Unnur Birna fær málflutningsréttindi Tinna skrifar 8. desember 2012 08:00 Unnur Birna fær formleg réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdótmi í næstu viku og getur þar með fylgt málum sínum alla leið og borið fulla ábyrgð á þeim.Mynd/Pétur Rúnar Heimisson „Ég er ekki komin með skírteinið í hendurnar en ef allt gengur eftir ætti ég að fá það í næstu viku. Réttindin gera það að verkum að ég má flytja mál fyrir héraðsdómi og get þar með fylgt mínum málum eftir dómstólaleiðina ef svo ber undir. Þá er mér jafnframt heimilt að taka að mér verjandastörf í sakamálum,“ segir lögfræðingurinn og fyrrverandi alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Hún lauk í síðustu viku við síðasta prófið áður en hún fær málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Unnur Birna lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og hefur starfað á Íslensku lögfræðistofunni síðan þá. Meistararitgerðin hennar fjallaði um orku-, auðlinda- og umhverfisrétt en aðspurð segist hún ekki einbeita sér að slíkum málum í starfi sínu. „Ég er mjög langt frá því,“ segir hún og hlær. „Mér skilst reyndar að það sé ekki óalgengt að nemendur velji sér annað ritgerðarefni á meistarastigi en þeir leggja svo áherslu á þegar út í starfið er komið,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Unnur Birna verið mikið tengd störfum Félags um foreldrajafnrétti og tekur hún formannssæti í stjórn félagsins um áramótin. „Maðurinn minn [Pétur Rúnar Heimisson] á barn úr fyrra sambandi. Það var kveikjan að því að ég fór að kynna mér það réttarsvið sérstaklega er snýr að rétti barna til beggja foreldra. Ég sá þá hversu mikið ójafnrétti er á milli kynjanna í barnaréttarlöggjöf Íslendinga,“ segir hún. Félagið hefur barist ötullega fyrir breytingu á löggjöfinni og hefur það skilað sér í því að breytingarfrumvarp var samþykkt síðastliðið vor og eiga breytingarnar að taka gildi núna 1. janúar. „Ögmundur er reyndar að reyna að fresta gildistöku þeirra þar til í sumar en við vonum að þingið sjái við honum þar. Hvort heldur sem verður þá eru mikilvægar breytingar í farvatninu,“ segir Unnur Birna og greinilegt að hún hefur brennandi ástríðu fyrir málefninu. Unnur Birna og Pétur Rúnar búa saman í Garðabænum með dóttur sína Erlu Rún sem er eins og hálfs árs gömul og fimm ára dóttur Péturs, Lilju Karitas, þegar hún er á landinu, en meirihluta árs er hún búsett í Austurríki. „Systurnar eru báðar algjörir töffarar. Þær eru góðar saman og miklar vinkonur þrátt fyrir að vera mjög ákveðnar báðar tvær,“ segir Unnur Birna og hlær. Það er því allt útlit fyrir að hún sé nú dottin í hið hefðbundna fjölskyldulíf eftir ævintýri síðustu ára. „Já, en svona á þetta að vera. Það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til hefur bara verið ákveðinn forsmekkur að lífinu. Mér fannst ég ekki finna tilgang minn og kjarna fyrr en ég fékk dóttur mína í hendurnar, eins dramatískt og það nú hljómar,“ segir Unnur Birna og hlær. Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira
„Ég er ekki komin með skírteinið í hendurnar en ef allt gengur eftir ætti ég að fá það í næstu viku. Réttindin gera það að verkum að ég má flytja mál fyrir héraðsdómi og get þar með fylgt mínum málum eftir dómstólaleiðina ef svo ber undir. Þá er mér jafnframt heimilt að taka að mér verjandastörf í sakamálum,“ segir lögfræðingurinn og fyrrverandi alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Hún lauk í síðustu viku við síðasta prófið áður en hún fær málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Unnur Birna lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og hefur starfað á Íslensku lögfræðistofunni síðan þá. Meistararitgerðin hennar fjallaði um orku-, auðlinda- og umhverfisrétt en aðspurð segist hún ekki einbeita sér að slíkum málum í starfi sínu. „Ég er mjög langt frá því,“ segir hún og hlær. „Mér skilst reyndar að það sé ekki óalgengt að nemendur velji sér annað ritgerðarefni á meistarastigi en þeir leggja svo áherslu á þegar út í starfið er komið,“ bætir hún við. Undanfarin tvö ár hefur Unnur Birna verið mikið tengd störfum Félags um foreldrajafnrétti og tekur hún formannssæti í stjórn félagsins um áramótin. „Maðurinn minn [Pétur Rúnar Heimisson] á barn úr fyrra sambandi. Það var kveikjan að því að ég fór að kynna mér það réttarsvið sérstaklega er snýr að rétti barna til beggja foreldra. Ég sá þá hversu mikið ójafnrétti er á milli kynjanna í barnaréttarlöggjöf Íslendinga,“ segir hún. Félagið hefur barist ötullega fyrir breytingu á löggjöfinni og hefur það skilað sér í því að breytingarfrumvarp var samþykkt síðastliðið vor og eiga breytingarnar að taka gildi núna 1. janúar. „Ögmundur er reyndar að reyna að fresta gildistöku þeirra þar til í sumar en við vonum að þingið sjái við honum þar. Hvort heldur sem verður þá eru mikilvægar breytingar í farvatninu,“ segir Unnur Birna og greinilegt að hún hefur brennandi ástríðu fyrir málefninu. Unnur Birna og Pétur Rúnar búa saman í Garðabænum með dóttur sína Erlu Rún sem er eins og hálfs árs gömul og fimm ára dóttur Péturs, Lilju Karitas, þegar hún er á landinu, en meirihluta árs er hún búsett í Austurríki. „Systurnar eru báðar algjörir töffarar. Þær eru góðar saman og miklar vinkonur þrátt fyrir að vera mjög ákveðnar báðar tvær,“ segir Unnur Birna og hlær. Það er því allt útlit fyrir að hún sé nú dottin í hið hefðbundna fjölskyldulíf eftir ævintýri síðustu ára. „Já, en svona á þetta að vera. Það sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til hefur bara verið ákveðinn forsmekkur að lífinu. Mér fannst ég ekki finna tilgang minn og kjarna fyrr en ég fékk dóttur mína í hendurnar, eins dramatískt og það nú hljómar,“ segir Unnur Birna og hlær.
Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira