Unnur Birna fær málflutningsréttindi Tinna skrifar 8. desember 2012 08:00 Unnur Birna fær formleg réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdótmi í næstu viku og getur þar með fylgt málum sínum alla leið og borið fulla ábyrgð á þeim.Mynd/Pétur Rúnar Heimisson „Ég er ekki komin með skírteinið í hendurnar en ef allt gengur eftir ætti ég að fá það í næstu viku. Réttindin gera það að verkum að ég má flytja mál fyrir héraðsdómi og get þar með fylgt mínum málum eftir dómstólaleiðina ef svo ber undir. Þá er mér jafnframt heimilt að taka að mér verjandastörf í sakamálum,“ segir lögfræðingurinn og fyrrverandi alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Hún lauk í síðustu viku við síðasta prófið áður en hún fær málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Unnur Birna lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og hefur starfað á Íslensku lögfræðistofunni síðan þá. Meistararitgerðin hennar fjallaði um orku-, auðlinda- og umhverfisrétt en aðspurð segist hún ekki einbeita sér að slíkum málum í starfi sínu. „Ég er mjög langt frá því,“ segir hún og hlær. „Mér skilst reyndar að það sé ekki óalgengt að nemendur velji sér annað ritgerðarefni á meistarastigi en þeir leggja svo áherslu á þegar út í starfið er komið,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Unnur Birna verið mikið tengd störfum Félags um foreldrajafnrétti og tekur hún formannssæti í stjórn félagsins um áramótin. „Maðurinn minn [Pétur Rúnar Heimisson] á barn úr fyrra sambandi. Það var kveikjan að því að ég fór að kynna mér það réttarsvið sérstaklega er snýr að rétti barna til beggja foreldra. Ég sá þá hversu mikið ójafnrétti er á milli kynjanna í barnaréttarlöggjöf Íslendinga,“ segir hún. Félagið hefur barist ötullega fyrir breytingu á löggjöfinni og hefur það skilað sér í því að breytingarfrumvarp var samþykkt síðastliðið vor og eiga breytingarnar að taka gildi núna 1. janúar. „Ögmundur er reyndar að reyna að fresta gildistöku þeirra þar til í sumar en við vonum að þingið sjái við honum þar. Hvort heldur sem verður þá eru mikilvægar breytingar í farvatninu,“ segir Unnur Birna og greinilegt að hún hefur brennandi ástríðu fyrir málefninu. Unnur Birna og Pétur Rúnar búa saman í Garðabænum með dóttur sína Erlu Rún sem er eins og hálfs árs gömul og fimm ára dóttur Péturs, Lilju Karitas, þegar hún er á landinu, en meirihluta árs er hún búsett í Austurríki. „Systurnar eru báðar algjörir töffarar. Þær eru góðar saman og miklar vinkonur þrátt fyrir að vera mjög ákveðnar báðar tvær,“ segir Unnur Birna og hlær. Það er því allt útlit fyrir að hún sé nú dottin í hið hefðbundna fjölskyldulíf eftir ævintýri síðustu ára. „Já, en svona á þetta að vera. Það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til hefur bara verið ákveðinn forsmekkur að lífinu. Mér fannst ég ekki finna tilgang minn og kjarna fyrr en ég fékk dóttur mína í hendurnar, eins dramatískt og það nú hljómar,“ segir Unnur Birna og hlær. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég er ekki komin með skírteinið í hendurnar en ef allt gengur eftir ætti ég að fá það í næstu viku. Réttindin gera það að verkum að ég má flytja mál fyrir héraðsdómi og get þar með fylgt mínum málum eftir dómstólaleiðina ef svo ber undir. Þá er mér jafnframt heimilt að taka að mér verjandastörf í sakamálum,“ segir lögfræðingurinn og fyrrverandi alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Hún lauk í síðustu viku við síðasta prófið áður en hún fær málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Unnur Birna lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og hefur starfað á Íslensku lögfræðistofunni síðan þá. Meistararitgerðin hennar fjallaði um orku-, auðlinda- og umhverfisrétt en aðspurð segist hún ekki einbeita sér að slíkum málum í starfi sínu. „Ég er mjög langt frá því,“ segir hún og hlær. „Mér skilst reyndar að það sé ekki óalgengt að nemendur velji sér annað ritgerðarefni á meistarastigi en þeir leggja svo áherslu á þegar út í starfið er komið,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Unnur Birna verið mikið tengd störfum Félags um foreldrajafnrétti og tekur hún formannssæti í stjórn félagsins um áramótin. „Maðurinn minn [Pétur Rúnar Heimisson] á barn úr fyrra sambandi. Það var kveikjan að því að ég fór að kynna mér það réttarsvið sérstaklega er snýr að rétti barna til beggja foreldra. Ég sá þá hversu mikið ójafnrétti er á milli kynjanna í barnaréttarlöggjöf Íslendinga,“ segir hún. Félagið hefur barist ötullega fyrir breytingu á löggjöfinni og hefur það skilað sér í því að breytingarfrumvarp var samþykkt síðastliðið vor og eiga breytingarnar að taka gildi núna 1. janúar. „Ögmundur er reyndar að reyna að fresta gildistöku þeirra þar til í sumar en við vonum að þingið sjái við honum þar. Hvort heldur sem verður þá eru mikilvægar breytingar í farvatninu,“ segir Unnur Birna og greinilegt að hún hefur brennandi ástríðu fyrir málefninu. Unnur Birna og Pétur Rúnar búa saman í Garðabænum með dóttur sína Erlu Rún sem er eins og hálfs árs gömul og fimm ára dóttur Péturs, Lilju Karitas, þegar hún er á landinu, en meirihluta árs er hún búsett í Austurríki. „Systurnar eru báðar algjörir töffarar. Þær eru góðar saman og miklar vinkonur þrátt fyrir að vera mjög ákveðnar báðar tvær,“ segir Unnur Birna og hlær. Það er því allt útlit fyrir að hún sé nú dottin í hið hefðbundna fjölskyldulíf eftir ævintýri síðustu ára. „Já, en svona á þetta að vera. Það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til hefur bara verið ákveðinn forsmekkur að lífinu. Mér fannst ég ekki finna tilgang minn og kjarna fyrr en ég fékk dóttur mína í hendurnar, eins dramatískt og það nú hljómar,“ segir Unnur Birna og hlær.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira