Eru skipulagsmál hlutlæg eða huglæg? Guðl. Gauti Jónsson skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Í sumar (20. júlí 2012) birtist alllangt viðtal við Pál Hjaltason, arkitekt og formann Skipulagsráðs Reykjavíkur, í Fréttablaðinu. Þar kom ýmislegt fram sem verðskuldar frekari umræðu en að þessu sinni er lagt út af eftirfarandi ummælum sem höfð eru eftir Páli: „Það er viss hefð fyrir því að við rífumst um skipulagsmál en það er raunverulega óþarft. Ég lít ekki á skipulagsmál sem huglægan hlut. Skipulagsmál eru raunverulega vísindi. Ef maður passar að öll fagmennska og allar rannsóknir og allar upplýsingar liggi á hreinu þá er engin ástæða til að vera að þjarka mikið um þau mál." Kannski ætti þessi skoðun formannsins ekki að koma á óvart. Það vantar einmitt huglægu gæðin í mörg þeirra verkefna sem verið hafa hvað mest í umræðunni í sumar. Þau eru vélræn og innantóm. Það vantar í þau tilfinninguna og sálina sem er svo ómissandi til að fólki líði vel. Þetta á t.d. við um Landspítalann, Ingólfstorg og nú síðast hafnarskipulagið eftir því sem hægt er að dæma það af þeim gögnum sem hafa verið kynnt. Til grundvallar öllu skipulagi liggja bæði hlutlægar og huglægar forsendur. Í fyrri flokknum er t.d. hnattstaða sem er ráðandi um dagsbirtu, hitastig, sólarhæð, skuggavarp og styrkleika og tíðni vinda. Í eina mínútu einu sinni á ári nær sólin að komast 48 gráður yfir sjóndeildarhringinn í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn nær hún þessari hæð á hverjum degi í 3,5 mánuði (hæst 58 gráður) og í London í 4,5 mánuði (hæst 62 gráður). Ef engin mengun væri í lofthjúpnum myndi dagsbirtan að jafnaði vera minni í Reykjavík en hinum borgunum. Sólargeislarnir falla undir lægra horni á jörðina þannig að sama geislamagn ferðast gegnum meiri lofthjúp og skín á stærri flöt og hitar hann minna. Auk þess eru skuggarnir lengri. Meðalhiti í Reykjavík er 5-10° lægri en í nálægum höfuðborgum sex mánuði á ári. Allt hlutlæg og mælanleg gildi. Í Reykjavík sækjast menn eftir að vera í skjóli og sólskini þegar þeir eru úti. Víða annars staðar sækja menn fremur í andvara og skugga. Almennt þurfa byggingar í Reykjavík að vera lægri en í höfuðborgum nágrannalandanna og meira bil á milli þeirra til að við njótum birtu, sólar og hlýju. Þannig er þetta í mörgum bestu og fallegustu hverfum borgarinnar. Og það er mikilvægt að þær snúi rétt við sólu og að skjól sé myndað á réttan hátt á réttum stöðum. Í Reykjavík er nánast alltaf kalt í skugga og þar getur legið héla og hálka allan daginn í veðri sem við köllum frábært haustveður. Skipulagsgerð er flókið ferli þar sem beitt er ýmsum reiknireglum sem geta verið hlutlægar hver um sig. Það er þó engin leið að reikna sig fram til skipulags. Flestar ákvarðanir eru matskenndar og huglægar og oft byggðar á persónulegri reynslu. Hvar á að byggja, hvað á að byggja, fyrir hvern og fyrir hvaða starfsemi? Hvar eiga að vera opin svæði og hversu stór, hvar götur, hve breiðar og með hvaða frágangi? Hvar á að geyma snjóruðning og hvar á að gróðursetja tré og setja niður bekki, hvernig eiga ljósastaurarnir að vera? Allt huglægar ákvarðanir. Fólk notar líka huglæg og afstæð hugtök við að lýsa umhverfinu. Fallegt og ljótt, hlýtt og kalt, dimmt og bjart, flott, glæsilegt, kósí, óaðlaðandi o.fl. Að lokum miðast allt skipulag við manninn í umhverfinu og að honum líði vel, að hann geti notað jákvæð huglæg hugtök um líðan sína. Á meðan þeir sem ráðskast með skipulag í Reykjavík líta á skipulag sem „hlutlægan hlut" og vísindalega aðgerð verður „þjarkað mikið" og þjarkað til einskis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar (20. júlí 2012) birtist alllangt viðtal við Pál Hjaltason, arkitekt og formann Skipulagsráðs Reykjavíkur, í Fréttablaðinu. Þar kom ýmislegt fram sem verðskuldar frekari umræðu en að þessu sinni er lagt út af eftirfarandi ummælum sem höfð eru eftir Páli: „Það er viss hefð fyrir því að við rífumst um skipulagsmál en það er raunverulega óþarft. Ég lít ekki á skipulagsmál sem huglægan hlut. Skipulagsmál eru raunverulega vísindi. Ef maður passar að öll fagmennska og allar rannsóknir og allar upplýsingar liggi á hreinu þá er engin ástæða til að vera að þjarka mikið um þau mál." Kannski ætti þessi skoðun formannsins ekki að koma á óvart. Það vantar einmitt huglægu gæðin í mörg þeirra verkefna sem verið hafa hvað mest í umræðunni í sumar. Þau eru vélræn og innantóm. Það vantar í þau tilfinninguna og sálina sem er svo ómissandi til að fólki líði vel. Þetta á t.d. við um Landspítalann, Ingólfstorg og nú síðast hafnarskipulagið eftir því sem hægt er að dæma það af þeim gögnum sem hafa verið kynnt. Til grundvallar öllu skipulagi liggja bæði hlutlægar og huglægar forsendur. Í fyrri flokknum er t.d. hnattstaða sem er ráðandi um dagsbirtu, hitastig, sólarhæð, skuggavarp og styrkleika og tíðni vinda. Í eina mínútu einu sinni á ári nær sólin að komast 48 gráður yfir sjóndeildarhringinn í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn nær hún þessari hæð á hverjum degi í 3,5 mánuði (hæst 58 gráður) og í London í 4,5 mánuði (hæst 62 gráður). Ef engin mengun væri í lofthjúpnum myndi dagsbirtan að jafnaði vera minni í Reykjavík en hinum borgunum. Sólargeislarnir falla undir lægra horni á jörðina þannig að sama geislamagn ferðast gegnum meiri lofthjúp og skín á stærri flöt og hitar hann minna. Auk þess eru skuggarnir lengri. Meðalhiti í Reykjavík er 5-10° lægri en í nálægum höfuðborgum sex mánuði á ári. Allt hlutlæg og mælanleg gildi. Í Reykjavík sækjast menn eftir að vera í skjóli og sólskini þegar þeir eru úti. Víða annars staðar sækja menn fremur í andvara og skugga. Almennt þurfa byggingar í Reykjavík að vera lægri en í höfuðborgum nágrannalandanna og meira bil á milli þeirra til að við njótum birtu, sólar og hlýju. Þannig er þetta í mörgum bestu og fallegustu hverfum borgarinnar. Og það er mikilvægt að þær snúi rétt við sólu og að skjól sé myndað á réttan hátt á réttum stöðum. Í Reykjavík er nánast alltaf kalt í skugga og þar getur legið héla og hálka allan daginn í veðri sem við köllum frábært haustveður. Skipulagsgerð er flókið ferli þar sem beitt er ýmsum reiknireglum sem geta verið hlutlægar hver um sig. Það er þó engin leið að reikna sig fram til skipulags. Flestar ákvarðanir eru matskenndar og huglægar og oft byggðar á persónulegri reynslu. Hvar á að byggja, hvað á að byggja, fyrir hvern og fyrir hvaða starfsemi? Hvar eiga að vera opin svæði og hversu stór, hvar götur, hve breiðar og með hvaða frágangi? Hvar á að geyma snjóruðning og hvar á að gróðursetja tré og setja niður bekki, hvernig eiga ljósastaurarnir að vera? Allt huglægar ákvarðanir. Fólk notar líka huglæg og afstæð hugtök við að lýsa umhverfinu. Fallegt og ljótt, hlýtt og kalt, dimmt og bjart, flott, glæsilegt, kósí, óaðlaðandi o.fl. Að lokum miðast allt skipulag við manninn í umhverfinu og að honum líði vel, að hann geti notað jákvæð huglæg hugtök um líðan sína. Á meðan þeir sem ráðskast með skipulag í Reykjavík líta á skipulag sem „hlutlægan hlut" og vísindalega aðgerð verður „þjarkað mikið" og þjarkað til einskis.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun