Stuðningsgrein: Teikn á lofti Guðrún Ögmundsdóttir og Oddný Sturludóttir og Rósa Erlingsdóttir skrifa 15. nóvember 2012 06:00 Ein meginstoð Samfylkingarinnar byggir á arfleifð Kvennalistans og baráttunni fyrir kynjajafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Reynslan sýnir að hafa verður fyrir árangri í jafnréttismálum. Fjölgun kvenna í áhrifastöðum er ekki óhjákvæmileg afleiðing aukinnar menntunar og atvinnuþátttöku kvenna. Kynbundinn launamunur hverfur heldur ekki af sjálfu sér. Jafnréttið kemur ekki með kalda vatninu. Nú standa yfir prófkjör hjá Samfylkingunni. Við biðjum þátttakendur að íhuga vel hvernig Samfylkingin birtist kjósendum þegar þjóðin velur sér fulltrúa á Alþingi. Jafnvægi milli karla og kvenna er þar lykilatriði.Konur urðu helmingur ráðherra Rannsóknir sýna að konur hafa verið fámennari í hópi frambjóðanda í prófkjörum flokkanna og þeim hefur vegnað verr en körlum bjóði þær sig fram í forystusæti framboðslista. Í kjölfar efnahagshrunsins var uppi krafa um breytingar og endurnýjun. Sú krafa kom konum vel og þeim fjölgaði í öruggum sætum á framboðslistum flokkanna. Í fyrsta skipti var Ísland ekki eftirbátur annarra norrænna ríkja hvað varðar stjórnmálaþátttöku kvenna því konur urðu 43% þingmanna sem var veruleg aukning frá 32% eftir kosningarnar 2007. Konur urðu helmingur ráðherra og kona varð forsætisráðherra í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins. Þar tók Samfylkingin forystu og vilji flokksins til að beita sér fyrir jöfnu kynjahlutfalli kom berlega í ljós. Í næstu kosningum verður flokknum mikilvægt að sýna þennan vilja skýrt í verki.Konur til forystu Margt bendir til þess að konum muni fækka á Alþingi eftir kosningarnar í vor. Samfylkingin hefur með samþykktum um para- og fléttulista í öllum kjördæmum tryggt að jafnmargar konur og karlar verði í þingliði flokksins. Um nýliðna helgi fór fram val á framboðslistum Samfylkingar í tveimur kjördæmum og karlar hnepptu fyrsta sætið. Nú er uppi krafa um að konur leiði lista í þeim kjördæmum þar sem kosið verður á næstu dögum. Konur hafa verið ríflega helmingur stuðningsmanna flokksins og það er eðlileg krafa að konur veljist til forystu til jafns við karla. Árið 2009 var aðeins ein kona í forystusæti á listum Samfylkingarinnar í kjördæmunum sex. Látum það ekki gerast aftur að karlar leiði og konur fylgi. Við styðjum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í forystusæti lista í okkar kjördæmi, Reykjavík. Jafnframt viljum við hvetja til stuðnings við konur í forystusæti sem víðast svo að sómasamlegu jafnvægi megi ná milli kynja á Alþingi. Ekki síst í flokki sem kennir sig við jafnrétti og kvenfrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ein meginstoð Samfylkingarinnar byggir á arfleifð Kvennalistans og baráttunni fyrir kynjajafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Reynslan sýnir að hafa verður fyrir árangri í jafnréttismálum. Fjölgun kvenna í áhrifastöðum er ekki óhjákvæmileg afleiðing aukinnar menntunar og atvinnuþátttöku kvenna. Kynbundinn launamunur hverfur heldur ekki af sjálfu sér. Jafnréttið kemur ekki með kalda vatninu. Nú standa yfir prófkjör hjá Samfylkingunni. Við biðjum þátttakendur að íhuga vel hvernig Samfylkingin birtist kjósendum þegar þjóðin velur sér fulltrúa á Alþingi. Jafnvægi milli karla og kvenna er þar lykilatriði.Konur urðu helmingur ráðherra Rannsóknir sýna að konur hafa verið fámennari í hópi frambjóðanda í prófkjörum flokkanna og þeim hefur vegnað verr en körlum bjóði þær sig fram í forystusæti framboðslista. Í kjölfar efnahagshrunsins var uppi krafa um breytingar og endurnýjun. Sú krafa kom konum vel og þeim fjölgaði í öruggum sætum á framboðslistum flokkanna. Í fyrsta skipti var Ísland ekki eftirbátur annarra norrænna ríkja hvað varðar stjórnmálaþátttöku kvenna því konur urðu 43% þingmanna sem var veruleg aukning frá 32% eftir kosningarnar 2007. Konur urðu helmingur ráðherra og kona varð forsætisráðherra í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins. Þar tók Samfylkingin forystu og vilji flokksins til að beita sér fyrir jöfnu kynjahlutfalli kom berlega í ljós. Í næstu kosningum verður flokknum mikilvægt að sýna þennan vilja skýrt í verki.Konur til forystu Margt bendir til þess að konum muni fækka á Alþingi eftir kosningarnar í vor. Samfylkingin hefur með samþykktum um para- og fléttulista í öllum kjördæmum tryggt að jafnmargar konur og karlar verði í þingliði flokksins. Um nýliðna helgi fór fram val á framboðslistum Samfylkingar í tveimur kjördæmum og karlar hnepptu fyrsta sætið. Nú er uppi krafa um að konur leiði lista í þeim kjördæmum þar sem kosið verður á næstu dögum. Konur hafa verið ríflega helmingur stuðningsmanna flokksins og það er eðlileg krafa að konur veljist til forystu til jafns við karla. Árið 2009 var aðeins ein kona í forystusæti á listum Samfylkingarinnar í kjördæmunum sex. Látum það ekki gerast aftur að karlar leiði og konur fylgi. Við styðjum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í forystusæti lista í okkar kjördæmi, Reykjavík. Jafnframt viljum við hvetja til stuðnings við konur í forystusæti sem víðast svo að sómasamlegu jafnvægi megi ná milli kynja á Alþingi. Ekki síst í flokki sem kennir sig við jafnrétti og kvenfrelsi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun