Unnur Birna fær málflutningsréttindi Tinna skrifar 8. desember 2012 08:00 Unnur Birna fær formleg réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdótmi í næstu viku og getur þar með fylgt málum sínum alla leið og borið fulla ábyrgð á þeim.Mynd/Pétur Rúnar Heimisson „Ég er ekki komin með skírteinið í hendurnar en ef allt gengur eftir ætti ég að fá það í næstu viku. Réttindin gera það að verkum að ég má flytja mál fyrir héraðsdómi og get þar með fylgt mínum málum eftir dómstólaleiðina ef svo ber undir. Þá er mér jafnframt heimilt að taka að mér verjandastörf í sakamálum,“ segir lögfræðingurinn og fyrrverandi alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Hún lauk í síðustu viku við síðasta prófið áður en hún fær málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Unnur Birna lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og hefur starfað á Íslensku lögfræðistofunni síðan þá. Meistararitgerðin hennar fjallaði um orku-, auðlinda- og umhverfisrétt en aðspurð segist hún ekki einbeita sér að slíkum málum í starfi sínu. „Ég er mjög langt frá því,“ segir hún og hlær. „Mér skilst reyndar að það sé ekki óalgengt að nemendur velji sér annað ritgerðarefni á meistarastigi en þeir leggja svo áherslu á þegar út í starfið er komið,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Unnur Birna verið mikið tengd störfum Félags um foreldrajafnrétti og tekur hún formannssæti í stjórn félagsins um áramótin. „Maðurinn minn [Pétur Rúnar Heimisson] á barn úr fyrra sambandi. Það var kveikjan að því að ég fór að kynna mér það réttarsvið sérstaklega er snýr að rétti barna til beggja foreldra. Ég sá þá hversu mikið ójafnrétti er á milli kynjanna í barnaréttarlöggjöf Íslendinga,“ segir hún. Félagið hefur barist ötullega fyrir breytingu á löggjöfinni og hefur það skilað sér í því að breytingarfrumvarp var samþykkt síðastliðið vor og eiga breytingarnar að taka gildi núna 1. janúar. „Ögmundur er reyndar að reyna að fresta gildistöku þeirra þar til í sumar en við vonum að þingið sjái við honum þar. Hvort heldur sem verður þá eru mikilvægar breytingar í farvatninu,“ segir Unnur Birna og greinilegt að hún hefur brennandi ástríðu fyrir málefninu. Unnur Birna og Pétur Rúnar búa saman í Garðabænum með dóttur sína Erlu Rún sem er eins og hálfs árs gömul og fimm ára dóttur Péturs, Lilju Karitas, þegar hún er á landinu, en meirihluta árs er hún búsett í Austurríki. „Systurnar eru báðar algjörir töffarar. Þær eru góðar saman og miklar vinkonur þrátt fyrir að vera mjög ákveðnar báðar tvær,“ segir Unnur Birna og hlær. Það er því allt útlit fyrir að hún sé nú dottin í hið hefðbundna fjölskyldulíf eftir ævintýri síðustu ára. „Já, en svona á þetta að vera. Það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til hefur bara verið ákveðinn forsmekkur að lífinu. Mér fannst ég ekki finna tilgang minn og kjarna fyrr en ég fékk dóttur mína í hendurnar, eins dramatískt og það nú hljómar,“ segir Unnur Birna og hlær. Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Sjá meira
„Ég er ekki komin með skírteinið í hendurnar en ef allt gengur eftir ætti ég að fá það í næstu viku. Réttindin gera það að verkum að ég má flytja mál fyrir héraðsdómi og get þar með fylgt mínum málum eftir dómstólaleiðina ef svo ber undir. Þá er mér jafnframt heimilt að taka að mér verjandastörf í sakamálum,“ segir lögfræðingurinn og fyrrverandi alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Hún lauk í síðustu viku við síðasta prófið áður en hún fær málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Unnur Birna lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og hefur starfað á Íslensku lögfræðistofunni síðan þá. Meistararitgerðin hennar fjallaði um orku-, auðlinda- og umhverfisrétt en aðspurð segist hún ekki einbeita sér að slíkum málum í starfi sínu. „Ég er mjög langt frá því,“ segir hún og hlær. „Mér skilst reyndar að það sé ekki óalgengt að nemendur velji sér annað ritgerðarefni á meistarastigi en þeir leggja svo áherslu á þegar út í starfið er komið,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Unnur Birna verið mikið tengd störfum Félags um foreldrajafnrétti og tekur hún formannssæti í stjórn félagsins um áramótin. „Maðurinn minn [Pétur Rúnar Heimisson] á barn úr fyrra sambandi. Það var kveikjan að því að ég fór að kynna mér það réttarsvið sérstaklega er snýr að rétti barna til beggja foreldra. Ég sá þá hversu mikið ójafnrétti er á milli kynjanna í barnaréttarlöggjöf Íslendinga,“ segir hún. Félagið hefur barist ötullega fyrir breytingu á löggjöfinni og hefur það skilað sér í því að breytingarfrumvarp var samþykkt síðastliðið vor og eiga breytingarnar að taka gildi núna 1. janúar. „Ögmundur er reyndar að reyna að fresta gildistöku þeirra þar til í sumar en við vonum að þingið sjái við honum þar. Hvort heldur sem verður þá eru mikilvægar breytingar í farvatninu,“ segir Unnur Birna og greinilegt að hún hefur brennandi ástríðu fyrir málefninu. Unnur Birna og Pétur Rúnar búa saman í Garðabænum með dóttur sína Erlu Rún sem er eins og hálfs árs gömul og fimm ára dóttur Péturs, Lilju Karitas, þegar hún er á landinu, en meirihluta árs er hún búsett í Austurríki. „Systurnar eru báðar algjörir töffarar. Þær eru góðar saman og miklar vinkonur þrátt fyrir að vera mjög ákveðnar báðar tvær,“ segir Unnur Birna og hlær. Það er því allt útlit fyrir að hún sé nú dottin í hið hefðbundna fjölskyldulíf eftir ævintýri síðustu ára. „Já, en svona á þetta að vera. Það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til hefur bara verið ákveðinn forsmekkur að lífinu. Mér fannst ég ekki finna tilgang minn og kjarna fyrr en ég fékk dóttur mína í hendurnar, eins dramatískt og það nú hljómar,“ segir Unnur Birna og hlær.
Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Menning Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Sjá meira