Dýfði sér og fékk glóðarauga 6. desember 2012 07:00 Friðrik Dór kemur upp úr sundlauginni eftir dýfuna misheppnuðu. "Ég er rosalega lítill sundmaður. Ég eiginlega þoli ekki sundlaugar en hvað gerir maður ekki fyrir gott málefni?" segir popparinn Friðrik Dór. Dýfingakeppni var haldin í Sundhöll Reykjavíkur í tilefni af Degi rauða nefsins sem er haldinn af UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar lögðu þekktir Íslendingar sig fram fyrir gott málefni, þar á meðal Friðrik Dór, sem nýlega gaf út plötuna Vélrænn. Hann tók nokkuð sérstæða dýfu sem endaði með því að hann lenti illa og hlaut glóðarauga að launum. "Ég held ég hafi farið í eitt og hálft heljarstökk. Ég var kominn hálfan aukahring þegar andlitið skall á vatninu. Þetta var ansi döpur frammistaða." Þrátt fyrir meiðslin segist hann geta hugsað sér að prófa dýfingarnar aftur. "Þetta var mjög skemmtilegt. Það er spurning um að leggja þetta fyrir sig og reyna að "mastera" heljarstökkið." Meðal annarra þátttakenda voru Sveppi, leikkonan María Birta Bjarnadóttir, Þórunn Antonía, Halldór Gylfason og Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Sveppi varð fyrir því óhappi að sundhettan hans rifnaði í tvennt rétt áður en hann fór upp á dýfingabrettið. Hann lét það ekki á sig fá og flaug myndarlega út af brettinu. María Birta meiddist lítillega og uppskar marblett á læri eftir sína lendingu. Dómnefndina skipuðu þau Ilmur Kristjánsdóttir, útvarpskonan Gunna Dís og Jónas Tryggvason, sem er reyndur dýfingadómari. Dýfurnar verða sýndar í söfnunar- og skemmtiþætti á Stöð 2 á föstudaginn á Degi rauða nefsins. Þá kemur í ljós hver bar sigur úr býtum í keppninni. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fleiri myndir af dýfingum Friðriks Dórs, Þórunnar Antoníu, Sveppa og Halldórs Gylfasonar.Stundin örlagaríka. Friðrik Dór lætur sig gossa af brettinu.Þórunn Antonía í miðjum snúningi.Dómararnir Gunna Dís, Ilmur Kristjáns og Jónas Tryggvason, sem er sunddómari í raun og veru.Sveppi á leiðinni í svakalegan magaskell.Halldór Gylfason leikari í stjórnlausum snúningi á hraðri leið niður. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
"Ég er rosalega lítill sundmaður. Ég eiginlega þoli ekki sundlaugar en hvað gerir maður ekki fyrir gott málefni?" segir popparinn Friðrik Dór. Dýfingakeppni var haldin í Sundhöll Reykjavíkur í tilefni af Degi rauða nefsins sem er haldinn af UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar lögðu þekktir Íslendingar sig fram fyrir gott málefni, þar á meðal Friðrik Dór, sem nýlega gaf út plötuna Vélrænn. Hann tók nokkuð sérstæða dýfu sem endaði með því að hann lenti illa og hlaut glóðarauga að launum. "Ég held ég hafi farið í eitt og hálft heljarstökk. Ég var kominn hálfan aukahring þegar andlitið skall á vatninu. Þetta var ansi döpur frammistaða." Þrátt fyrir meiðslin segist hann geta hugsað sér að prófa dýfingarnar aftur. "Þetta var mjög skemmtilegt. Það er spurning um að leggja þetta fyrir sig og reyna að "mastera" heljarstökkið." Meðal annarra þátttakenda voru Sveppi, leikkonan María Birta Bjarnadóttir, Þórunn Antonía, Halldór Gylfason og Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Sveppi varð fyrir því óhappi að sundhettan hans rifnaði í tvennt rétt áður en hann fór upp á dýfingabrettið. Hann lét það ekki á sig fá og flaug myndarlega út af brettinu. María Birta meiddist lítillega og uppskar marblett á læri eftir sína lendingu. Dómnefndina skipuðu þau Ilmur Kristjánsdóttir, útvarpskonan Gunna Dís og Jónas Tryggvason, sem er reyndur dýfingadómari. Dýfurnar verða sýndar í söfnunar- og skemmtiþætti á Stöð 2 á föstudaginn á Degi rauða nefsins. Þá kemur í ljós hver bar sigur úr býtum í keppninni. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fleiri myndir af dýfingum Friðriks Dórs, Þórunnar Antoníu, Sveppa og Halldórs Gylfasonar.Stundin örlagaríka. Friðrik Dór lætur sig gossa af brettinu.Þórunn Antonía í miðjum snúningi.Dómararnir Gunna Dís, Ilmur Kristjáns og Jónas Tryggvason, sem er sunddómari í raun og veru.Sveppi á leiðinni í svakalegan magaskell.Halldór Gylfason leikari í stjórnlausum snúningi á hraðri leið niður.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira