Verndum börn gegn einelti Erna Reynisdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfa með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Í 19. grein sáttmálans er kveðið á um vernd barna gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að ýmsum verkefnum varðandi vernd barna gegn ofbeldi. Vefurinn www.verndumborn.is er upplýsingavefur á vegum samtakanna þar sem hægt er að nálgast upplýsingar, einkenni og afleiðingar hvers kyns ofbeldis gagnvart börnum, um hvernig bregðast skuli við ef grunur vaknar um ofbeldi og með hvaða leiðum er hægt að tilkynna það. Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis. Sem betur fer er óhætt að fullyrða að mikil vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu að undanförnu hvað varðar einelti. Sem dæmi má nefna að í aðalnámskrá grunnskóla er nú kveðið á um að til skuli vera áætlun um meðferð eineltismála. Margir skólar hafa innleitt Olweusar-áætlunina. Nýju fagráði sem starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytisins er ætlað það hlutverk að taka við málum sem ekki hefur tekist að finna fullnægjandi lausn á innan skóla eða sveitarfélags. Aðgerðaráætlun Æskulýðsvettvangsins sem er byggð á bókinni Ekki meir eftir Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðing og formann stjórnar Barnaheilla, er sett fram á einfaldan, skýran og myndrænan hátt. Fagna ber öllum þessum verkefnum sem eiga að stuðla að vernd barna gegn einelti. En ekki má þó gleyma því að forvörnin byrjar heima fyrir. Í 2. grein Barnasáttmálans er kveðið á um bann við hvers kyns mismunun og í 5. grein um skyldur foreldra til að veita börnum sínum leiðsögn og stuðning. Foreldri sem er góð fyrirmynd, kennir barni sínu virðingu fyrir öðrum og umburðarlyndi fyrir fjölbreytileikanum samhliða því að byggja upp einstakling með sterka sjálfsmynd, er sennilega besta forvörnin. Það er því einnig mikilvægt að samfélagið allt sé virkt í að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað gagnvart einelti og hvetja þig, lesandi góður, að sýna í verki að þú sért á móti einelti og skrifa undir Þjóðarsáttamálann um baráttu gegn einelti á vefnum www.gegneinelti.is. Munum að einelti er ofbeldi og ofbeldi á aldrei að líðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfa með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Í 19. grein sáttmálans er kveðið á um vernd barna gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að ýmsum verkefnum varðandi vernd barna gegn ofbeldi. Vefurinn www.verndumborn.is er upplýsingavefur á vegum samtakanna þar sem hægt er að nálgast upplýsingar, einkenni og afleiðingar hvers kyns ofbeldis gagnvart börnum, um hvernig bregðast skuli við ef grunur vaknar um ofbeldi og með hvaða leiðum er hægt að tilkynna það. Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis. Sem betur fer er óhætt að fullyrða að mikil vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu að undanförnu hvað varðar einelti. Sem dæmi má nefna að í aðalnámskrá grunnskóla er nú kveðið á um að til skuli vera áætlun um meðferð eineltismála. Margir skólar hafa innleitt Olweusar-áætlunina. Nýju fagráði sem starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytisins er ætlað það hlutverk að taka við málum sem ekki hefur tekist að finna fullnægjandi lausn á innan skóla eða sveitarfélags. Aðgerðaráætlun Æskulýðsvettvangsins sem er byggð á bókinni Ekki meir eftir Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðing og formann stjórnar Barnaheilla, er sett fram á einfaldan, skýran og myndrænan hátt. Fagna ber öllum þessum verkefnum sem eiga að stuðla að vernd barna gegn einelti. En ekki má þó gleyma því að forvörnin byrjar heima fyrir. Í 2. grein Barnasáttmálans er kveðið á um bann við hvers kyns mismunun og í 5. grein um skyldur foreldra til að veita börnum sínum leiðsögn og stuðning. Foreldri sem er góð fyrirmynd, kennir barni sínu virðingu fyrir öðrum og umburðarlyndi fyrir fjölbreytileikanum samhliða því að byggja upp einstakling með sterka sjálfsmynd, er sennilega besta forvörnin. Það er því einnig mikilvægt að samfélagið allt sé virkt í að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað gagnvart einelti og hvetja þig, lesandi góður, að sýna í verki að þú sért á móti einelti og skrifa undir Þjóðarsáttamálann um baráttu gegn einelti á vefnum www.gegneinelti.is. Munum að einelti er ofbeldi og ofbeldi á aldrei að líðast.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar