Þingnefndarformaður telur brögð í tafli á Eir 10. nóvember 2012 07:00 Ekki víst að enginn tapi á Eir segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fréttablaðið/Pjetur Rekstur hjúkrunarheimilisins Eirar kann að kalla á lögreglurannsókn, að mati Björns Vals Gíslasonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann hefur verið skipaður í samráðshóp sem mun fylgjast náið með samningaviðræðum Eirar við kröfuhafa sína. Framkvæmdastjóri Eirar kom fyrir fjárlaganefndina í gær og skýrði stöðuna. Á fundinum var ákveðið að skipa samráðshópinn. Auk Björns sitja í honum fulltrúar velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga og íbúa. „Þetta er tengslahópur sem á að halda upplýstum um gang mála á meðan reynt er að finna lausn á vandanum og hann mun þá væntanlega, þegar sú lausn liggur fyrir, koma einhvern veginn að því á lokastigum til að verja sína hagsmuni,“ segir Björn Valur, sem kveður fremst á forgangslistanum að tryggja íbúum á heimilinu áframhaldandi vist þar og umsamda þjónustu. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja hag þessa fólks til framtíðar,“ segir Björn Valur. „Það þýðir ekki að hvorki ríki eða einstaklingar tapi peningum á þessu. Það er fyrst og fremst hagur íbúanna að þeir fái að vera þarna áfram en það er ekki útséð með fjárhagslegu hliðina.“ Björn Valur segir fullt tilefni til að rannsaka gaumgæfilega hvernig félagið gat steypt sér í jafn hrikalegar skuldir og raun ber vitni og stefnt þannig fjárhag íbúa í hættu. „Ég lít þannig á að ef ég sel þér eitthvað og þú borgar fyrir það, en ég á það ekki, þá eru til ákveðin orð og hugtök yfir það. Það er það sem þarna hefur gerst.“ Er Björn Valur að segja að þetta séu svik? „Þetta lítur þannig út fyrir mér að þarna hafi verið stundaðar einhvers konar blekkingar, já,“svarar hann og kveður rannsóknar þörf. „Í kjölfarið ræðst hvert framhaldið verður, hvort það verður lögreglurannsókn eða eitthvað annað. En þarna var verið að selja eitthvað sem menn vissu að þeir áttu ekki. Það er augljóst þeim sem hafa skoðað þetta. Það er hagur allra að þetta verði rannsakað, ekki síst þeirra sem búa þarna, og við munum veita þeim þann stuðning sem við teljum nauðsynlegan til þess, því að það þarf sömuleiðis að verja hag ríkisins og skattborgara.“ Ríkisendurskoðun segir í yfirlýsingu í gær að samkvæmt lögum hafi hún átt að endurskoða reikninga vegna hjúkrunarþjónustu Eirar fyrir aldraða, enda borgi ríkið daggjöld fyrir þá þjónustu. „Endurskoðunarumboðið tekur á hinn bóginn ekki til annarra þátta í starfsemi Eirar, svo sem umsýslu fasteigna. Engu máli skiptir þótt sú starfsemi sé á sömu kennitölu og rekstur hjúkrunarheimilisins,“ undirstrikar ríkisendurskoðun, sem kveðst ekki hafa gert athugsemdir við beiðnir Eirar um veðsetningar á árinu 2010 þar sem umræddar fjárfestingar hafi verið í þágu starfsemi Eirar eins og henni sé lýst í skipulagsskrá stofnunarinnar. - sh, gar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Rekstur hjúkrunarheimilisins Eirar kann að kalla á lögreglurannsókn, að mati Björns Vals Gíslasonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann hefur verið skipaður í samráðshóp sem mun fylgjast náið með samningaviðræðum Eirar við kröfuhafa sína. Framkvæmdastjóri Eirar kom fyrir fjárlaganefndina í gær og skýrði stöðuna. Á fundinum var ákveðið að skipa samráðshópinn. Auk Björns sitja í honum fulltrúar velferðarráðuneytisins, sveitarfélaga og íbúa. „Þetta er tengslahópur sem á að halda upplýstum um gang mála á meðan reynt er að finna lausn á vandanum og hann mun þá væntanlega, þegar sú lausn liggur fyrir, koma einhvern veginn að því á lokastigum til að verja sína hagsmuni,“ segir Björn Valur, sem kveður fremst á forgangslistanum að tryggja íbúum á heimilinu áframhaldandi vist þar og umsamda þjónustu. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja hag þessa fólks til framtíðar,“ segir Björn Valur. „Það þýðir ekki að hvorki ríki eða einstaklingar tapi peningum á þessu. Það er fyrst og fremst hagur íbúanna að þeir fái að vera þarna áfram en það er ekki útséð með fjárhagslegu hliðina.“ Björn Valur segir fullt tilefni til að rannsaka gaumgæfilega hvernig félagið gat steypt sér í jafn hrikalegar skuldir og raun ber vitni og stefnt þannig fjárhag íbúa í hættu. „Ég lít þannig á að ef ég sel þér eitthvað og þú borgar fyrir það, en ég á það ekki, þá eru til ákveðin orð og hugtök yfir það. Það er það sem þarna hefur gerst.“ Er Björn Valur að segja að þetta séu svik? „Þetta lítur þannig út fyrir mér að þarna hafi verið stundaðar einhvers konar blekkingar, já,“svarar hann og kveður rannsóknar þörf. „Í kjölfarið ræðst hvert framhaldið verður, hvort það verður lögreglurannsókn eða eitthvað annað. En þarna var verið að selja eitthvað sem menn vissu að þeir áttu ekki. Það er augljóst þeim sem hafa skoðað þetta. Það er hagur allra að þetta verði rannsakað, ekki síst þeirra sem búa þarna, og við munum veita þeim þann stuðning sem við teljum nauðsynlegan til þess, því að það þarf sömuleiðis að verja hag ríkisins og skattborgara.“ Ríkisendurskoðun segir í yfirlýsingu í gær að samkvæmt lögum hafi hún átt að endurskoða reikninga vegna hjúkrunarþjónustu Eirar fyrir aldraða, enda borgi ríkið daggjöld fyrir þá þjónustu. „Endurskoðunarumboðið tekur á hinn bóginn ekki til annarra þátta í starfsemi Eirar, svo sem umsýslu fasteigna. Engu máli skiptir þótt sú starfsemi sé á sömu kennitölu og rekstur hjúkrunarheimilisins,“ undirstrikar ríkisendurskoðun, sem kveðst ekki hafa gert athugsemdir við beiðnir Eirar um veðsetningar á árinu 2010 þar sem umræddar fjárfestingar hafi verið í þágu starfsemi Eirar eins og henni sé lýst í skipulagsskrá stofnunarinnar. - sh, gar
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira