Stefnuleysi og glundroði Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Utanríkisstefna Íslands frá brotthvarfi Bandaríkjahers 2006 hefur einkennst af hálfgerðu stefnuleysi. Ísland hefur ekki getað markað með festu skýra utanríkisstefnu með markmið til langs tíma og situr þjóðin uppi með óvissu í þessum mikilvæga málaflokki. Það virðist sem einhver hluti þjóðarinnar telji að ESB-aðild sé lausn á þessu sviði. Þó stendur eftir að skapa markvissan grundvöll fyrir utanríkisstefnu landsins og það þarf að gera óháð ESB-aðildarviðræðunum ekki bara vegna þeirrar gríðarlegu andstöðu sem ríkir gegn áframhaldandi viðræðum, heldur einnig vegna þess að það er með engum hætti gefið að Ísland gerist aðili að sambandinu í framtíðinni.Engin rökhugsun Það verður að teljast áberandi með hvaða hætti íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að nálgast ýmis málefni fyrir hönd þjóðarinnar. Það er ekki mótuð stefna af yfirvegun heldur er utanríkisstefna landsins rekin frá degi til dags og nánast ekkert samhengi í afstöðu stjórnvalda í veigamiklum málum. Við eitt borð sitja samningamenn Íslands og ESB og eru að semja um aðild að sambandinu og þar fara íslensk stjórnvöld fram á að söguleg veiðireynsla sé viðurkennd og þar af leiðandi skulu Íslendingar einir fá að nýta staðbundna stofna við Íslandsstrendur. Á öðru borði sitja samningamenn Íslands og ESB og eru að semja um makrílveiðar, en þar neita íslenskir samningamenn að viðurkenna sögulega veiðireynslu sem grundvallaratriði í gerð þeirra samninga. Enda mundi það þýða að okkur Íslendingum yrði óheimilt að veiða makríl innan okkar eigin lögsögu. Þetta fyrrnefnda dæmi sýnir hvers konar rökleysi virðist ríkja innan núgildandi utanríkisstefnu. Augljóslega sendir þetta út óæskileg skilaboð til annarra þjóða og alþjóðastofnana.Öryggismál í óvissu Það hefur verið einkennilegt að margir þeirra sem hafa talað fyrir aðild Íslands að ESB hafa talið að aðildinni fylgi einhvers konar hernaðarlegt öryggi. Hins vegar byggir varnarsamstarf ESB-ríkja fyrst og fremst á Petersberg aðgerðum sem voru skilgreindar 1992 í Bonn í Þýskalandi. Slíkar aðgerðir takmarkast, enn sem komið er, við svokallað mjúkt öryggi, sem sagt friðargæslu og viðbrögð við hamförum, en ná ekki til ytri þátta sem krefjast almenns hernaðarlegs öryggis. Undirstaða hernaðarlegs öryggis flestra ESB ríkja er fyrst og fremst NATO. En á því sviði hefur okkur Íslendingum ekki tekist með skilvirkum hætti að rækta samband okkar við meðal annars Bandaríkin. Til viðbótar hefur verið algjört stefnuleysi hvað varðar hvert við viljum fara með Norðurlandasamstarfið í framtíðinni.Framtíðin Framtíð okkar á alþjóðavegu og öryggi þjóðarinnar verður að byggja á markvissri stefnu til fleiri ára, þar sem við skilgreinum skýrt hver markmið okkar eru. Það er ekki hægt fyrir smáþjóð að láta utanríkismálin einkennast af óvissu og stefnuleysi, hvað þá korter fyrir kosningar að þykjast ætla að taka að okkur einhvers konar leiðtogahlutverk í sambandi við deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Það verður einnig að tryggja öryggi landsins í sambandi við þá þróun sem kann að eiga sér stað í framtíðinni fyrir fram, til að mynda auknar skipasiglingar eða nýtingu auðlinda á norðurslóð. Það þýðir ekki að í sífellu bregðast við eftir að hlutirnir gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Utanríkisstefna Íslands frá brotthvarfi Bandaríkjahers 2006 hefur einkennst af hálfgerðu stefnuleysi. Ísland hefur ekki getað markað með festu skýra utanríkisstefnu með markmið til langs tíma og situr þjóðin uppi með óvissu í þessum mikilvæga málaflokki. Það virðist sem einhver hluti þjóðarinnar telji að ESB-aðild sé lausn á þessu sviði. Þó stendur eftir að skapa markvissan grundvöll fyrir utanríkisstefnu landsins og það þarf að gera óháð ESB-aðildarviðræðunum ekki bara vegna þeirrar gríðarlegu andstöðu sem ríkir gegn áframhaldandi viðræðum, heldur einnig vegna þess að það er með engum hætti gefið að Ísland gerist aðili að sambandinu í framtíðinni.Engin rökhugsun Það verður að teljast áberandi með hvaða hætti íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að nálgast ýmis málefni fyrir hönd þjóðarinnar. Það er ekki mótuð stefna af yfirvegun heldur er utanríkisstefna landsins rekin frá degi til dags og nánast ekkert samhengi í afstöðu stjórnvalda í veigamiklum málum. Við eitt borð sitja samningamenn Íslands og ESB og eru að semja um aðild að sambandinu og þar fara íslensk stjórnvöld fram á að söguleg veiðireynsla sé viðurkennd og þar af leiðandi skulu Íslendingar einir fá að nýta staðbundna stofna við Íslandsstrendur. Á öðru borði sitja samningamenn Íslands og ESB og eru að semja um makrílveiðar, en þar neita íslenskir samningamenn að viðurkenna sögulega veiðireynslu sem grundvallaratriði í gerð þeirra samninga. Enda mundi það þýða að okkur Íslendingum yrði óheimilt að veiða makríl innan okkar eigin lögsögu. Þetta fyrrnefnda dæmi sýnir hvers konar rökleysi virðist ríkja innan núgildandi utanríkisstefnu. Augljóslega sendir þetta út óæskileg skilaboð til annarra þjóða og alþjóðastofnana.Öryggismál í óvissu Það hefur verið einkennilegt að margir þeirra sem hafa talað fyrir aðild Íslands að ESB hafa talið að aðildinni fylgi einhvers konar hernaðarlegt öryggi. Hins vegar byggir varnarsamstarf ESB-ríkja fyrst og fremst á Petersberg aðgerðum sem voru skilgreindar 1992 í Bonn í Þýskalandi. Slíkar aðgerðir takmarkast, enn sem komið er, við svokallað mjúkt öryggi, sem sagt friðargæslu og viðbrögð við hamförum, en ná ekki til ytri þátta sem krefjast almenns hernaðarlegs öryggis. Undirstaða hernaðarlegs öryggis flestra ESB ríkja er fyrst og fremst NATO. En á því sviði hefur okkur Íslendingum ekki tekist með skilvirkum hætti að rækta samband okkar við meðal annars Bandaríkin. Til viðbótar hefur verið algjört stefnuleysi hvað varðar hvert við viljum fara með Norðurlandasamstarfið í framtíðinni.Framtíðin Framtíð okkar á alþjóðavegu og öryggi þjóðarinnar verður að byggja á markvissri stefnu til fleiri ára, þar sem við skilgreinum skýrt hver markmið okkar eru. Það er ekki hægt fyrir smáþjóð að láta utanríkismálin einkennast af óvissu og stefnuleysi, hvað þá korter fyrir kosningar að þykjast ætla að taka að okkur einhvers konar leiðtogahlutverk í sambandi við deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Það verður einnig að tryggja öryggi landsins í sambandi við þá þróun sem kann að eiga sér stað í framtíðinni fyrir fram, til að mynda auknar skipasiglingar eða nýtingu auðlinda á norðurslóð. Það þýðir ekki að í sífellu bregðast við eftir að hlutirnir gerast.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun