Lýðræðið skrumskælt Guðmundur Gunnarsson skrifar 11. desember 2012 06:00 Íslendingar kusu um framtíðina 20. okt. síðastliðinn. Fréttin um kosningarnar fór víða, og niðurstaðan ekki síður. Margir töldu að á Íslandi væri samfélag þar sem lýðræði virkaði í alvöru, væri ekki kæft eða skrumskælt af þingmönnum og gæslumönnum sérhagsmuna. Erlendir fjölmiðlar sendu fréttamenn til Íslands til þess að fjalla um byltinguna sem íslenska þjóðin framkallaði 2009 með því að stilla sér upp fyrir framan Alþingishúsið og hrekja sitjandi ríkisstjórn frá völdum og reka frá stjórnendur Seðlabankans sem höfðu gert hann gjaldþrota. Hún valdi síðan 25 einstaklinga úr 530 frambjóðendum og fól þeim að vinna úr samþykktum 1000 manna þjóðfundar og 800 blaðsíðna skýrslu Stjórnlaganefndar og setja stjórnmálamönnum nýjar leikreglur með því að skrifa nýja stjórnarskrá.Innri hugsun ábótavant Sú von vaknaði að stjórnmálamenn ætluðu loks að taka vilja þjóðarinnar alvarlega, ekki síst eftir að Rannsóknarskýrslan birti þann fáránleika sem leitt hafði íslenska þjóð fram af björgunum. Innri hugsun íslensks samfélags var verulega ábótavant. Þess vegna þurfti nýja stjórnarskrá. Í öllum lýðræðisríkjum lúta stjórnmálamenn án nokkurra skilyrða niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna. Þar gildir hið eina að öllum sé tryggður aðgangur að kjörklefa til þess að nýta sér vald sitt. Talsmenn íslensku valdastéttarinnar skrumskæla lýðræðið og tilkynna þjóðinni að gagnslaust sé að kjósa í ráðgefandi kosningum. Þjóðin verði að átta sig á því að valdið liggi hjá þeim, ekki þjóðinni. Hér birtist sá fáránleiki sem íslensk valdastétt hefur búið íslenskri þjóð. Vald sem ekki er sprottið frá þjóðinni verður aldrei annað en ofbeldi. Vilji þjóðarinnar er vilji samfélagsheildarinnar og fer saman við almannahagsmuni. Stjórnvald sem vill kallast réttmætt verður hverju sinni að lúta skilyrðislaust niðurstöðum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þar er málið lagt undir alla þjóðina og úrslitin eru í höndum meirihluta þeirra sem mæta á kjörstað.Sýndarveruleiki Nú eru 16 mánuðir liðnir síðan Stjórnlagaráð skilaði frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Allir, ekki síst sitjandi stjórnmálamenn, hafa haft tækifæri til þess að koma fram með athugsemdir. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið hvað lengst við völd á Íslandi berjast gegn endurnýjun stjórnarskrárinnar. Nú er skyndilega stillt upp sýndarveruleika í Háskólanum þar sem einungis fá að koma fram þeir sem tala máli valdastéttarinnar. Þessa dagana opinberast hvernig valdastéttin berst purkunarlaust fyrir sínu og þeir sem fá að njóta hergóssins vilja ekki missa sinn hlut. Breytingar á gildandi stjórnarskrá verði til þess eins að þeir missi tökin á íslensku samfélagi. Það sé hættulegt að þjóðin fái að segja sitt álit. Það sé rán frá þeim sem hefur tekist að draga til sín öll völd og auð þjóðarinnar. Íslensk þjóð er að gera tilraun til valdaráns hjá sitjandi valdastétt, hrópa örvæntingafullir málsvarar valdastéttarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar kusu um framtíðina 20. okt. síðastliðinn. Fréttin um kosningarnar fór víða, og niðurstaðan ekki síður. Margir töldu að á Íslandi væri samfélag þar sem lýðræði virkaði í alvöru, væri ekki kæft eða skrumskælt af þingmönnum og gæslumönnum sérhagsmuna. Erlendir fjölmiðlar sendu fréttamenn til Íslands til þess að fjalla um byltinguna sem íslenska þjóðin framkallaði 2009 með því að stilla sér upp fyrir framan Alþingishúsið og hrekja sitjandi ríkisstjórn frá völdum og reka frá stjórnendur Seðlabankans sem höfðu gert hann gjaldþrota. Hún valdi síðan 25 einstaklinga úr 530 frambjóðendum og fól þeim að vinna úr samþykktum 1000 manna þjóðfundar og 800 blaðsíðna skýrslu Stjórnlaganefndar og setja stjórnmálamönnum nýjar leikreglur með því að skrifa nýja stjórnarskrá.Innri hugsun ábótavant Sú von vaknaði að stjórnmálamenn ætluðu loks að taka vilja þjóðarinnar alvarlega, ekki síst eftir að Rannsóknarskýrslan birti þann fáránleika sem leitt hafði íslenska þjóð fram af björgunum. Innri hugsun íslensks samfélags var verulega ábótavant. Þess vegna þurfti nýja stjórnarskrá. Í öllum lýðræðisríkjum lúta stjórnmálamenn án nokkurra skilyrða niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna. Þar gildir hið eina að öllum sé tryggður aðgangur að kjörklefa til þess að nýta sér vald sitt. Talsmenn íslensku valdastéttarinnar skrumskæla lýðræðið og tilkynna þjóðinni að gagnslaust sé að kjósa í ráðgefandi kosningum. Þjóðin verði að átta sig á því að valdið liggi hjá þeim, ekki þjóðinni. Hér birtist sá fáránleiki sem íslensk valdastétt hefur búið íslenskri þjóð. Vald sem ekki er sprottið frá þjóðinni verður aldrei annað en ofbeldi. Vilji þjóðarinnar er vilji samfélagsheildarinnar og fer saman við almannahagsmuni. Stjórnvald sem vill kallast réttmætt verður hverju sinni að lúta skilyrðislaust niðurstöðum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þar er málið lagt undir alla þjóðina og úrslitin eru í höndum meirihluta þeirra sem mæta á kjörstað.Sýndarveruleiki Nú eru 16 mánuðir liðnir síðan Stjórnlagaráð skilaði frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Allir, ekki síst sitjandi stjórnmálamenn, hafa haft tækifæri til þess að koma fram með athugsemdir. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið hvað lengst við völd á Íslandi berjast gegn endurnýjun stjórnarskrárinnar. Nú er skyndilega stillt upp sýndarveruleika í Háskólanum þar sem einungis fá að koma fram þeir sem tala máli valdastéttarinnar. Þessa dagana opinberast hvernig valdastéttin berst purkunarlaust fyrir sínu og þeir sem fá að njóta hergóssins vilja ekki missa sinn hlut. Breytingar á gildandi stjórnarskrá verði til þess eins að þeir missi tökin á íslensku samfélagi. Það sé hættulegt að þjóðin fái að segja sitt álit. Það sé rán frá þeim sem hefur tekist að draga til sín öll völd og auð þjóðarinnar. Íslensk þjóð er að gera tilraun til valdaráns hjá sitjandi valdastétt, hrópa örvæntingafullir málsvarar valdastéttarinnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun