Kaupréttir Eimskips voru of háir 26. október 2012 00:01 Eimskip Kaupréttarsamningar sem veittir voru æðstu stjórnendum Eimskips áttu þátt í því að tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins tóku ekki þátt í útboði á hlutabréfum fyrirtækisins.Fréttablaðið/Vilhelm Stóru lífeyrissjóðirnir tveir sem neituðu að kaupa í Eimskip vegna kauprétta keyptu báðir í Högum í fyrra, þrátt fyrir að stjórnendur Haga hefðu fengið kauprétti. Umfangið skiptir máli, segir framkvæmdastjóri LSR. Virði kauprétta í Eimskip allt að tveir milljarðar. Stóru lífeyrissjóðirnir tveir, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Gildi, sem neituðu að kaupa hluti í Eimskip vegna kaupréttarsamninga stjórnenda félagsins keyptu mest allra í Högum þegar það félag fór á markað í desember. Fimm stjórnendur Haga fengu 1,4 prósenta hlut í félaginu endurgjaldslaust frá Arion banka áður en Hagar voru skráðir á markað. Virði þess hlutar, miðað við gengi Haga í dag, er um 338 milljónir króna. Það hefur tvöfaldast frá því stjórnendurnir fimm fengu hlutina. Þeir voru einungis bundnir til að eiga bréfin fram á mitt þetta ár. Stjórnendur Eimskips ákváðu í gær að falla frá kaupréttum sínum í kjölfar þeirrar miklu óánægju sem reis upp vegna veitingar þeirra. Gríðarlegar fjárhæðirKaupréttarkerfið sem Eimskip setti af stað á árunum 2010 og 2011 fyrir lykilstjórnendur sína var vissulega mun umfangsmeira en það sem er í gildi hjá Högum. Alls er búið að veita kauprétti sem jafngilda 4,38 prósentum af heildarhlutafé og höfðu stjórnendurnir þegar áunnið sér alls 1,9 prósenta hlut. Virði þess hlutar sem stjórnendurnir höfðu fengið veitta kauprétti að er 1,7 til 1,9 milljarðar króna miðað við útboðsgengið en stjórnendurnir áttu að fá tugprósenta afslátt á bréfunum. Fimm stjórnendur Haga fengu til samanburðar 1,4 prósenta hlut gefins frá Arion banka, sem hafði áður yfirtekið félagið, áður en Hagar voru skráðir á markað. Tveir þeirra, þeir Finnur Árnason forstjóri og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, voru á meðal þriggja stjórnenda sem höfðu áður selt hluti í Högum til félagsins sjálfs á rúmlega einn milljarð króna. Þetta átti sér stað á árunum 2008 og 2009. Þeir fengu því gefins hlutabréf í félagi sem þeir höfðu selt bréf í með miklum hagnaði skömmu áður. Umfangið skiptir máliHaukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að sjóðurinn hafi fjallað um kaup í Eimskip á þeim forsendum sem voru til staðar í kynningu á bréfunum. „Við ákváðum að taka ekki þátt annars vegar vegna þess að okkur fannst verðið vera fullhátt og hins vegar út af kaupréttarsamningunum." Aðspurður um ástæður þess að LSR ákvað að fjárfesta í Högum en ekki Eimskip, þrátt fyrir að kaupréttir stjórnenda hefðu verið fyrir hendi í báðum tilvikum, segir Haukur það metið í hverju tilviki fyrir sig hvort keypt sé eða ekki. „Í tilviki Eimskips fannst okkur kaupréttarsamningarnir vera komnir út fyrir öll eðlileg mörk. Við höfum ekki sagt að kaupréttarsamningar séu eitthvað sem við vildum alls ekki hafa. Það er umfang þeirra í þessu tilviki sem við töldum vera komið út fyrir öll eðlileg mörk." Fagna ákvörðuninniLífeyrissjóður verzlunarmanna keypti fjórtán prósenta hlut í Eimskip í júlí síðastliðnum á 5,7 milljarða króna. Sjóðurinn hefur þegar hagnast töluvert á viðskiptunum ef miðað er við útboðsgengið, en alls á hann 14,6 prósenta hlut. Í yfirlýsingu í gær sagðist sjóðurinn ekki hafa átt aðild að stjórn Eimskips þegar ákvarðanir voru teknar um kaupréttina. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist fagna því að hætt hafi verið við kaupréttina. „Ég tel að þessi ákvörðun verði til góðs fyrir félagið. Það er mjög mikilvægt að góður friður og sátt ríki um Eimskip milli stjórnenda og markaðarins. Þessi ákvörðun er til þess fallin að auka sátt og traust á milli aðila." Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Stóru lífeyrissjóðirnir tveir sem neituðu að kaupa í Eimskip vegna kauprétta keyptu báðir í Högum í fyrra, þrátt fyrir að stjórnendur Haga hefðu fengið kauprétti. Umfangið skiptir máli, segir framkvæmdastjóri LSR. Virði kauprétta í Eimskip allt að tveir milljarðar. Stóru lífeyrissjóðirnir tveir, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Gildi, sem neituðu að kaupa hluti í Eimskip vegna kaupréttarsamninga stjórnenda félagsins keyptu mest allra í Högum þegar það félag fór á markað í desember. Fimm stjórnendur Haga fengu 1,4 prósenta hlut í félaginu endurgjaldslaust frá Arion banka áður en Hagar voru skráðir á markað. Virði þess hlutar, miðað við gengi Haga í dag, er um 338 milljónir króna. Það hefur tvöfaldast frá því stjórnendurnir fimm fengu hlutina. Þeir voru einungis bundnir til að eiga bréfin fram á mitt þetta ár. Stjórnendur Eimskips ákváðu í gær að falla frá kaupréttum sínum í kjölfar þeirrar miklu óánægju sem reis upp vegna veitingar þeirra. Gríðarlegar fjárhæðirKaupréttarkerfið sem Eimskip setti af stað á árunum 2010 og 2011 fyrir lykilstjórnendur sína var vissulega mun umfangsmeira en það sem er í gildi hjá Högum. Alls er búið að veita kauprétti sem jafngilda 4,38 prósentum af heildarhlutafé og höfðu stjórnendurnir þegar áunnið sér alls 1,9 prósenta hlut. Virði þess hlutar sem stjórnendurnir höfðu fengið veitta kauprétti að er 1,7 til 1,9 milljarðar króna miðað við útboðsgengið en stjórnendurnir áttu að fá tugprósenta afslátt á bréfunum. Fimm stjórnendur Haga fengu til samanburðar 1,4 prósenta hlut gefins frá Arion banka, sem hafði áður yfirtekið félagið, áður en Hagar voru skráðir á markað. Tveir þeirra, þeir Finnur Árnason forstjóri og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, voru á meðal þriggja stjórnenda sem höfðu áður selt hluti í Högum til félagsins sjálfs á rúmlega einn milljarð króna. Þetta átti sér stað á árunum 2008 og 2009. Þeir fengu því gefins hlutabréf í félagi sem þeir höfðu selt bréf í með miklum hagnaði skömmu áður. Umfangið skiptir máliHaukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að sjóðurinn hafi fjallað um kaup í Eimskip á þeim forsendum sem voru til staðar í kynningu á bréfunum. „Við ákváðum að taka ekki þátt annars vegar vegna þess að okkur fannst verðið vera fullhátt og hins vegar út af kaupréttarsamningunum." Aðspurður um ástæður þess að LSR ákvað að fjárfesta í Högum en ekki Eimskip, þrátt fyrir að kaupréttir stjórnenda hefðu verið fyrir hendi í báðum tilvikum, segir Haukur það metið í hverju tilviki fyrir sig hvort keypt sé eða ekki. „Í tilviki Eimskips fannst okkur kaupréttarsamningarnir vera komnir út fyrir öll eðlileg mörk. Við höfum ekki sagt að kaupréttarsamningar séu eitthvað sem við vildum alls ekki hafa. Það er umfang þeirra í þessu tilviki sem við töldum vera komið út fyrir öll eðlileg mörk." Fagna ákvörðuninniLífeyrissjóður verzlunarmanna keypti fjórtán prósenta hlut í Eimskip í júlí síðastliðnum á 5,7 milljarða króna. Sjóðurinn hefur þegar hagnast töluvert á viðskiptunum ef miðað er við útboðsgengið, en alls á hann 14,6 prósenta hlut. Í yfirlýsingu í gær sagðist sjóðurinn ekki hafa átt aðild að stjórn Eimskips þegar ákvarðanir voru teknar um kaupréttina. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segist fagna því að hætt hafi verið við kaupréttina. „Ég tel að þessi ákvörðun verði til góðs fyrir félagið. Það er mjög mikilvægt að góður friður og sátt ríki um Eimskip milli stjórnenda og markaðarins. Þessi ákvörðun er til þess fallin að auka sátt og traust á milli aðila."
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun