Innlent

Ófært misræmi, segir Ögmundur

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Ósamræmi er í matsreglum kjörstjórna í kjördæmum landsins og misjafnt hvenær atkvæði eru úrskurðuð ógild. Ekki hefur verið brugðist við gagnrýni sem sett var fram á málið að loknum síðustu alþingiskosningum.

Gunnar B. Eydal lögfræðingur gerði þá athugun á málinu og var niðurstaða hans að matsreglurnar væru um margt ólíkar á milli kjördæma. Í sumum kjördæmum mátti til dæmis teikna broskall eða hjarta á atkvæðaseðil, en öðrum ekki.

Mat landskjörstjórnar er að 173 atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá hafi ranglega verið metin ógild.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tekur undir að bagalegt sé að ekki séu samræmdar matsreglur á milli kjörstjórna:

„Það er meira en bagalegt, það er náttúrulega ófært. Þetta þarf að sjálfsögðu að vera alveg skýrt og það er mikilvægt að menn séu samræmdir hvað þetta snertir. Landskjörstjórn hefur samræmingarhlutverk, en sá hængur er á því að vísa verður málum sérstaklega til hennar.“- kóp, þeb / sjá síðu 6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×