Hættulegar rafbækur Baldur Þór Emilsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Nokkur íslensk fyrirtæki selja nú rafbækur og hafa gert um nokkurt skeið, sem er ánægjulegt. Spjaldtölvu- og snjallsímaeigendur geta þá gengið með bókasafnið í vasanum og lesið bækurnar þegar þeim hentar. Þetta er jákvæð þróun sem eykur þægindi lesenda, því auk þess að geta tekið bókasafnið með sér hvert sem þeir fara er einnig hægðarleikur að bæta við það hvar og hvenær sem er, það eina sem þarf er nettenging (í gegnum 3G eða annað net). Þó er galli á gjöf Njarðar. Kaupendur rafbóka þurfa að gæta sín vel því annars er hætt við að þeir verði sviknir um þá vöru sem þeir telja sig hafa keypt. Margir rafbókaútgefendur á Íslandi selja bækurnar með svokölluðum afritunarvörnum (e. Digital Rights Management, DRM) sem eiga að tryggja að ekki sé hægt að nota bækurnar nema í samræmi við lög og skilmála útgefenda. Þessir útgefendur eru hræddir um að ef afritunarvarnanna njóti ekki við verði höfundarréttur virtur að vettugi og þeir stórtapi á ólöglegum afritum sem séu send manna á milli á netinu. Það sem þeir gera sér ekki grein fyrir (eða kjósa að hunsa) er að þessar varnir eru gallaðar og koma bæði þeim og viðskiptavinum þeirra mjög illa.Í sömu gryfju Afritunarvarnir sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Þær eru notaðar á langflestum DVD og Blu-ray diskum sem hafa verið seldir og einnig hafa þær verið notaðar á geisladiskum og tónlist á netinu. Nokkur ár eru síðan verslanir á borð við iTunes og Tónlist.is fjarlægðu þessar varnir af tónlistinni sem þær selja, en nú virðast bókaútgefendur ætla að falla í sömu gryfju og þær gerðu upphaflega. Afritunarvarnir stjórna því hvar og hvenær fólk getur lesið bækurnar sínar. Þær stjórna því einnig hvernig hægt er að lesa þær; sem dæmi er ekki hægt að lesa stóran hluta af bókunum frá íslensku útgefendunum í Kindle-tölvunum frá Amazon. Tæknilega stendur ekkert í vegi fyrir því að þessi tæki geti opnað bækurnar en sökum þess að þau styðja ekki þær afritunarvarnir sem útgefendur nota verða eigendur þeirra að finna aðrar leiðir til að lesa þær. Það á þó ekki aðeins við um Kindle-tölvurnar. Of gömul tæki, of ný tæki, tæki með óalgengu stýrikerfi og öll tæki sem framleiðendur varnanna gera ekki sérstaklega ráð fyrir eiga á hættu að gagnast ekki þegar lesa á bækurnar. Tæknileg framþróun er mjög hröð og sífellt koma út ný tæki með nýrri tækni og ekkert tryggir að framleiðendurnir nái að halda í við þróunina eða að þeir verði yfirhöfuð til staðar í framtíðinni. Það getur því endað svo að þær bækur sem keyptar eru í dag verði ólesanlegar eftir nokkur ár, sem er hvorki höfundum né kaupendum í hag. Útgefendur kunna að sjá sér leik á borði þar sem þeir geta selt sömu bókina til sömu lesenda ár eftir ár, í hvert skipti sem þeir vilja lesa bókina á ný, en neytendur munu á endanum missa þolinmæðina og snúa sér aftur að bókum á gamla sniðinu. Á endanum tapa allir.Útgefandinn hefur völdin Það er því mikilvægt að gæta þess þegar fjárfesta á í rafbók að engin afritunarvörn sé á henni. Ef þú, lesandi góður, kaupir bók með svona vörnum ættir þú að gera þér grein fyrir því að þú ert undir vilja útgefandans beygður þegar kemur að því að lesa bókina. Vilji hann ekki að þú lesir hana aftur í framtíðinni hefur hann völdin – til eru dæmi um bækur sem hverfa úr bókasöfnum notenda, og jafnvel heilu bókasöfnin. Þessi þróun er mjög slæm og mikilvægt er að sýna útgefendum það í verki með því að sniðganga þær bækur sem bera afritunarvörn. Það er ekki alltaf augljóst að bækur sem boðið er upp á séu með afritunarvörn, sumir útgefendur nefna það en ekki allir. Í leiðbeiningum eða svörum við algengum spurningum á vefsíðum þeirra er stundum minnst á Adobe ID eða Adobe Digital Editions, það táknar að afritunarvörn er á sumum eða öllum bókum sem gefnar eru út á þeirri síðu. Verum upplýst um vöruna sem við kaupum og tryggjum að við getum notið bókanna sem við kaupum – bæði núna og í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nokkur íslensk fyrirtæki selja nú rafbækur og hafa gert um nokkurt skeið, sem er ánægjulegt. Spjaldtölvu- og snjallsímaeigendur geta þá gengið með bókasafnið í vasanum og lesið bækurnar þegar þeim hentar. Þetta er jákvæð þróun sem eykur þægindi lesenda, því auk þess að geta tekið bókasafnið með sér hvert sem þeir fara er einnig hægðarleikur að bæta við það hvar og hvenær sem er, það eina sem þarf er nettenging (í gegnum 3G eða annað net). Þó er galli á gjöf Njarðar. Kaupendur rafbóka þurfa að gæta sín vel því annars er hætt við að þeir verði sviknir um þá vöru sem þeir telja sig hafa keypt. Margir rafbókaútgefendur á Íslandi selja bækurnar með svokölluðum afritunarvörnum (e. Digital Rights Management, DRM) sem eiga að tryggja að ekki sé hægt að nota bækurnar nema í samræmi við lög og skilmála útgefenda. Þessir útgefendur eru hræddir um að ef afritunarvarnanna njóti ekki við verði höfundarréttur virtur að vettugi og þeir stórtapi á ólöglegum afritum sem séu send manna á milli á netinu. Það sem þeir gera sér ekki grein fyrir (eða kjósa að hunsa) er að þessar varnir eru gallaðar og koma bæði þeim og viðskiptavinum þeirra mjög illa.Í sömu gryfju Afritunarvarnir sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Þær eru notaðar á langflestum DVD og Blu-ray diskum sem hafa verið seldir og einnig hafa þær verið notaðar á geisladiskum og tónlist á netinu. Nokkur ár eru síðan verslanir á borð við iTunes og Tónlist.is fjarlægðu þessar varnir af tónlistinni sem þær selja, en nú virðast bókaútgefendur ætla að falla í sömu gryfju og þær gerðu upphaflega. Afritunarvarnir stjórna því hvar og hvenær fólk getur lesið bækurnar sínar. Þær stjórna því einnig hvernig hægt er að lesa þær; sem dæmi er ekki hægt að lesa stóran hluta af bókunum frá íslensku útgefendunum í Kindle-tölvunum frá Amazon. Tæknilega stendur ekkert í vegi fyrir því að þessi tæki geti opnað bækurnar en sökum þess að þau styðja ekki þær afritunarvarnir sem útgefendur nota verða eigendur þeirra að finna aðrar leiðir til að lesa þær. Það á þó ekki aðeins við um Kindle-tölvurnar. Of gömul tæki, of ný tæki, tæki með óalgengu stýrikerfi og öll tæki sem framleiðendur varnanna gera ekki sérstaklega ráð fyrir eiga á hættu að gagnast ekki þegar lesa á bækurnar. Tæknileg framþróun er mjög hröð og sífellt koma út ný tæki með nýrri tækni og ekkert tryggir að framleiðendurnir nái að halda í við þróunina eða að þeir verði yfirhöfuð til staðar í framtíðinni. Það getur því endað svo að þær bækur sem keyptar eru í dag verði ólesanlegar eftir nokkur ár, sem er hvorki höfundum né kaupendum í hag. Útgefendur kunna að sjá sér leik á borði þar sem þeir geta selt sömu bókina til sömu lesenda ár eftir ár, í hvert skipti sem þeir vilja lesa bókina á ný, en neytendur munu á endanum missa þolinmæðina og snúa sér aftur að bókum á gamla sniðinu. Á endanum tapa allir.Útgefandinn hefur völdin Það er því mikilvægt að gæta þess þegar fjárfesta á í rafbók að engin afritunarvörn sé á henni. Ef þú, lesandi góður, kaupir bók með svona vörnum ættir þú að gera þér grein fyrir því að þú ert undir vilja útgefandans beygður þegar kemur að því að lesa bókina. Vilji hann ekki að þú lesir hana aftur í framtíðinni hefur hann völdin – til eru dæmi um bækur sem hverfa úr bókasöfnum notenda, og jafnvel heilu bókasöfnin. Þessi þróun er mjög slæm og mikilvægt er að sýna útgefendum það í verki með því að sniðganga þær bækur sem bera afritunarvörn. Það er ekki alltaf augljóst að bækur sem boðið er upp á séu með afritunarvörn, sumir útgefendur nefna það en ekki allir. Í leiðbeiningum eða svörum við algengum spurningum á vefsíðum þeirra er stundum minnst á Adobe ID eða Adobe Digital Editions, það táknar að afritunarvörn er á sumum eða öllum bókum sem gefnar eru út á þeirri síðu. Verum upplýst um vöruna sem við kaupum og tryggjum að við getum notið bókanna sem við kaupum – bæði núna og í framtíðinni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun