Fæðingardagurinn getur skipt sköpum 19. nóvember 2012 07:00 Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. fréttablaðið/vilhelm fréttablaðið/vilhelm Þeir nemendur sem yngstir eru í hverjum bekk eru líklegri til þess að fá ávísað örvandi lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) en þeir sem eldri eru. Námsárangur yngstu nemendanna er jafnframt líklegri til þess að vera lakari en þeirra eldri. Að baki rannsókninni stendur Helga Zoëga, lektor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og nýdoktor í faraldsfræðirannsóknum á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York, ásamt Unni Valdimarsdóttur, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, og Soniu Hernández-Díaz, dósent við Harvard School of Public Health. Rannsóknin var gerð meðal allra barna á Íslandi sem fæddust á árabilinu 1994-1996 og tóku samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk. Að baki liggja ópersónugreinanleg gögn um lyfjaávísanir og námsárangur hópsins, að sögn Helgu. Rannsóknin leiddi í ljós að meðaleinkunnir í bæði stærðfræði og íslensku við níu ára aldur reyndust lægstar meðal yngstu barnanna í hverjum bekk en hækkuðu eftir því sem börnin fæddust fyrr á árinu. Þessi áhrif aldurs á námsárangur minnkuðu með tímanum en þeirra gætti þó enn við tólf ára aldur. Helga telur niðurstöðurnar benda til að þegar kemur að því að meta hegðun og árangur barna í skóla ættu foreldrar, kennarar og heilbrigðisstarfsfólk líklega að stilla kröfur í samræmi við þroska hvers barns. ?Við upphaf skólagöngu er þroskamunur oft töluverður á milli yngstu og elstu barna í bekk. Það sem kemur kannski á óvart er að þroskamunurinn virðist hafa áhrif á námsárangur barna langt fram eftir grunnskólagöngu þeirra. Þetta má hafa í huga þegar teknar eru ákvarðanir um ADHD-greiningu og lyfjagjöf,? segir Helga. Helga telur mikilvægt að allar ákvarðanir um meðferð við ADHD séu teknar á einstaklingsgrundvelli. ?Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt fram á að börnum sem fá viðeigandi lyfjameðferð við einkennum ADHD snemma er síður hætt við að hraka í námi en börnum sem hefja meðferð seint. Þannig að það er ljóst að lyfjameðferð við ADHD er ekki af hinu slæma. Henni þarf bara að beita með skynsamlegum hætti,? segir Helga. svavar@frettabladid.is Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þeir nemendur sem yngstir eru í hverjum bekk eru líklegri til þess að fá ávísað örvandi lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) en þeir sem eldri eru. Námsárangur yngstu nemendanna er jafnframt líklegri til þess að vera lakari en þeirra eldri. Að baki rannsókninni stendur Helga Zoëga, lektor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og nýdoktor í faraldsfræðirannsóknum á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York, ásamt Unni Valdimarsdóttur, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, og Soniu Hernández-Díaz, dósent við Harvard School of Public Health. Rannsóknin var gerð meðal allra barna á Íslandi sem fæddust á árabilinu 1994-1996 og tóku samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk. Að baki liggja ópersónugreinanleg gögn um lyfjaávísanir og námsárangur hópsins, að sögn Helgu. Rannsóknin leiddi í ljós að meðaleinkunnir í bæði stærðfræði og íslensku við níu ára aldur reyndust lægstar meðal yngstu barnanna í hverjum bekk en hækkuðu eftir því sem börnin fæddust fyrr á árinu. Þessi áhrif aldurs á námsárangur minnkuðu með tímanum en þeirra gætti þó enn við tólf ára aldur. Helga telur niðurstöðurnar benda til að þegar kemur að því að meta hegðun og árangur barna í skóla ættu foreldrar, kennarar og heilbrigðisstarfsfólk líklega að stilla kröfur í samræmi við þroska hvers barns. ?Við upphaf skólagöngu er þroskamunur oft töluverður á milli yngstu og elstu barna í bekk. Það sem kemur kannski á óvart er að þroskamunurinn virðist hafa áhrif á námsárangur barna langt fram eftir grunnskólagöngu þeirra. Þetta má hafa í huga þegar teknar eru ákvarðanir um ADHD-greiningu og lyfjagjöf,? segir Helga. Helga telur mikilvægt að allar ákvarðanir um meðferð við ADHD séu teknar á einstaklingsgrundvelli. ?Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt fram á að börnum sem fá viðeigandi lyfjameðferð við einkennum ADHD snemma er síður hætt við að hraka í námi en börnum sem hefja meðferð seint. Þannig að það er ljóst að lyfjameðferð við ADHD er ekki af hinu slæma. Henni þarf bara að beita með skynsamlegum hætti,? segir Helga. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira