Skattar lækki til að örva efnahagslífið 10. nóvember 2012 07:00 Vilmundur Jósefsson Samtök atvinnulífsins (SA) leggja til að skattar verði á næstu árum lækkaðir um sem nemur 2,5% af landsframleiðslu. Telja samtökin að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu frá bankahruni hafi verið skaðlegar bæði skattstofnum og efnahagslífinu og að tímabært sé að vinda ofan af þeim. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu SA sem nefnist Skattstofnar atvinnulífsins – ræktun eða rányrkja? Skýrslan var kynnt á fundi í Hörpu í gær. „Skattamál eru eitt helst áhyggjuefni félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins. Sífelldar breytingar á sköttum koma illa við fyrirtækin og kalla stöðugt fram viðbrögð,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, á fundinum í gær og bætti við: „Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðun þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim staðið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar.“ Fram kemur í skýrslu SA að skattar hafi frá árinu 2008 hækkað um 87 milljarða króna á verðlagi ársins 2013. Samsvarar það 4,5% af landsframleiðslu eða um 270 þúsundum króna á hvern landsmann á ársgrundvelli. Þá er í skýrslunni sett fram gagnrýni á ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki virt samninga við atvinnulífið og forðast að hafa samráð við það vegna skattbreytinga. Í skýrslunni eru einnig kynntar tillögur um breytingar á skattkerfinu. Telja SA tillögurnar til þess fallnar að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og örva fjárfestingar, atvinnusköpun og þar með hagvöxt. Leggur SA til að skattar verði á næstu árum lækkaðir um 47 milljarða króna. Vonast SA þó eftir því að verði tillögunum framfylgt stuðli þær að örari hagvexti og hafi þar með jákvæð áhrif á skattstofna. Þá vill SA mæta tekjutapi ríkissjóðs með endurbótum á vissum skattstofnum. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) leggja til að skattar verði á næstu árum lækkaðir um sem nemur 2,5% af landsframleiðslu. Telja samtökin að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu frá bankahruni hafi verið skaðlegar bæði skattstofnum og efnahagslífinu og að tímabært sé að vinda ofan af þeim. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu SA sem nefnist Skattstofnar atvinnulífsins – ræktun eða rányrkja? Skýrslan var kynnt á fundi í Hörpu í gær. „Skattamál eru eitt helst áhyggjuefni félagsmanna í Samtökum atvinnulífsins. Sífelldar breytingar á sköttum koma illa við fyrirtækin og kalla stöðugt fram viðbrögð,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, á fundinum í gær og bætti við: „Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðun þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim staðið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar.“ Fram kemur í skýrslu SA að skattar hafi frá árinu 2008 hækkað um 87 milljarða króna á verðlagi ársins 2013. Samsvarar það 4,5% af landsframleiðslu eða um 270 þúsundum króna á hvern landsmann á ársgrundvelli. Þá er í skýrslunni sett fram gagnrýni á ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki virt samninga við atvinnulífið og forðast að hafa samráð við það vegna skattbreytinga. Í skýrslunni eru einnig kynntar tillögur um breytingar á skattkerfinu. Telja SA tillögurnar til þess fallnar að bæta samkeppnishæfni atvinnulífsins og örva fjárfestingar, atvinnusköpun og þar með hagvöxt. Leggur SA til að skattar verði á næstu árum lækkaðir um 47 milljarða króna. Vonast SA þó eftir því að verði tillögunum framfylgt stuðli þær að örari hagvexti og hafi þar með jákvæð áhrif á skattstofna. Þá vill SA mæta tekjutapi ríkissjóðs með endurbótum á vissum skattstofnum. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira