Jóla-jóla – Jólamatur, jólastress og jólakíló dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2012 06:00 Desembermánuði fylgja margar freistingar. Við erum misviðkvæm fyrir freistingum og utanaðkomandi áreiti, en hefðir og matarmenning kalla þó líklega fram löngun í ákveðinn mat hjá flestum. Aðventan einkennist hjá mörgum af minni tíma til að sinna daglegri hreyfingu, boð og samkomur ýta undir að meira sé borðað en ella og maturinn er annar en venjulega. Ofan á allt er svo setið lengur við matarborðið, margir borða af hlaðborðum og hefðin gerir ráð fyrir að mikið sé borðað og skammtar stórir. Það þarf svo sem ekki að hafa af því áhyggjur þótt við bregðum út af vananum og belgjum okkur út af þungum mat í örfáa daga á ári, en það er staðreynd að hjá flestum er meira og minna allur desembermánuður og jafnvel síðasta vika nóvembermánaðar undirlögð af veislumat. Í stórri rannsókn þar sem fylgst var með rúmlega 220.000 einstaklingum á tólf ára tímabili kom í ljós að dauðsföll af völdum hjartaáfalls voru mun fleiri í desember og janúar en aðra mánuði ársins. Hugsanlegar ástæður voru meðal annars taldar árstímabundin streita og ofát yfir hátíðarnar.Vikur sem vega þungt Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þyngdaraukningu síðustu sex vikur ársins benda til að flest fólk bæti ekki á sig mikilli líkamsþyngd á þessum tíma, þótt tilfinningin sé oft sú að kílóunum hafi fjölgað þar sem mataræðið og lífsstíllinn er frábrugðinn öðrum mánuðum ársins. Nokkrar rannsóknir benda þó til að jafnvel þótt um litla þyngdaraukningu sé að ræða þá vegi þessar sex vikur nokkuð þungt miðað við restina af árinu og eigi sinn þátt í því að fólk þyngist smám saman á lífsleiðinni. Hins vegar eru það frekar þeir sem eru vel yfir kjörþyngd eða hafa verið að reyna að grennast sem bæta við þyngd sína á þessum árstíma og eiga erfiðara með að ná aftur fyrri þyngd eftir jólahaldið. Þetta á við bæði um börn og fullorðna. Vísbendingar hafa jafnframt komið fram um að jafnvel án mikillar þyngdaraukningar virðist kviðfita, sem tengd hefur verið við ýmsa lífsstílssjúkdóma, eiga greiðari leið í þeirri ofgnótt hitaeininga sem borðaðar eru á sama tíma og hreyfing vill gjarnan vera minni en ella og streita er mikil. Önnur frí svo sem sumarfríið geta haft sambærileg áhrif, en þar vegur væntanlega hvað þyngst að við dettum út úr hefðbundnu dagsskipulagi og losna vill um daglegar venjur og reglur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga og styðja við góða heilsuhegðun alla mánuði ársins.Fjölskylduboð og félagsskapur Rannsóknir sýna að fjölskylduboð og félagsskapur auka líkurnar á að daglegar venjur fari úr skorðum, ekki síst hjá þeim sem eiga við offitu að stríða. Með því að halda skrá eða fylgjast meðvitað með mataræði og hreyfingu þessar vikur aukast líkur á að fyrri árangri sé haldið. Matvæli tengd jólahaldinu innihalda oft á tíðum meira af hitaeiningum miðað við þyngd, og eru því orkuþéttari en hversdagsmatur hinna mánaðanna. Sum matvara er nánast bundin við jólin eingöngu og lítið borðuð aðra daga ársins, svo sem laufabrauð, hangikjöt og fleira, en annar matur er á borðum stóran hluta ársins og jafnvel bara hengt forskeytið „jóla-“ framan við til að koma matnum í réttan búning. Þannig fáum við t.d. jólabjór, jólajógúrt, jólasíld og jólaepli. Í umræðu um hollustu og holdafar er mikilvægt að hafa í huga að það snýst ekki eingöngu um fæðuvalið heldur skiptir magnið líka máli. Þótt vissulega geti það verið kostur að breyta uppskriftum og skipta þeim óhollari út fyrir hollustunammi og heilsusmákökur, þá eru flestar smákökur mjög orkuríkar og því skiptir mestu máli að hafa þær litlar og borða fáar. Ef hollustuuppskriftirnar verða hrein viðbót í staðinn fyrir að koma í stað annarra er hætt við að ávinningurinn sé lítill. Þar sem að jólin eru svo bundin við hefðir og minningar er kannski bara betra að baka færri sortir í smærra upplagi og njóta uppáhaldssortanna í smáum skömmtum. Hollustan veltur ekki á einstaka fæðutegund heldur á heildinni, bæði samsetningunni og magninu. Hugað að heilsunni með jólamatnum l Ekki sleppa morgunmatnum l Gera ráð fyrir grænmeti með jólamatnum l Ávexti í eftirrétt og millibita l Léttari mat dagana á milli veisluhalda l Huga að matreiðsluaðferðum l Glöggin getur líka verið óáfeng l Velja aðeins það besta – sleppa því hversdagslega l Vatn í glasið í stað orkumeiri drykkja – að minnsta kosti í annað hvert skipti l Borða hægt og njóta matarins l Bjóða gestum í göngu fyrir matinn l…og dansa í kringum jólatréð! Skrifað í tilefni 10 ára afmælis FFO – Félags fagfólks um offitu, 12.d esember 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Desembermánuði fylgja margar freistingar. Við erum misviðkvæm fyrir freistingum og utanaðkomandi áreiti, en hefðir og matarmenning kalla þó líklega fram löngun í ákveðinn mat hjá flestum. Aðventan einkennist hjá mörgum af minni tíma til að sinna daglegri hreyfingu, boð og samkomur ýta undir að meira sé borðað en ella og maturinn er annar en venjulega. Ofan á allt er svo setið lengur við matarborðið, margir borða af hlaðborðum og hefðin gerir ráð fyrir að mikið sé borðað og skammtar stórir. Það þarf svo sem ekki að hafa af því áhyggjur þótt við bregðum út af vananum og belgjum okkur út af þungum mat í örfáa daga á ári, en það er staðreynd að hjá flestum er meira og minna allur desembermánuður og jafnvel síðasta vika nóvembermánaðar undirlögð af veislumat. Í stórri rannsókn þar sem fylgst var með rúmlega 220.000 einstaklingum á tólf ára tímabili kom í ljós að dauðsföll af völdum hjartaáfalls voru mun fleiri í desember og janúar en aðra mánuði ársins. Hugsanlegar ástæður voru meðal annars taldar árstímabundin streita og ofát yfir hátíðarnar.Vikur sem vega þungt Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þyngdaraukningu síðustu sex vikur ársins benda til að flest fólk bæti ekki á sig mikilli líkamsþyngd á þessum tíma, þótt tilfinningin sé oft sú að kílóunum hafi fjölgað þar sem mataræðið og lífsstíllinn er frábrugðinn öðrum mánuðum ársins. Nokkrar rannsóknir benda þó til að jafnvel þótt um litla þyngdaraukningu sé að ræða þá vegi þessar sex vikur nokkuð þungt miðað við restina af árinu og eigi sinn þátt í því að fólk þyngist smám saman á lífsleiðinni. Hins vegar eru það frekar þeir sem eru vel yfir kjörþyngd eða hafa verið að reyna að grennast sem bæta við þyngd sína á þessum árstíma og eiga erfiðara með að ná aftur fyrri þyngd eftir jólahaldið. Þetta á við bæði um börn og fullorðna. Vísbendingar hafa jafnframt komið fram um að jafnvel án mikillar þyngdaraukningar virðist kviðfita, sem tengd hefur verið við ýmsa lífsstílssjúkdóma, eiga greiðari leið í þeirri ofgnótt hitaeininga sem borðaðar eru á sama tíma og hreyfing vill gjarnan vera minni en ella og streita er mikil. Önnur frí svo sem sumarfríið geta haft sambærileg áhrif, en þar vegur væntanlega hvað þyngst að við dettum út úr hefðbundnu dagsskipulagi og losna vill um daglegar venjur og reglur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga og styðja við góða heilsuhegðun alla mánuði ársins.Fjölskylduboð og félagsskapur Rannsóknir sýna að fjölskylduboð og félagsskapur auka líkurnar á að daglegar venjur fari úr skorðum, ekki síst hjá þeim sem eiga við offitu að stríða. Með því að halda skrá eða fylgjast meðvitað með mataræði og hreyfingu þessar vikur aukast líkur á að fyrri árangri sé haldið. Matvæli tengd jólahaldinu innihalda oft á tíðum meira af hitaeiningum miðað við þyngd, og eru því orkuþéttari en hversdagsmatur hinna mánaðanna. Sum matvara er nánast bundin við jólin eingöngu og lítið borðuð aðra daga ársins, svo sem laufabrauð, hangikjöt og fleira, en annar matur er á borðum stóran hluta ársins og jafnvel bara hengt forskeytið „jóla-“ framan við til að koma matnum í réttan búning. Þannig fáum við t.d. jólabjór, jólajógúrt, jólasíld og jólaepli. Í umræðu um hollustu og holdafar er mikilvægt að hafa í huga að það snýst ekki eingöngu um fæðuvalið heldur skiptir magnið líka máli. Þótt vissulega geti það verið kostur að breyta uppskriftum og skipta þeim óhollari út fyrir hollustunammi og heilsusmákökur, þá eru flestar smákökur mjög orkuríkar og því skiptir mestu máli að hafa þær litlar og borða fáar. Ef hollustuuppskriftirnar verða hrein viðbót í staðinn fyrir að koma í stað annarra er hætt við að ávinningurinn sé lítill. Þar sem að jólin eru svo bundin við hefðir og minningar er kannski bara betra að baka færri sortir í smærra upplagi og njóta uppáhaldssortanna í smáum skömmtum. Hollustan veltur ekki á einstaka fæðutegund heldur á heildinni, bæði samsetningunni og magninu. Hugað að heilsunni með jólamatnum l Ekki sleppa morgunmatnum l Gera ráð fyrir grænmeti með jólamatnum l Ávexti í eftirrétt og millibita l Léttari mat dagana á milli veisluhalda l Huga að matreiðsluaðferðum l Glöggin getur líka verið óáfeng l Velja aðeins það besta – sleppa því hversdagslega l Vatn í glasið í stað orkumeiri drykkja – að minnsta kosti í annað hvert skipti l Borða hægt og njóta matarins l Bjóða gestum í göngu fyrir matinn l…og dansa í kringum jólatréð! Skrifað í tilefni 10 ára afmælis FFO – Félags fagfólks um offitu, 12.d esember 2012.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun