Þegar óttinn er ekki sannur Sigurður Árni Reynisson skrifar 23. júní 2025 19:03 Ég man eftir óttanum sem sat djúpt í mér. Hann virtist jafn fáránlegur og hann var raunverulegur. Ég hafði skrifað hann niður á óttalista sem hluta af sjálfsskoðun. Ég var hræddur við mann sem ég hafði aldrei hitt. Gunnar í Krossinum, predikara sem hafði sterka nærveru og tilheyrði trúfélagi sem mér fannst framandi og í senn ógnandi. Ég ímyndaði mér að ef hann tæki í höndina á mér þegar ég kæmi í messu, þá myndi eitthvað brotna innra með mér. Að ég myndi missa stjórn á sjálfum mér, breytast í trúarlega útgáfu af mér sem væri mér framandi – jafnvel hlægileg. Hoppa í trúarlegum móð að predikunarstól og verða að fífli. Í grunninn var þetta ekki bara ótti við trúarofstæki, þetta var dýpri ótti við það að verða hafður að fífli. Að trúa röngu. Að vera plataður, hvort sem væri af öðrum eða eigin viðhorfum. Ég var hræddur við að gera mig að athlægi með því að treysta. Og ég held að það sé meira algengt en við viðurkennum. Það er oft ekki hið framandi sem hræðir okkur mest – heldur það sem það gæti vakið í okkur sjálfum. Ég sagði manni frá þessum ótta sem ég treysti og hann hlustaði án þess að brosa eða gera grín. Svo sagði hann einfaldlega „förum þá í Krossinn.“ Við fórum saman í messu. Þegar við gengum inn, stóð Gunnar sjálfur við innganginn. Hann leit á mig og rétti fram höndina. Ég tók í hana og það sem ég fann var ekki neitt af því sem ég hafði ímyndað mér. Engin yfirnáttúruleg orka, enginn trúarlegur ofsi, bara hlýja. Manngæska. Kurteis snerting sem minnti mig á að allt sem ég hafði haldið í gegn um árin, allur þessi skelfilegi ímyndaði ótti hafði verið byggður á einni hugmynd, að það sem ég þekki ekki sé hættulegt. Ég hef hugsað mikið um þessa stund síðustu misseri. Einkum þegar ég fylgist með umræðum á Íslandi um hælisleitendur og flóttafólk. Ég sé oft sama mynstur í orðræðunni, fólk sem óttast það sem það hefur ekki kynnst. Fólk sem sér fyrir sér hætturnar áður en það heilsar. Við heyrum oft um innflytjendur, flóttamenn, múslíma, hópa. Orðin verða fjarlæg og köld og þau eru oft notuð til að ramma inn ótta. Hvað ef þau eru hættuleg? Hvað ef samfélagið okkar breytist? Hvað ef þau koma undir fölsku flaggi og við verðum plötuð? En hvað ef þessi ótti er jafn fölsk minning og mín ímynd af Gunnari í Krossinum? Hvað ef það sem við höldum að sé ógn, er í raun fólk sem bara vill fá frið, öryggi, og mannsæmandi líf? Hvað ef við myndum mæta fólki fyrst með virðingu, ekki tortryggni, áður en við ákveðum hvort við eigum að óttast það? Við komumst ekki hjá því að óttast stundum, það er mannlegt. En við þurfum ekki að láta óttann stjórna okkur. Ég veit, vegna þess að ég gekk sjálfur inn í rými þar sem ég hélt að allt gæti farið úrskeiðis og komst að því að ég hafði haft rangt fyrir mér. Og það breytti mér. Stundum þarf ekki meira en eitt handaband til að hrista af sér heilan hugarheim byggðan á hræðslu. Stundum þarf bara að mæta og sjá hvað er raunverulega fyrir framan mann. Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man eftir óttanum sem sat djúpt í mér. Hann virtist jafn fáránlegur og hann var raunverulegur. Ég hafði skrifað hann niður á óttalista sem hluta af sjálfsskoðun. Ég var hræddur við mann sem ég hafði aldrei hitt. Gunnar í Krossinum, predikara sem hafði sterka nærveru og tilheyrði trúfélagi sem mér fannst framandi og í senn ógnandi. Ég ímyndaði mér að ef hann tæki í höndina á mér þegar ég kæmi í messu, þá myndi eitthvað brotna innra með mér. Að ég myndi missa stjórn á sjálfum mér, breytast í trúarlega útgáfu af mér sem væri mér framandi – jafnvel hlægileg. Hoppa í trúarlegum móð að predikunarstól og verða að fífli. Í grunninn var þetta ekki bara ótti við trúarofstæki, þetta var dýpri ótti við það að verða hafður að fífli. Að trúa röngu. Að vera plataður, hvort sem væri af öðrum eða eigin viðhorfum. Ég var hræddur við að gera mig að athlægi með því að treysta. Og ég held að það sé meira algengt en við viðurkennum. Það er oft ekki hið framandi sem hræðir okkur mest – heldur það sem það gæti vakið í okkur sjálfum. Ég sagði manni frá þessum ótta sem ég treysti og hann hlustaði án þess að brosa eða gera grín. Svo sagði hann einfaldlega „förum þá í Krossinn.“ Við fórum saman í messu. Þegar við gengum inn, stóð Gunnar sjálfur við innganginn. Hann leit á mig og rétti fram höndina. Ég tók í hana og það sem ég fann var ekki neitt af því sem ég hafði ímyndað mér. Engin yfirnáttúruleg orka, enginn trúarlegur ofsi, bara hlýja. Manngæska. Kurteis snerting sem minnti mig á að allt sem ég hafði haldið í gegn um árin, allur þessi skelfilegi ímyndaði ótti hafði verið byggður á einni hugmynd, að það sem ég þekki ekki sé hættulegt. Ég hef hugsað mikið um þessa stund síðustu misseri. Einkum þegar ég fylgist með umræðum á Íslandi um hælisleitendur og flóttafólk. Ég sé oft sama mynstur í orðræðunni, fólk sem óttast það sem það hefur ekki kynnst. Fólk sem sér fyrir sér hætturnar áður en það heilsar. Við heyrum oft um innflytjendur, flóttamenn, múslíma, hópa. Orðin verða fjarlæg og köld og þau eru oft notuð til að ramma inn ótta. Hvað ef þau eru hættuleg? Hvað ef samfélagið okkar breytist? Hvað ef þau koma undir fölsku flaggi og við verðum plötuð? En hvað ef þessi ótti er jafn fölsk minning og mín ímynd af Gunnari í Krossinum? Hvað ef það sem við höldum að sé ógn, er í raun fólk sem bara vill fá frið, öryggi, og mannsæmandi líf? Hvað ef við myndum mæta fólki fyrst með virðingu, ekki tortryggni, áður en við ákveðum hvort við eigum að óttast það? Við komumst ekki hjá því að óttast stundum, það er mannlegt. En við þurfum ekki að láta óttann stjórna okkur. Ég veit, vegna þess að ég gekk sjálfur inn í rými þar sem ég hélt að allt gæti farið úrskeiðis og komst að því að ég hafði haft rangt fyrir mér. Og það breytti mér. Stundum þarf ekki meira en eitt handaband til að hrista af sér heilan hugarheim byggðan á hræðslu. Stundum þarf bara að mæta og sjá hvað er raunverulega fyrir framan mann. Höfundur er mannvinur og kennari
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun