Launalækkun er í boði ríkisstjórnar Páll Steingrímsson skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Nú er það að ganga eftir sem sjómenn óttuðust í vor, þ.e. að krafa ætti eftir að koma fram um að laun þeirra yrðu lækkuð. Þetta ætti þó ekki að koma neinum á óvart. Í sérfræðiáliti, sem ríkisstjórnin kallaði sjálf eftir, sagði m.a.: „Umfangsmikil skattlagning rentu mun LÆKKA laun sjómanna.“ Svo mörg voru þau orð um áhrif frumvarps um stórhækkuð veiðigjöld á laun sjómanna. Steingrímur J. hefur lofað því fjálglega að sjómenn muni ekki þurfa að taka á sig veiðigjöldin. Þetta er sami Steingrímur og tók sjómannaafsláttinn af þeim með loðnum yfirlýsingum um að kannski, ef til vill, hugsanlega, einhvern tíma þegar kæmi betri tíð væri mögulegt að þeir nytu afsláttarins aftur. Það verður hins vegar ekki á meðan þessi ríkisstjórn er við völd. Málið er að enginn tekur lengur mark á orðum Steingríms því allir vita orðið fyrir hvað J-ið í millinafninu hans stendur.Rætinn málflutningur Fáar starfsstéttir hafa mátt sitja undir jafn rætnum málflutningi af hálfu stjórnvalda og sjómenn. Þegar er farið að svíða undan veiðigjöldunum – eins og fréttir að undanförnu vitna best um – og nú hafa útgerðarmenn verið þvingaðir í hlutverk böðulsins gagnvart sjómönnum. Um leið hvítþvo stjórnvöld hendur sínar af því að ráðast að kjörum sjómanna og skella skuldinni á útgerðarmenn. Allir, sem hafa kynnt sér áhrif stórhækkaðra veiðigjalda, vita að þau munu leiða til þess að útgerðum og skipum fækkar og að sjómönnum fækkar um leið. Skattlagningunni verður ekki mætt nema með hagræðingu og niðurskurði útgjalda. Þar gilda sömu lögmál og hjá almenningi eftir fall bankanna, hver er sjálfum sér næstur.Lýðskruminu engin takmörk sett? Á sama tíma og ráðist er að kjörum þeirra sem hafa gert sjómennsku að starfsvettvangi sínum stæra stjórnvöld sig af því að hafa veitt hundruðum hobbýkarla atvinnu við strandveiðar í nokkra daga í mánuði yfir hásumarið. Finnst stjórnvöldum það þess virði að fórna rótgrónum útgerðarfyrirtækjum og störfum atvinnusjómanna á altari tækifærismennskunnar? Eru lýðskruminu engin takmörk sett? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Nú er það að ganga eftir sem sjómenn óttuðust í vor, þ.e. að krafa ætti eftir að koma fram um að laun þeirra yrðu lækkuð. Þetta ætti þó ekki að koma neinum á óvart. Í sérfræðiáliti, sem ríkisstjórnin kallaði sjálf eftir, sagði m.a.: „Umfangsmikil skattlagning rentu mun LÆKKA laun sjómanna.“ Svo mörg voru þau orð um áhrif frumvarps um stórhækkuð veiðigjöld á laun sjómanna. Steingrímur J. hefur lofað því fjálglega að sjómenn muni ekki þurfa að taka á sig veiðigjöldin. Þetta er sami Steingrímur og tók sjómannaafsláttinn af þeim með loðnum yfirlýsingum um að kannski, ef til vill, hugsanlega, einhvern tíma þegar kæmi betri tíð væri mögulegt að þeir nytu afsláttarins aftur. Það verður hins vegar ekki á meðan þessi ríkisstjórn er við völd. Málið er að enginn tekur lengur mark á orðum Steingríms því allir vita orðið fyrir hvað J-ið í millinafninu hans stendur.Rætinn málflutningur Fáar starfsstéttir hafa mátt sitja undir jafn rætnum málflutningi af hálfu stjórnvalda og sjómenn. Þegar er farið að svíða undan veiðigjöldunum – eins og fréttir að undanförnu vitna best um – og nú hafa útgerðarmenn verið þvingaðir í hlutverk böðulsins gagnvart sjómönnum. Um leið hvítþvo stjórnvöld hendur sínar af því að ráðast að kjörum sjómanna og skella skuldinni á útgerðarmenn. Allir, sem hafa kynnt sér áhrif stórhækkaðra veiðigjalda, vita að þau munu leiða til þess að útgerðum og skipum fækkar og að sjómönnum fækkar um leið. Skattlagningunni verður ekki mætt nema með hagræðingu og niðurskurði útgjalda. Þar gilda sömu lögmál og hjá almenningi eftir fall bankanna, hver er sjálfum sér næstur.Lýðskruminu engin takmörk sett? Á sama tíma og ráðist er að kjörum þeirra sem hafa gert sjómennsku að starfsvettvangi sínum stæra stjórnvöld sig af því að hafa veitt hundruðum hobbýkarla atvinnu við strandveiðar í nokkra daga í mánuði yfir hásumarið. Finnst stjórnvöldum það þess virði að fórna rótgrónum útgerðarfyrirtækjum og störfum atvinnusjómanna á altari tækifærismennskunnar? Eru lýðskruminu engin takmörk sett?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun