bak við hljóðnemann í Efstaleitinu. Auglýsingar frá ónefndum hamborgarastað ættu til dæmis að vera útvarpshlustendum að góðu kunnar,“ segir Atli hlæjandi. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um er honum bauðst að taka að sér hið ábyrgðarfulla starf dómara og er þess fullviss að reynsla hans úr Gettu betur hafi skipt máli.Sjálfur er Atli tvöfaldur meistari í spurningakeppninni en hann keppti fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík árin 2002 og 2003. Atli var einnig í liðinu er MR tapaði eftirminnilega fyrir Borgarholtsskóla árið 2004. „Einhverra hluta vegna muna flestir eftir þeirri dramatísku viðureign, enda var það í fyrsta sinn í mörg herrans ár sem MR tapaði í Gettu betur,“ segir Atli en kveðst þó bara eiga góðar minningar úr keppninni. „Ég eignaðist marga góða vini og þetta var mjög góður tími. Í raun mætti kalla þetta andlega fegurðarsamkeppni.“ Þrátt fyrir að vera fyrrverandi MR-ingur ætlar Atli ekki að hygla neinum og segist verða nokkuð harður í horn að taka sem dómari. „Mig langar að hækka nördastuðulinn í keppninni. Við Þórhildur ætlum að hittast í október á Akureyri og eiga eina góða vinnuhelgi þar. Þetta verður bara fjör.“
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira