Eru skipulagsmál hlutlæg eða huglæg? Guðl. Gauti Jónsson skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Í sumar (20. júlí 2012) birtist alllangt viðtal við Pál Hjaltason, arkitekt og formann Skipulagsráðs Reykjavíkur, í Fréttablaðinu. Þar kom ýmislegt fram sem verðskuldar frekari umræðu en að þessu sinni er lagt út af eftirfarandi ummælum sem höfð eru eftir Páli: „Það er viss hefð fyrir því að við rífumst um skipulagsmál en það er raunverulega óþarft. Ég lít ekki á skipulagsmál sem huglægan hlut. Skipulagsmál eru raunverulega vísindi. Ef maður passar að öll fagmennska og allar rannsóknir og allar upplýsingar liggi á hreinu þá er engin ástæða til að vera að þjarka mikið um þau mál." Kannski ætti þessi skoðun formannsins ekki að koma á óvart. Það vantar einmitt huglægu gæðin í mörg þeirra verkefna sem verið hafa hvað mest í umræðunni í sumar. Þau eru vélræn og innantóm. Það vantar í þau tilfinninguna og sálina sem er svo ómissandi til að fólki líði vel. Þetta á t.d. við um Landspítalann, Ingólfstorg og nú síðast hafnarskipulagið eftir því sem hægt er að dæma það af þeim gögnum sem hafa verið kynnt. Til grundvallar öllu skipulagi liggja bæði hlutlægar og huglægar forsendur. Í fyrri flokknum er t.d. hnattstaða sem er ráðandi um dagsbirtu, hitastig, sólarhæð, skuggavarp og styrkleika og tíðni vinda. Í eina mínútu einu sinni á ári nær sólin að komast 48 gráður yfir sjóndeildarhringinn í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn nær hún þessari hæð á hverjum degi í 3,5 mánuði (hæst 58 gráður) og í London í 4,5 mánuði (hæst 62 gráður). Ef engin mengun væri í lofthjúpnum myndi dagsbirtan að jafnaði vera minni í Reykjavík en hinum borgunum. Sólargeislarnir falla undir lægra horni á jörðina þannig að sama geislamagn ferðast gegnum meiri lofthjúp og skín á stærri flöt og hitar hann minna. Auk þess eru skuggarnir lengri. Meðalhiti í Reykjavík er 5-10° lægri en í nálægum höfuðborgum sex mánuði á ári. Allt hlutlæg og mælanleg gildi. Í Reykjavík sækjast menn eftir að vera í skjóli og sólskini þegar þeir eru úti. Víða annars staðar sækja menn fremur í andvara og skugga. Almennt þurfa byggingar í Reykjavík að vera lægri en í höfuðborgum nágrannalandanna og meira bil á milli þeirra til að við njótum birtu, sólar og hlýju. Þannig er þetta í mörgum bestu og fallegustu hverfum borgarinnar. Og það er mikilvægt að þær snúi rétt við sólu og að skjól sé myndað á réttan hátt á réttum stöðum. Í Reykjavík er nánast alltaf kalt í skugga og þar getur legið héla og hálka allan daginn í veðri sem við köllum frábært haustveður. Skipulagsgerð er flókið ferli þar sem beitt er ýmsum reiknireglum sem geta verið hlutlægar hver um sig. Það er þó engin leið að reikna sig fram til skipulags. Flestar ákvarðanir eru matskenndar og huglægar og oft byggðar á persónulegri reynslu. Hvar á að byggja, hvað á að byggja, fyrir hvern og fyrir hvaða starfsemi? Hvar eiga að vera opin svæði og hversu stór, hvar götur, hve breiðar og með hvaða frágangi? Hvar á að geyma snjóruðning og hvar á að gróðursetja tré og setja niður bekki, hvernig eiga ljósastaurarnir að vera? Allt huglægar ákvarðanir. Fólk notar líka huglæg og afstæð hugtök við að lýsa umhverfinu. Fallegt og ljótt, hlýtt og kalt, dimmt og bjart, flott, glæsilegt, kósí, óaðlaðandi o.fl. Að lokum miðast allt skipulag við manninn í umhverfinu og að honum líði vel, að hann geti notað jákvæð huglæg hugtök um líðan sína. Á meðan þeir sem ráðskast með skipulag í Reykjavík líta á skipulag sem „hlutlægan hlut" og vísindalega aðgerð verður „þjarkað mikið" og þjarkað til einskis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í sumar (20. júlí 2012) birtist alllangt viðtal við Pál Hjaltason, arkitekt og formann Skipulagsráðs Reykjavíkur, í Fréttablaðinu. Þar kom ýmislegt fram sem verðskuldar frekari umræðu en að þessu sinni er lagt út af eftirfarandi ummælum sem höfð eru eftir Páli: „Það er viss hefð fyrir því að við rífumst um skipulagsmál en það er raunverulega óþarft. Ég lít ekki á skipulagsmál sem huglægan hlut. Skipulagsmál eru raunverulega vísindi. Ef maður passar að öll fagmennska og allar rannsóknir og allar upplýsingar liggi á hreinu þá er engin ástæða til að vera að þjarka mikið um þau mál." Kannski ætti þessi skoðun formannsins ekki að koma á óvart. Það vantar einmitt huglægu gæðin í mörg þeirra verkefna sem verið hafa hvað mest í umræðunni í sumar. Þau eru vélræn og innantóm. Það vantar í þau tilfinninguna og sálina sem er svo ómissandi til að fólki líði vel. Þetta á t.d. við um Landspítalann, Ingólfstorg og nú síðast hafnarskipulagið eftir því sem hægt er að dæma það af þeim gögnum sem hafa verið kynnt. Til grundvallar öllu skipulagi liggja bæði hlutlægar og huglægar forsendur. Í fyrri flokknum er t.d. hnattstaða sem er ráðandi um dagsbirtu, hitastig, sólarhæð, skuggavarp og styrkleika og tíðni vinda. Í eina mínútu einu sinni á ári nær sólin að komast 48 gráður yfir sjóndeildarhringinn í Reykjavík. Í Kaupmannahöfn nær hún þessari hæð á hverjum degi í 3,5 mánuði (hæst 58 gráður) og í London í 4,5 mánuði (hæst 62 gráður). Ef engin mengun væri í lofthjúpnum myndi dagsbirtan að jafnaði vera minni í Reykjavík en hinum borgunum. Sólargeislarnir falla undir lægra horni á jörðina þannig að sama geislamagn ferðast gegnum meiri lofthjúp og skín á stærri flöt og hitar hann minna. Auk þess eru skuggarnir lengri. Meðalhiti í Reykjavík er 5-10° lægri en í nálægum höfuðborgum sex mánuði á ári. Allt hlutlæg og mælanleg gildi. Í Reykjavík sækjast menn eftir að vera í skjóli og sólskini þegar þeir eru úti. Víða annars staðar sækja menn fremur í andvara og skugga. Almennt þurfa byggingar í Reykjavík að vera lægri en í höfuðborgum nágrannalandanna og meira bil á milli þeirra til að við njótum birtu, sólar og hlýju. Þannig er þetta í mörgum bestu og fallegustu hverfum borgarinnar. Og það er mikilvægt að þær snúi rétt við sólu og að skjól sé myndað á réttan hátt á réttum stöðum. Í Reykjavík er nánast alltaf kalt í skugga og þar getur legið héla og hálka allan daginn í veðri sem við köllum frábært haustveður. Skipulagsgerð er flókið ferli þar sem beitt er ýmsum reiknireglum sem geta verið hlutlægar hver um sig. Það er þó engin leið að reikna sig fram til skipulags. Flestar ákvarðanir eru matskenndar og huglægar og oft byggðar á persónulegri reynslu. Hvar á að byggja, hvað á að byggja, fyrir hvern og fyrir hvaða starfsemi? Hvar eiga að vera opin svæði og hversu stór, hvar götur, hve breiðar og með hvaða frágangi? Hvar á að geyma snjóruðning og hvar á að gróðursetja tré og setja niður bekki, hvernig eiga ljósastaurarnir að vera? Allt huglægar ákvarðanir. Fólk notar líka huglæg og afstæð hugtök við að lýsa umhverfinu. Fallegt og ljótt, hlýtt og kalt, dimmt og bjart, flott, glæsilegt, kósí, óaðlaðandi o.fl. Að lokum miðast allt skipulag við manninn í umhverfinu og að honum líði vel, að hann geti notað jákvæð huglæg hugtök um líðan sína. Á meðan þeir sem ráðskast með skipulag í Reykjavík líta á skipulag sem „hlutlægan hlut" og vísindalega aðgerð verður „þjarkað mikið" og þjarkað til einskis.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar