Fréttaskýring: Fiskimið falin undir ísnum 10. nóvember 2012 07:00 Áhrif hlýnunar munu líka hafa víðtæk áhrif á heimamiðum okkar Íslendinga. Bæði felast í því tækifæri og hættur fréttablaðið/pjetur Hver eru hugsanleg áhrif umhverfisbreytinga í Norður-Íshafi? Spár sérfræðinga benda til að í hönd fari tímabil heimshlýnunar af mannavöldum, sem hafa mun gríðarleg áhrif á umhverfisskilyrði í Norðurhöfum. Þetta vekur áleitnar spurningar um þróun fiskveiða Íslendinga og tækifæri á hafsvæðum norður af landinu, sem Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gerði tilraun til að svara á Sjávarútvegsráðstefnunni á fimmtudag. Úr litlum í stórtækar veiðarOpnun nýrra siglingaleiða yfir Norður-Íshaf, og tækifærin sem þeim fylgja, hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin ár. Minna hefur verið rætt um hvað áhrif hlýnunin og minnkandi ísþekja hennar vegna koma til með að hafa á fiskistofna og veiðar. Jóhann sagði að gengju spár eftir að verulegu eða öllu leyti væri ljóst að víðáttumikið landgrunn, sem á engan sinn líka hér um slóðir, myndi opnast fyrir ýmsa nýtingu, ekki síst fiskveiða sem eiga sér enga hliðstæðu á svæðinu í dag og eru frekar takmarkaðar. Þvert á móti gætu opnast möguleikar fyrir stórtækar nútímaveiðar. „Þarna munu án efa skapast gríðarleg tækifæri fyrir Ísland og aðrar þjóðir á norðurhjara,“ sagði Jóhann. Hvaða dýralíf skapaðist þarna, væri háð hafstraumum, að sögn Jóhanns, og þeim lífkerfum sem sköpuðust, til dæmis hvort rauðáta eða aðrar öflugar tegundir nýttu sér aðstöðu og sköpuðu forsendur fyrir æðri lífverur, fisk og spendýr. ÁvinningurEn um hvaða stofna er um að ræða; hvaða stofnar munu nýta sér þessar breytingar? Jóhann sagði ljóst að það væru stofnar sem yxu hratt, væru kulþolnir og tækifærissinnaðir við val á hrygningarsvæðum og í fæðuvali. Nefndi Jóhann nokkrar tegundir sem líklegar væru til að hasla sér völl á þessum svæðum og nefndi norsk-íslensku síldina og Barentshafsþorsk. Ufsi og ískóð frá Kyrrahafi eru inni í þessari mynd ásamt loðnunni. „Þessir stofnar eru líklegir til að stækka. Það gæti því orðið um gríðarlegan ávinning að ræða í Íshafinu og jöðrum þess. Óvissan er mikil en það sem er áhugavert fyrir okkur Íslendinga er hvort okkar deilistofnar munu stækka og hvort við gætum gert kröfu um stærri hlutdeild í framhaldinu,“ sagði Jóhann, en stóru hagsmunaaðilarnir í þessu samhengi eru Rússar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn, auk Norðmanna og Grænlendinga. „Ég tel því mjög mikilvægt okkar hagsmunum að við reynum að stuðla að því að aðferðafræðin við uppskiptingu stofna sem eru að breyta útbreiðslu sinni verði styrkari, því um þetta munu verða mikil átök í framtíðinni,“ sagði Jóhann. Allt of lítið er vitað um orsakatengsl og samhengi í lífríkinu, ekki síst á heimskautasvæðunum. Jóhann sagði það því grundvallaratriði að fylgjast með þróuninni með öflugu rannsókna- og vöktunarstarfi. „Við verðum að fylgjast grannt með þessum vistfræðilegu átökum,“ sagði Jóhann. svavar@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Hver eru hugsanleg áhrif umhverfisbreytinga í Norður-Íshafi? Spár sérfræðinga benda til að í hönd fari tímabil heimshlýnunar af mannavöldum, sem hafa mun gríðarleg áhrif á umhverfisskilyrði í Norðurhöfum. Þetta vekur áleitnar spurningar um þróun fiskveiða Íslendinga og tækifæri á hafsvæðum norður af landinu, sem Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gerði tilraun til að svara á Sjávarútvegsráðstefnunni á fimmtudag. Úr litlum í stórtækar veiðarOpnun nýrra siglingaleiða yfir Norður-Íshaf, og tækifærin sem þeim fylgja, hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin ár. Minna hefur verið rætt um hvað áhrif hlýnunin og minnkandi ísþekja hennar vegna koma til með að hafa á fiskistofna og veiðar. Jóhann sagði að gengju spár eftir að verulegu eða öllu leyti væri ljóst að víðáttumikið landgrunn, sem á engan sinn líka hér um slóðir, myndi opnast fyrir ýmsa nýtingu, ekki síst fiskveiða sem eiga sér enga hliðstæðu á svæðinu í dag og eru frekar takmarkaðar. Þvert á móti gætu opnast möguleikar fyrir stórtækar nútímaveiðar. „Þarna munu án efa skapast gríðarleg tækifæri fyrir Ísland og aðrar þjóðir á norðurhjara,“ sagði Jóhann. Hvaða dýralíf skapaðist þarna, væri háð hafstraumum, að sögn Jóhanns, og þeim lífkerfum sem sköpuðust, til dæmis hvort rauðáta eða aðrar öflugar tegundir nýttu sér aðstöðu og sköpuðu forsendur fyrir æðri lífverur, fisk og spendýr. ÁvinningurEn um hvaða stofna er um að ræða; hvaða stofnar munu nýta sér þessar breytingar? Jóhann sagði ljóst að það væru stofnar sem yxu hratt, væru kulþolnir og tækifærissinnaðir við val á hrygningarsvæðum og í fæðuvali. Nefndi Jóhann nokkrar tegundir sem líklegar væru til að hasla sér völl á þessum svæðum og nefndi norsk-íslensku síldina og Barentshafsþorsk. Ufsi og ískóð frá Kyrrahafi eru inni í þessari mynd ásamt loðnunni. „Þessir stofnar eru líklegir til að stækka. Það gæti því orðið um gríðarlegan ávinning að ræða í Íshafinu og jöðrum þess. Óvissan er mikil en það sem er áhugavert fyrir okkur Íslendinga er hvort okkar deilistofnar munu stækka og hvort við gætum gert kröfu um stærri hlutdeild í framhaldinu,“ sagði Jóhann, en stóru hagsmunaaðilarnir í þessu samhengi eru Rússar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn, auk Norðmanna og Grænlendinga. „Ég tel því mjög mikilvægt okkar hagsmunum að við reynum að stuðla að því að aðferðafræðin við uppskiptingu stofna sem eru að breyta útbreiðslu sinni verði styrkari, því um þetta munu verða mikil átök í framtíðinni,“ sagði Jóhann. Allt of lítið er vitað um orsakatengsl og samhengi í lífríkinu, ekki síst á heimskautasvæðunum. Jóhann sagði það því grundvallaratriði að fylgjast með þróuninni með öflugu rannsókna- og vöktunarstarfi. „Við verðum að fylgjast grannt með þessum vistfræðilegu átökum,“ sagði Jóhann. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira