Læknaflokkurinn? – Hvað er á seyði? 22. nóvember 2012 14:00 Í þættinum „frá degi til dags“ í Fréttablaðinu sl. þriðjudag er verið að gera því skóna að VG í Kraganum, þ.e. Suðvesturkjördæmi, sé að verða eins konar „læknaflokkur,“ svo margir læknar hafi skráð sig í flokkinn þar að undanförnu. Ekki kom mér þetta á óvart vitandi að Ögmundur Jónasson er þar í framboði. Eftir allan þann málflutning sem hann hefur haft uppi til varnar og stuðnings heilbrigðiskerfinu og þar með læknastéttinni, fannst mér ekkert undarlegt að hann fengi stuðning úr þeirri átt. En viti menn! Síðan les ég áfram og rennur það þá upp að læknar hafi umvörpum látið skrá sig í VG að undanförnu til að kjósa inn kollega sinn, Ólaf Þór Gunnarsson og þar með kjósa Ögmund út en Ólafur Þór sækist eftir að leiða listann í stað Ögmundar. Auðvitað gera þessir læknar það sem þeir telja vera fyrir bestu en nokkuð finnst mér skjóta skökku við ef heilbrigðisstéttirnar eru farnar að sameinast gegn Ögmundi Jónassyni sem hefur flestum mönnum framar reynt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, bæði sem formaður BSRB í rúm tuttugu ár og síðan þingmaður og ráðherra. Ég hef starfað lengi með Ögmundi Jónassyni og veit því vel hvernig hann forgangsraðar. Það hefur alla tíð verið í þágu velferðarkerfisins. Ég man vel kjaramálaumræðuna í BSRB í formannstíð hans og hvernig hann jafnan sagði að það sem mestu máli skipti í hverju þjóðfélagi væri góð heilbrigðisþjónusta. Ef heilsan brestur skipti sú þjónusta öllu máli. Miklu meira máli en hverfult kaupgjaldið. Í framhaldi af fyrrgreindum skrifum langaði til að koma á framfæri áskorun til heilbrigðisstéttanna um að styðja við bakið á Ögmundi Jónassyni eins og hann hefur stutt við bakið á okkur og velferðarþjónustunni í landinu um áratugaskeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Í þættinum „frá degi til dags“ í Fréttablaðinu sl. þriðjudag er verið að gera því skóna að VG í Kraganum, þ.e. Suðvesturkjördæmi, sé að verða eins konar „læknaflokkur,“ svo margir læknar hafi skráð sig í flokkinn þar að undanförnu. Ekki kom mér þetta á óvart vitandi að Ögmundur Jónasson er þar í framboði. Eftir allan þann málflutning sem hann hefur haft uppi til varnar og stuðnings heilbrigðiskerfinu og þar með læknastéttinni, fannst mér ekkert undarlegt að hann fengi stuðning úr þeirri átt. En viti menn! Síðan les ég áfram og rennur það þá upp að læknar hafi umvörpum látið skrá sig í VG að undanförnu til að kjósa inn kollega sinn, Ólaf Þór Gunnarsson og þar með kjósa Ögmund út en Ólafur Þór sækist eftir að leiða listann í stað Ögmundar. Auðvitað gera þessir læknar það sem þeir telja vera fyrir bestu en nokkuð finnst mér skjóta skökku við ef heilbrigðisstéttirnar eru farnar að sameinast gegn Ögmundi Jónassyni sem hefur flestum mönnum framar reynt að standa vörð um heilbrigðiskerfið, bæði sem formaður BSRB í rúm tuttugu ár og síðan þingmaður og ráðherra. Ég hef starfað lengi með Ögmundi Jónassyni og veit því vel hvernig hann forgangsraðar. Það hefur alla tíð verið í þágu velferðarkerfisins. Ég man vel kjaramálaumræðuna í BSRB í formannstíð hans og hvernig hann jafnan sagði að það sem mestu máli skipti í hverju þjóðfélagi væri góð heilbrigðisþjónusta. Ef heilsan brestur skipti sú þjónusta öllu máli. Miklu meira máli en hverfult kaupgjaldið. Í framhaldi af fyrrgreindum skrifum langaði til að koma á framfæri áskorun til heilbrigðisstéttanna um að styðja við bakið á Ögmundi Jónassyni eins og hann hefur stutt við bakið á okkur og velferðarþjónustunni í landinu um áratugaskeið.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar