Ólögmætir fjármálagerningar og bótaréttur fyrirtækja Páll Rúnar Mikael Kristjánsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Á síðastliðnum árum hefur mikið verið deilt um uppgjör á gengistryggðum lánum, þ.e. skuldbindingum í íslenskum krónum sem bundnar hafa verið við gengi erlendra gjaldmiðla. Ótal mál hafa verið rekin fyrir dómstólum þar sem reynt hefur á margvíslegar málsástæður deilenda. Eftir mikla fyrirhöfn er nú svo komið að Hæstiréttur hefur varpað ljósi á fjölmörg álitamál er þetta varðar og þannig svarað mörgum spurningum þeirra skuldara sem í hlut eiga. Það er hins vegar langur vegur frá því að önnur mál sem tengjast fjármögnun og fjármálagerningum á árunum fyrir hrun séu leyst. Vega þar þyngst mál sem tengjast afleiðum og öðrum fjármálagerningum sem hinir föllnu bankar buðu viðskiptavinum sínum á árunum í kringum hrun. Um slíka gerninga, og fyrirtækin sem bjóða þá, gilda strangar reglur en svo virðist sem hinir föllnu bankar hafi í mörgum tilfellum sniðgengið þær reglur. Þá virðist sem frágangur þessara gerninga hafi oft ekki hafa verið mjög ítarlegur. Það er því eðlilegt að margir spyrji sig að þeirri spurningu hvaða áhrif framangreint hefur á stöðu þeirra sem urðu fyrir tjóni í þessum viðskiptum.Vafi um lögmæti Sá vafi sem leikur á lögmæti margra þeirra gerninga sem um ræðir undirstrikast m.a. í nýlegum dómum Hæstaréttar þar sem slitastjórnir hafa freistað þess að innheimta kröfur á grundvelli gjaldeyrisskiptasamninga og annarra fjármálagerninga. Þær mótbárur sem skuldarar hafa teflt fram í slíkum uppgjörum snerta m.a. stöðu þeirra sem almennra fjárfesta (en ekki fagfjárfesta) og mögulegan skaðabótarétt skuldara í þessum viðskiptum en slíkar kröfur gætu komið til skuldajafnaðar á móti tapi af viðskiptunum. Þá eru í ákveðnum tilfellum sterk rök fyrir því að atvik að baki viðskiptunum eða háttsemi kröfuhafans geti leitt til ógildingar gerninganna eða þess að það teljist ósanngjarnt af kröfuhafanum (í flestum tilvikum slitastjórnir bankanna) að bera þá fyrir sig. Byggist sú niðurstaða bæði á lögum frá Alþingi og ólögfestum reglum fjármunaréttar. Það er því margt sem þarf að íhuga áður en slíkar kröfur eru greiddar.Skaðabótaskylda Í þeim dómum sem fallið hafa til þessa hefur Hæstiréttur staðfest að meðferð almenns fjárfestis sem fagfjárfestis hafi ekki ein og sér þau áhrif að samningar hans við fjármálafyrirtæki séu ógildir. Hins vegar er ljóst af þeirri dómaframkvæmd sem nú liggur fyrir að Hæstiréttur hefur opnað á mögulega skaðabótaskyldu vegna rangrar flokkunar fjárfesta sem og mögulega ógildingu fjármálagerninga, eins og afleiðna, vegna annarra atvika. Þá kann það í ákveðnum tilfellum að teljast ósanngjarnt af kröfuhafa að bera slíka samninga fyrir sig gagnvart skuldara. Í ljósi alls þessa er mikilvægt fyrir þá sem tóku þátt í slíkum viðskiptum við hina föllnu banka og aðrar fjármálastofnanir að kanna vel rétt sinn og lagalega stöðu. Hafi forsvarsmenn fyrirtækja það á tilfinningunni að viðskipti hafi leitt til ósanngjarnrar niðurstöðu er sú tilfinning ein og sér næg til þess að kanna rétt sinn frekar. Sá sem telur sig hafa verið órétti beittur á oftar en ekki rétt samkvæmt lögum jafnvel þótt hann þekki þau lagaákvæði ekki sjálfur. Í hnotskurn þá eru ákveðin lögfræðileg rök fyrir því að þeir sem hafa gert ólögmæta afleiðusamninga þurfi ekki að þola tjón sitt óbætt. Þá gæti staða þeirra verið með þeim hætti að það væri ósanngjarnt af kröfuhafanum að bera samninginn fyrir sig. Það er því mikilvægt að allir þeir sem gert hafa slíka samninga skoði vel lagalega stöðu sína. Þá er ekki loku fyrir það skotið að hluthafar í fyrirtækjum sem gerð hafa verið gjaldþrota á grundvelli slíkra krafna kunni að eiga bótarétt ef ráð er í tíma tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hefur mikið verið deilt um uppgjör á gengistryggðum lánum, þ.e. skuldbindingum í íslenskum krónum sem bundnar hafa verið við gengi erlendra gjaldmiðla. Ótal mál hafa verið rekin fyrir dómstólum þar sem reynt hefur á margvíslegar málsástæður deilenda. Eftir mikla fyrirhöfn er nú svo komið að Hæstiréttur hefur varpað ljósi á fjölmörg álitamál er þetta varðar og þannig svarað mörgum spurningum þeirra skuldara sem í hlut eiga. Það er hins vegar langur vegur frá því að önnur mál sem tengjast fjármögnun og fjármálagerningum á árunum fyrir hrun séu leyst. Vega þar þyngst mál sem tengjast afleiðum og öðrum fjármálagerningum sem hinir föllnu bankar buðu viðskiptavinum sínum á árunum í kringum hrun. Um slíka gerninga, og fyrirtækin sem bjóða þá, gilda strangar reglur en svo virðist sem hinir föllnu bankar hafi í mörgum tilfellum sniðgengið þær reglur. Þá virðist sem frágangur þessara gerninga hafi oft ekki hafa verið mjög ítarlegur. Það er því eðlilegt að margir spyrji sig að þeirri spurningu hvaða áhrif framangreint hefur á stöðu þeirra sem urðu fyrir tjóni í þessum viðskiptum.Vafi um lögmæti Sá vafi sem leikur á lögmæti margra þeirra gerninga sem um ræðir undirstrikast m.a. í nýlegum dómum Hæstaréttar þar sem slitastjórnir hafa freistað þess að innheimta kröfur á grundvelli gjaldeyrisskiptasamninga og annarra fjármálagerninga. Þær mótbárur sem skuldarar hafa teflt fram í slíkum uppgjörum snerta m.a. stöðu þeirra sem almennra fjárfesta (en ekki fagfjárfesta) og mögulegan skaðabótarétt skuldara í þessum viðskiptum en slíkar kröfur gætu komið til skuldajafnaðar á móti tapi af viðskiptunum. Þá eru í ákveðnum tilfellum sterk rök fyrir því að atvik að baki viðskiptunum eða háttsemi kröfuhafans geti leitt til ógildingar gerninganna eða þess að það teljist ósanngjarnt af kröfuhafanum (í flestum tilvikum slitastjórnir bankanna) að bera þá fyrir sig. Byggist sú niðurstaða bæði á lögum frá Alþingi og ólögfestum reglum fjármunaréttar. Það er því margt sem þarf að íhuga áður en slíkar kröfur eru greiddar.Skaðabótaskylda Í þeim dómum sem fallið hafa til þessa hefur Hæstiréttur staðfest að meðferð almenns fjárfestis sem fagfjárfestis hafi ekki ein og sér þau áhrif að samningar hans við fjármálafyrirtæki séu ógildir. Hins vegar er ljóst af þeirri dómaframkvæmd sem nú liggur fyrir að Hæstiréttur hefur opnað á mögulega skaðabótaskyldu vegna rangrar flokkunar fjárfesta sem og mögulega ógildingu fjármálagerninga, eins og afleiðna, vegna annarra atvika. Þá kann það í ákveðnum tilfellum að teljast ósanngjarnt af kröfuhafa að bera slíka samninga fyrir sig gagnvart skuldara. Í ljósi alls þessa er mikilvægt fyrir þá sem tóku þátt í slíkum viðskiptum við hina föllnu banka og aðrar fjármálastofnanir að kanna vel rétt sinn og lagalega stöðu. Hafi forsvarsmenn fyrirtækja það á tilfinningunni að viðskipti hafi leitt til ósanngjarnrar niðurstöðu er sú tilfinning ein og sér næg til þess að kanna rétt sinn frekar. Sá sem telur sig hafa verið órétti beittur á oftar en ekki rétt samkvæmt lögum jafnvel þótt hann þekki þau lagaákvæði ekki sjálfur. Í hnotskurn þá eru ákveðin lögfræðileg rök fyrir því að þeir sem hafa gert ólögmæta afleiðusamninga þurfi ekki að þola tjón sitt óbætt. Þá gæti staða þeirra verið með þeim hætti að það væri ósanngjarnt af kröfuhafanum að bera samninginn fyrir sig. Það er því mikilvægt að allir þeir sem gert hafa slíka samninga skoði vel lagalega stöðu sína. Þá er ekki loku fyrir það skotið að hluthafar í fyrirtækjum sem gerð hafa verið gjaldþrota á grundvelli slíkra krafna kunni að eiga bótarétt ef ráð er í tíma tekið.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar