Erlent

Njósnaflugvél endursmíðuð

Íranir hjá bandarísku njósnavélinni sem þeir ætla að endurgera. mynd/Ap
Íranir hjá bandarísku njósnavélinni sem þeir ætla að endurgera. mynd/Ap
Íranir eru að smíða endurgerð af ómannaðri bandrískri njósnavél sem herinn þar í landi gerði upptæka á síðasta ári. Írönum tókst að finna í vélinni upplýsingar um fyrri ferðir hennar og að sögn hershöfðingjans Amir Ali Hajizadeh hafði hún ferðast um norðvesturhluta Pakistan þar sem bandarískir hermenn fundu Osama Bin Laden og drápu hann.

Bandaríkjamenn hafa viðurkennt að hafa týnt njósnavélinni. Þeir telja að Íranir muni eiga í erfiðleikum með að notfæra sér tæknina í vélinni og upplýsingarnar sem hún hefur að geyma. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×