Læknaflokkurinn? – Hvað er á seyði? 22. nóvember 2012 14:00 Í þættinum „frá degi til dags“ í Fréttablaðinu sl. þriðjudag er verið að gera því skóna að VG í Kraganum, þ.e. Suðvesturkjördæmi, sé að verða eins konar „læknaflokkur,“ svo margir læknar hafi skráð sig í flokkinn þar að undanförnu. Ekki kom mér þetta á óvart vitandi að Ögmundur Jónasson er þar í framboði. Eftir allan þann málflutning sem hann hefur haft uppi til varnar og stuðnings heilbrigðiskerfinu og þar með læknastéttinni, fannst mér ekkert undarlegt að hann fengi stuðning úr þeirri átt. En viti menn! Síðan les ég áfram og rennur það þá upp að læknar hafi umvörpum látið skrá sig í VG að undanförnu til að kjósa inn kollega sinn, Ólaf Þór Gunnarsson og þar með kjósa Ögmund út en Ólafur Þór sækist eftir að leiða listann í stað Ögmundar. Auðvitað gera þessir læknar það sem þeir telja vera fyrir bestu en nokkuð finnst mér skjóta skökku við ef heilbrigðisstéttirnar eru farnar að sameinast gegn Ögmundi Jónassyni sem hefur flestum mönnum framar reynt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, bæði sem formaður BSRB í rúm tuttugu ár og síðan þingmaður og ráðherra. Ég hef starfað lengi með Ögmundi Jónassyni og veit því vel hvernig hann forgangsraðar. Það hefur alla tíð verið í þágu velferðarkerfisins. Ég man vel kjaramálaumræðuna í BSRB í formannstíð hans og hvernig hann jafnan sagði að það sem mestu máli skipti í hverju þjóðfélagi væri góð heilbrigðisþjónusta. Ef heilsan brestur skipti sú þjónusta öllu máli. Miklu meira máli en hverfult kaupgjaldið. Í framhaldi af fyrrgreindum skrifum langaði til að koma á framfæri áskorun til heilbrigðisstéttanna um að styðja við bakið á Ögmundi Jónassyni eins og hann hefur stutt við bakið á okkur og velferðarþjónustunni í landinu um áratugaskeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Berum brjóstin Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Klemmdar rasskinnar Brynjars Níelssonar Einar Baldvin Árnason Skoðun Má lögregla rannsaka mál að eilífu? Hildur Sverrisdóttir Skoðun Haltu Lífi! - Öll börn eru okkar börn! Baldur Einarsson Skoðun Fáránlegar hugmyndir Haraldur F. Gíslason Skoðun Fyrir hvað erum við að borga? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Takk fyrir að hjálpa Yazan! Gunnar Hersveinn Skoðun Sigmundur í villu og svima Friðjón R Friðjónsson Skoðun Að meðhöndla eðlilegar tilfinningar með lyfjum Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Einn af hverjum fimm Katrín Þórarinsdóttir ,Gerður María Gröndal Skoðun Skoðun Skoðun Berum brjóstin Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna ekki að kjósa strax? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Sigmundur í villu og svima Friðjón R Friðjónsson skrifar Skoðun Takk fyrir að hjálpa Yazan! Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Haltu Lífi! - Öll börn eru okkar börn! Baldur Einarsson skrifar Skoðun Að meðhöndla eðlilegar tilfinningar með lyfjum Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Klemmdar rasskinnar Brynjars Níelssonar Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Lygar sem kosta mannslíf Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Hundalógík ríkisstjórnarinnar Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Staðreyndir og mýtur um kynferðisofbeldi Eygló Harðardóttir skrifar Skoðun Raunveruleg pólítísk ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Á sama tíma, á sama stað Ólöf Guðmundsdóttir,Friðrik Árnason skrifar Skoðun Mikið væri það ljúft Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er framtíðin í okkar höndum? Anton Sveinn McKee skrifar Skoðun Einn af hverjum fimm Katrín Þórarinsdóttir ,Gerður María Gröndal skrifar Skoðun Arðsemi vetrarþjónustu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Endursala stórnotenda er engin töfralausn Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Fyrir hvað erum við að borga? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Má lögregla rannsaka mál að eilífu? Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Dætur, systur, frænkur, vinkonur Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Er okur á leigumarkaði? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Skynsamleg orkunýting Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Tímamót fyrir kvenheilsu Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Hver á að mennta barnið mitt? Ólöf Ása Benediktsdóttir skrifar Skoðun Óþarfa steinar í götunni Teitur Björn Einarsson skrifar Skoðun Stofnun Félags Hafnarverkamanna: Ástæður og áhrif Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Heyrn er mannréttindi Kristbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér í dag? Hildur Vilhelmsdóttir skrifar Skoðun Framtíð sjúkraliða, viðbótarnám og nýliðun til að efla heilbrigðisþjónustuna Sandra B. Franks skrifar Skoðun Orkuskipti við hafnir á Norðurlandi eystra Ottó Elíasson skrifar Sjá meira
Í þættinum „frá degi til dags“ í Fréttablaðinu sl. þriðjudag er verið að gera því skóna að VG í Kraganum, þ.e. Suðvesturkjördæmi, sé að verða eins konar „læknaflokkur,“ svo margir læknar hafi skráð sig í flokkinn þar að undanförnu. Ekki kom mér þetta á óvart vitandi að Ögmundur Jónasson er þar í framboði. Eftir allan þann málflutning sem hann hefur haft uppi til varnar og stuðnings heilbrigðiskerfinu og þar með læknastéttinni, fannst mér ekkert undarlegt að hann fengi stuðning úr þeirri átt. En viti menn! Síðan les ég áfram og rennur það þá upp að læknar hafi umvörpum látið skrá sig í VG að undanförnu til að kjósa inn kollega sinn, Ólaf Þór Gunnarsson og þar með kjósa Ögmund út en Ólafur Þór sækist eftir að leiða listann í stað Ögmundar. Auðvitað gera þessir læknar það sem þeir telja vera fyrir bestu en nokkuð finnst mér skjóta skökku við ef heilbrigðisstéttirnar eru farnar að sameinast gegn Ögmundi Jónassyni sem hefur flestum mönnum framar reynt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, bæði sem formaður BSRB í rúm tuttugu ár og síðan þingmaður og ráðherra. Ég hef starfað lengi með Ögmundi Jónassyni og veit því vel hvernig hann forgangsraðar. Það hefur alla tíð verið í þágu velferðarkerfisins. Ég man vel kjaramálaumræðuna í BSRB í formannstíð hans og hvernig hann jafnan sagði að það sem mestu máli skipti í hverju þjóðfélagi væri góð heilbrigðisþjónusta. Ef heilsan brestur skipti sú þjónusta öllu máli. Miklu meira máli en hverfult kaupgjaldið. Í framhaldi af fyrrgreindum skrifum langaði til að koma á framfæri áskorun til heilbrigðisstéttanna um að styðja við bakið á Ögmundi Jónassyni eins og hann hefur stutt við bakið á okkur og velferðarþjónustunni í landinu um áratugaskeið.
Skoðun Framtíð sjúkraliða, viðbótarnám og nýliðun til að efla heilbrigðisþjónustuna Sandra B. Franks skrifar