Virði háskólamenntunar Sara Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Þegar hafa farið fram miklar umræður í samfélaginu um hvernig ráðstafa eigi því fé sem fyrir hendi er fyrir fjárlögin 2013. Það er augljóst að allir vilja fá bita af kökunni. Eftir-kreppu árin hafa verið okkur Íslendingum erfið og stjórnvöld hafa haft úr litlu moða. Því þarf að vanda vel til verka þegar kemur að forgangsröðun verkefna í fjárlögum. Forgangsröðun er eitt erfiðasta verkefni ríkisstjórnarinnar ár hvert, eðli málsins samkvæmt. Eins bráðnauðsynleg og ný tæki og fjölbreytt flóra starfsmanna eru heilbrigðiskerfinu okkar, þá er vel menntað samfélag grunnstoðin að nýsköpun og framþróun. Háskólar landsins mennta kennara barnanna okkar, læknana þeirra og hjúkrunarfræðinga ásamt því að byggja upp og efla mikilvægustu starfsgreinar samfélagsins. Ísland er sér á báti þegar kemur að menntamálum. Ekki nóg með að Ísland sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þegar kemur að fjármagni sem varið er á hvern nemenda heldur er forgangsröðun menntayfirvalda gjörólík því sem gengur og gerist. Ísland ver langmestu fjármagni, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna í 1. stigs menntun (leik- og grunnskólar). Talsvert minni upphæð er varið í 2. stigs menntun (framhaldsskólar) eða rétt undir meðaltali OECD og þegar kemur að 3. stigs menntun (háskólar) er lang minnsta fjármagninu varið og erum við langt undir meðaltali OECD. Á meðan flest lönd eyða eftir formúlunni minna-meira-mest, þá styðst Ísland við formúluna mest-minna-minnst. Að menntakerfinu steðjar alvarleg ógn. Þrátt fyrir að Háskóla Íslands hafi tekist að skipa sér sess meðal 300 bestu háskóla heims er nokkuð ljóst að við munum hrapa niður listann þegar tekið verður tillit til tölfræði og niðurskurðar síðustu ára. Þegar fjárveitingar til æðstu menntastofnunar landsins eru látnar ganga til þurrðar, þá er ógerlegt fyrir hana að halda í við erlenda háskóla. Þó svo að við eyðum miklum tíma í að bera okkur saman við erlendar menntastofnanir, þá er afar mikilvægt að við lítum einnig hingað heim. Hvaða skilaboð erum við að senda komandi kynslóðum? Fyrir flest þau störf sem auglýst eru t.d. í atvinnublaði Fréttablaðsins er krafist háskólamenntunar. Launakjör fara eftir menntunarstigi og samfélagið krefst háskólamenntaðs fólks í síauknum mæli. Niðurskurður stjórnvalda til háskólastigsins brýtur þannig þvert á þarfir þjóðarinnar. Háskólar eru þekkingarskapandi. Þá þekkingu er að mínu mati, vel hægt að meta til fjár. Ég tel það vera samfélagslega hagkvæmt að halda úti úrvals háskólamenntun á Íslandi. Ef við gerum það verður uppspretta þekkingar innanlands og við höldum meginþorra námsmanna hérlendis. Það verður minni spekileki og samfélagið fær afrakstur þekkingarinnar og verðmætasköpunina beint í æð. Stjórnvöld verða að setja menntun í forgang í fjárlögum næsta árs. Löngu er orðið ljóst að Háskóli Íslands er kominn að þolmörkum og hætt er við að þeir einstaklingar sem útskrifast séu ekki jafn vel í stakk búnir og þeir hefðu getað verið. Mjög erfitt er að byggja upp traust og sterkt háskólasamfélag ef við gefum of mikinn slaka í of langan tíma. Fjárfestum í menntun. Fjárfestum í fólkinu og samfélaginu. Fjárfestum í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar hafa farið fram miklar umræður í samfélaginu um hvernig ráðstafa eigi því fé sem fyrir hendi er fyrir fjárlögin 2013. Það er augljóst að allir vilja fá bita af kökunni. Eftir-kreppu árin hafa verið okkur Íslendingum erfið og stjórnvöld hafa haft úr litlu moða. Því þarf að vanda vel til verka þegar kemur að forgangsröðun verkefna í fjárlögum. Forgangsröðun er eitt erfiðasta verkefni ríkisstjórnarinnar ár hvert, eðli málsins samkvæmt. Eins bráðnauðsynleg og ný tæki og fjölbreytt flóra starfsmanna eru heilbrigðiskerfinu okkar, þá er vel menntað samfélag grunnstoðin að nýsköpun og framþróun. Háskólar landsins mennta kennara barnanna okkar, læknana þeirra og hjúkrunarfræðinga ásamt því að byggja upp og efla mikilvægustu starfsgreinar samfélagsins. Ísland er sér á báti þegar kemur að menntamálum. Ekki nóg með að Ísland sé undir meðaltali OECD-ríkjanna þegar kemur að fjármagni sem varið er á hvern nemenda heldur er forgangsröðun menntayfirvalda gjörólík því sem gengur og gerist. Ísland ver langmestu fjármagni, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna í 1. stigs menntun (leik- og grunnskólar). Talsvert minni upphæð er varið í 2. stigs menntun (framhaldsskólar) eða rétt undir meðaltali OECD og þegar kemur að 3. stigs menntun (háskólar) er lang minnsta fjármagninu varið og erum við langt undir meðaltali OECD. Á meðan flest lönd eyða eftir formúlunni minna-meira-mest, þá styðst Ísland við formúluna mest-minna-minnst. Að menntakerfinu steðjar alvarleg ógn. Þrátt fyrir að Háskóla Íslands hafi tekist að skipa sér sess meðal 300 bestu háskóla heims er nokkuð ljóst að við munum hrapa niður listann þegar tekið verður tillit til tölfræði og niðurskurðar síðustu ára. Þegar fjárveitingar til æðstu menntastofnunar landsins eru látnar ganga til þurrðar, þá er ógerlegt fyrir hana að halda í við erlenda háskóla. Þó svo að við eyðum miklum tíma í að bera okkur saman við erlendar menntastofnanir, þá er afar mikilvægt að við lítum einnig hingað heim. Hvaða skilaboð erum við að senda komandi kynslóðum? Fyrir flest þau störf sem auglýst eru t.d. í atvinnublaði Fréttablaðsins er krafist háskólamenntunar. Launakjör fara eftir menntunarstigi og samfélagið krefst háskólamenntaðs fólks í síauknum mæli. Niðurskurður stjórnvalda til háskólastigsins brýtur þannig þvert á þarfir þjóðarinnar. Háskólar eru þekkingarskapandi. Þá þekkingu er að mínu mati, vel hægt að meta til fjár. Ég tel það vera samfélagslega hagkvæmt að halda úti úrvals háskólamenntun á Íslandi. Ef við gerum það verður uppspretta þekkingar innanlands og við höldum meginþorra námsmanna hérlendis. Það verður minni spekileki og samfélagið fær afrakstur þekkingarinnar og verðmætasköpunina beint í æð. Stjórnvöld verða að setja menntun í forgang í fjárlögum næsta árs. Löngu er orðið ljóst að Háskóli Íslands er kominn að þolmörkum og hætt er við að þeir einstaklingar sem útskrifast séu ekki jafn vel í stakk búnir og þeir hefðu getað verið. Mjög erfitt er að byggja upp traust og sterkt háskólasamfélag ef við gefum of mikinn slaka í of langan tíma. Fjárfestum í menntun. Fjárfestum í fólkinu og samfélaginu. Fjárfestum í Háskóla Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun