Munum rísa gegn dauðadómi samkynhneigðra 15. nóvember 2012 07:00 Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Ísland muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpi sem gerir samkynhneigð að dauðasök í Úganda. Rebecca Kadaga, forseti úgandska þingsins sagði á fjölmennum fundi í höfuðborginni Kampala, að frumvarpið verði samþykkt fyrir árslok. Hún segist þess fullviss að flestir Úgandabúar séu samþykkir því. Hundruð stuðningsmanna frumvarpsins komu saman á fundinum, meðal annars kristnir trúboðar sem báðu Kadaga um að færa Úgandabúum lögin í jólagjöf. Frumvarpið kom fyrst fram árið 2009 en því hefur verið frestað vegna alþjóðlegs þrýstings, en það hefur verið fordæmt víða um heim. Meðal þeirra sem hafa fordæmt ofsóknir gegn samkynhneigðum og þetta frumvarp eru íslensk stjórnvöld, en yfir milljarður króna hefur farið í þróunaraðstoð til Úganda undanfarin ár. Þróunarsamvinnustofnun Íslands er einnig með starfsstöð í Úganda og starfrækir sendiráð í Kampala. „Ísland mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpinu. Á sínum tíma mótmæltum við þessu harðlega og vorum í hópi erlendra ríkja sem fór á fund forseta Úganda til að koma á framfæri hörðum mótmælum. Hann tók því vel og sagði þá að slík lög yrðu ekki staðfest,“ segir Össur. Í millitíðinni hafa farið fram kosningar. „Það er áhyggjuefni og sorglegt að frumvarp sem er mengað af svona fordómum komi fram.Við munum bregðast illa við þessu og sömuleiðis þær þjóðir sem við höfum ráðfærst við, ekki síst Norðurlanda- og Vestur-Evrópuþjóðir.“ - þeb Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Ísland muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpi sem gerir samkynhneigð að dauðasök í Úganda. Rebecca Kadaga, forseti úgandska þingsins sagði á fjölmennum fundi í höfuðborginni Kampala, að frumvarpið verði samþykkt fyrir árslok. Hún segist þess fullviss að flestir Úgandabúar séu samþykkir því. Hundruð stuðningsmanna frumvarpsins komu saman á fundinum, meðal annars kristnir trúboðar sem báðu Kadaga um að færa Úgandabúum lögin í jólagjöf. Frumvarpið kom fyrst fram árið 2009 en því hefur verið frestað vegna alþjóðlegs þrýstings, en það hefur verið fordæmt víða um heim. Meðal þeirra sem hafa fordæmt ofsóknir gegn samkynhneigðum og þetta frumvarp eru íslensk stjórnvöld, en yfir milljarður króna hefur farið í þróunaraðstoð til Úganda undanfarin ár. Þróunarsamvinnustofnun Íslands er einnig með starfsstöð í Úganda og starfrækir sendiráð í Kampala. „Ísland mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að berjast gegn frumvarpinu. Á sínum tíma mótmæltum við þessu harðlega og vorum í hópi erlendra ríkja sem fór á fund forseta Úganda til að koma á framfæri hörðum mótmælum. Hann tók því vel og sagði þá að slík lög yrðu ekki staðfest,“ segir Össur. Í millitíðinni hafa farið fram kosningar. „Það er áhyggjuefni og sorglegt að frumvarp sem er mengað af svona fordómum komi fram.Við munum bregðast illa við þessu og sömuleiðis þær þjóðir sem við höfum ráðfærst við, ekki síst Norðurlanda- og Vestur-Evrópuþjóðir.“ - þeb
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira