Flott fjölskylduplata Trausti Júlíusson skrifar 20. desember 2012 06:00 Gálan. Gálan. Gálan. Geimsteinn Gálan er listamannsnafn Júlíusar Guðmundssonar, en þessi nýja plata er hans þriðja undir því nafni. Áður komu Fyrsta persóna eintölu (1998) og 220971-3099 (2001). Júlíus semur öll lögin á plötunni, en að þessu sinni eru flestir textarnir eftir föður hans, Rúnar Júlíusson. Platan er tileinkuð móður Gálunnar, Marí Baldursdóttur, en Rúnar samdi flesta textana til hennar. Það má því segja að þetta sé fjölskylduplata. Júlíus hefur verið meðlimur í mörgum hljómsveitum, þ.á.m. Deep Jimi & the Zep Creams, Bergrisunum, Pandóru og Fálkum frá Keflavík. Auk þess var hann meðlimur í hljómsveit föður síns. Tónlistin á nýju plötunni kemur nokkuð víða við. Flest lögin eru í léttum seventís-rokkstíl og má jafnvel greina áhrif frá hljómsveitum á borð við 10cc. Í öðrum lögum er sótt í hljóm níunda áratugarins (Sjö undur veraldar). Lagið Nóg er svo rokklag í klassískum Deep Jimi-stíl. Andi Rúnars Júl svífur yfir vötnum á plötunni; í söng sonarins, en fyrst og fremst í textunum. Rúnar var svo kærleiksríkur og textarnir hans svo manneskjulegir. Og framsetningin einföld og tilgerðarlaus: „Svo vertu viss um að láta fólk vita/hversu vænt þér þykir um það/Gefðu þér tíma til að láta fólk vita/áður en allt er um seinan og þú horfinn á annan stað" (Allt of oft). Á heildina litið er þetta fínasta plata hjá Júlíusi. Hún brýtur ekki blað í tónlistarsögunni en lagasmíðarnar eru vel heppnaðar (nóg af smellum), hljómur og vinnsla fyrsta flokks og kærkomið að fá að heyra þessa texta Rúnars. Niðurstaða: Andi Rúnars Júl svífur yfir vötnum á fínni plötu. Gagnrýni Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Gálan. Gálan. Geimsteinn Gálan er listamannsnafn Júlíusar Guðmundssonar, en þessi nýja plata er hans þriðja undir því nafni. Áður komu Fyrsta persóna eintölu (1998) og 220971-3099 (2001). Júlíus semur öll lögin á plötunni, en að þessu sinni eru flestir textarnir eftir föður hans, Rúnar Júlíusson. Platan er tileinkuð móður Gálunnar, Marí Baldursdóttur, en Rúnar samdi flesta textana til hennar. Það má því segja að þetta sé fjölskylduplata. Júlíus hefur verið meðlimur í mörgum hljómsveitum, þ.á.m. Deep Jimi & the Zep Creams, Bergrisunum, Pandóru og Fálkum frá Keflavík. Auk þess var hann meðlimur í hljómsveit föður síns. Tónlistin á nýju plötunni kemur nokkuð víða við. Flest lögin eru í léttum seventís-rokkstíl og má jafnvel greina áhrif frá hljómsveitum á borð við 10cc. Í öðrum lögum er sótt í hljóm níunda áratugarins (Sjö undur veraldar). Lagið Nóg er svo rokklag í klassískum Deep Jimi-stíl. Andi Rúnars Júl svífur yfir vötnum á plötunni; í söng sonarins, en fyrst og fremst í textunum. Rúnar var svo kærleiksríkur og textarnir hans svo manneskjulegir. Og framsetningin einföld og tilgerðarlaus: „Svo vertu viss um að láta fólk vita/hversu vænt þér þykir um það/Gefðu þér tíma til að láta fólk vita/áður en allt er um seinan og þú horfinn á annan stað" (Allt of oft). Á heildina litið er þetta fínasta plata hjá Júlíusi. Hún brýtur ekki blað í tónlistarsögunni en lagasmíðarnar eru vel heppnaðar (nóg af smellum), hljómur og vinnsla fyrsta flokks og kærkomið að fá að heyra þessa texta Rúnars. Niðurstaða: Andi Rúnars Júl svífur yfir vötnum á fínni plötu.
Gagnrýni Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira