Alonso og Vettel gætu lifað af saman hjá Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 22. júní 2012 22:15 "Hver er bestur?" spyr Vettel Alonso hér örugglega. Það væri fróðlegt að sjá, keppi þeir einhverntíma báðir í rauðu. nordicphotos/afp Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari liðsins, er viss um að Fernando Alonso og Sebastian Vettel gætu lifað af sem liðsfélagar hjá Ferrari-liðinu. Mikil óvissa hefur ríkt um hver verði liðsfélagi Alonso á næsta ári. Felipe Massa hefur ekki ekið eins og Ferrari-ökuþór sæmir undanfarin ár og nú er sæti hans orðið það heitt að yfirmenn hans eru farnir að líta í kringum sig. Ummæli Domenicali um Vettel hafa aðeins kastað olíu á eldinn í þeim efnum. "Ég held að þeir séu báðir bráðsnjallir gæjar og gætu vel lifað af sem liðsfélagar," sagði Domenicali við Sport Bild og Auto Bild. Bernie Ecclestone tók í sama streng í sama viðtali og sagði að liðsskipanin myndi ekki verða til vandræða. "Þetta yrði ekkert vandamál. Báðir eru endalaust að leita að nýjum áskorunum. Það að vera liðsfélagi helsta keppinautar þíns er helsta áskorun hvers ökumanns." Sögurnar af liðsfélögum Alonso eru margar skrautlegar. Mikið veður var til dæmis gert útaf erjum milli Alonso og Lewis Hamilton þegar báðir óku fyrir McLaren-liðið árið 2007. Alonso skildi við liðið í fússi og gekk aftur til liðs við Renault þar sem hann fékk að vera númer eitt. Hann gekk svo til liðs við Ferrari þar sem fyrir var Felipe Massa. Sá liðsfélagi á ekki séns í Alonso, sem er af mörgum talinn einn sá besti, ef ekki sá besti, ökumaður í Formúlu 1 síðari ára. Sebastian Vettel flokkast auðvitað í sama flokk og Alonso, með þeim bestu. Það yrði því fróðlegt að sjá hvernig samstarf þessara ökuþóra myndi þróast. Formúla Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari liðsins, er viss um að Fernando Alonso og Sebastian Vettel gætu lifað af sem liðsfélagar hjá Ferrari-liðinu. Mikil óvissa hefur ríkt um hver verði liðsfélagi Alonso á næsta ári. Felipe Massa hefur ekki ekið eins og Ferrari-ökuþór sæmir undanfarin ár og nú er sæti hans orðið það heitt að yfirmenn hans eru farnir að líta í kringum sig. Ummæli Domenicali um Vettel hafa aðeins kastað olíu á eldinn í þeim efnum. "Ég held að þeir séu báðir bráðsnjallir gæjar og gætu vel lifað af sem liðsfélagar," sagði Domenicali við Sport Bild og Auto Bild. Bernie Ecclestone tók í sama streng í sama viðtali og sagði að liðsskipanin myndi ekki verða til vandræða. "Þetta yrði ekkert vandamál. Báðir eru endalaust að leita að nýjum áskorunum. Það að vera liðsfélagi helsta keppinautar þíns er helsta áskorun hvers ökumanns." Sögurnar af liðsfélögum Alonso eru margar skrautlegar. Mikið veður var til dæmis gert útaf erjum milli Alonso og Lewis Hamilton þegar báðir óku fyrir McLaren-liðið árið 2007. Alonso skildi við liðið í fússi og gekk aftur til liðs við Renault þar sem hann fékk að vera númer eitt. Hann gekk svo til liðs við Ferrari þar sem fyrir var Felipe Massa. Sá liðsfélagi á ekki séns í Alonso, sem er af mörgum talinn einn sá besti, ef ekki sá besti, ökumaður í Formúlu 1 síðari ára. Sebastian Vettel flokkast auðvitað í sama flokk og Alonso, með þeim bestu. Það yrði því fróðlegt að sjá hvernig samstarf þessara ökuþóra myndi þróast.
Formúla Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira