Lífið

Fæddi dreng á bílastæði fæðingardeildarinnar

Magni Þorsteinsson, Hugrún Dögg Árnadóttir og Míó Magnason.
Magni Þorsteinsson, Hugrún Dögg Árnadóttir og Míó Magnason.
Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eigendur og hönnuðir Kron by Kronkron eignuðust sitt annað barn þann 18. júní síðastliðinn.

Það er óhætt að segja að drengurinn hafi komið í heiminn með látum en Hugrún náði ekki lengra en á bílastæði fæðingardeildarinnar þar sem hann fæddist.

„Já þetta var bílastæðafæðing hjá okkur í þetta skiptið. Mamman í fullum skrúða og enn á háu hælunum á planinu er drengurinn kom í heiminn. Gekk annars alveg eins og í sögu og erum við bara alveg yndislega sæl með nýfædda drenginn okkar," segir Hugrún en þau eiga fyrir drenginn Míó sem fæddist 30. ágúst árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.