Innlent

Leyfa niðurrif á Baldursgötu

ÞEB skrifar
Húsin hafa staðið auð lengi, og voru eigendurnir beittir dagsektum til að reyna að þvinga fram framkvæmdir á lóðunum. Fréttablaðið/stefán
Húsin hafa staðið auð lengi, og voru eigendurnir beittir dagsektum til að reyna að þvinga fram framkvæmdir á lóðunum. Fréttablaðið/stefán
Reykjavíkurborg hefur samþykkt að einbýlishús að Baldursgötu 32 og 34 verði rifin. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um leyfi fyrir byggingu nýrra húsa á lóðunum.

Staðið hefur styr um húsin við Baldursgötu í langan tíma. Borgin beitti fyrrverandi eigendur húsanna dagsektum í langan tíma, en þau hafa verið í niðurníðslu undanfarin ár. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar heimilaði niðurrifið á þriðjudag, en gildandi deiliskipulag á reitnum heimilar að húsin séu rifin og byggð verði ný hús innan byggingarreitsins. Samkvæmt deiliskipulaginu má byggja þriggja hæða hús og ris ofan á það á Baldursgötu 32, en tvær hæðir og ris á Baldursgötu 34.

Núverandi eigandi húsanna, fyrirtækið Dán tán ehf., hefur sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða og þriggja íbúða hús á Baldursgötu 34. Þá vill fyrirtækið byggja fjögurra hæða og sjö íbúða fjölbýlishús á Baldursgötu 32.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×