Um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi Óttar Guðjónsson skrifar 25. október 2012 06:00 Lífleg umræða er um þessar mundir um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þetta er mjög eðlileg og gagnleg umræða. Þar sem nú eru fjögur ár liðin frá bankahruni og búið að hreinsa til versta brakið eftir þær hamfarir er hægt að fara að ræða framtíðarskipan fjármálakerfisins. Eitt af því sem stóð upp úr í hruninu var mikilvægi þess að ekki séu allar bankastofnanir í landinu sömu gerðar. Mismunandi gerðir bankastarfsemi og aðskilnaður þeirra skiptir máli til að auka líkur á að einhver hluti kerfisins standi af sér áföll þegar þau ríða yfir. Mikilvægt er fyrir samfélagið að draga úr líkum á að fjármálaáföll, af þeirri stærðargráðu sem hrunið 2008 var, endurtaki sig. Ég tel að fjölbreytileiki sé ein leið til að minnka líkur á jafn víðtæku hruni. Til að svo megi verða þarf að ræða og komast að niðurstöðu um hvernig samkeppnisumhverfi þarf að vera svo að fjármálastofnanir af mismunandi gerð geti þrifist hlið við hlið í samkeppni. Umræðan undanfarið um fjárfestingarbankastarfsemi hefur afmarkast allt of mikið af umræðu um hvaða starfsemi mönnum finnst óheppilegt að viðskiptabankar stundi. Þetta er mjög eðlilegt þar sem bæði nýleg skýrsla kennd við Vickers í Bretlandi og regla kennd við Volcker í Bandaríkjunum fjalla aðallega um þetta. Það væri hins vegar gagnlegt að ræða frekar um hvernig hinar mismunandi gerðir fjármálafyrirtækja eru fjármagnaðar. Það viðurkenna allir sem fjalla um þessi mál að algengasta orsök endaloka fjármálafyrirtækja sé lausafjárþurrð en ekki eiginfjárvandi. Slík lausafjárþurrð verður þegar mikill munur er á endurgreiðslutíma skulda og eigna hvort sem það er hjá fjármálastofnunum, fyrirtækjum, hinu opinbera eða einstaklingum. Sumarið 2008 vantaði ekkert upp á eiginfjárhlutföll Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Bankarnir höfðu þá verið duglegir við innlánasöfnun og hlotið mikið lof erlendra sérfræðinga fyrir. Eins og við vitum streymdi lausaféð hins vegar svo hratt út úr bönkunum í október 2008 að ekki var við neitt ráðið og bankarnir fóru í þrot. Það vantar einnig í umræðuna hér að fjallað sé um það hvernig menn sjá fyrir sér atburðarásina næst þegar óveður skekur fjármálastofnanir landsins. Þá er ég helst að hugsa til þess hvernig stofnanirnar eru fjármagnaðar og hversu mikil hætta er á að þær þverri laust fé til að geta staðið við skuldbindingar sínar til skamms tíma. Innlán eru langsamlegasta kvikasta tegund fjármögnunar og björgunaraðgerðir seðlabanka um heim allan síðustu árin hafa snúið að því að auka aðgengi banka að lausu fé. Þegar bankarnir hér á landi fóru í þrot 2008 voru innlán gerð að forgangskröfum og þau flutt ásamt töluverðu eignasafni í nýjar stofnanir. Erfitt er að sjá að þetta yrði gert með öðrum hætti ef viðlíka áföll dynja yfir aftur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvernig sú atburðarás geti orðið, til þess annars vegar að minnka líkur á að sagan endurtaki sig og hins vegar til að tryggja fumlaus viðbrögð ef stjórnvöld þurfa að grípa inn í atburðarásina. Það verður því að gera strangari lausa- og eiginfjárkröfur til fjármálastofnana eftir því sem meira ójafnvægi er á milli endurgreiðslutíma eigna og skulda. Þannig ætti að gera strangari kröfur til banka sem fjármagnar langtíma útlán með innlánum en banka sem fjármagnar langtímaútlánin með útgáfu skuldabréfa. Þannig skapast betra jafnræði milli ólíkra rekstrarforma og verðlagning hinnar raunverulegu áhættu í bankastarfsemi gæti orðið gagnsærri og eins víst að óþarft sé að banna viðskiptabönkum að stunda einhverja þá þætti bankastarfsemi sem þeir hafa nú með höndum. Ég tel mikilvægt að þetta sé rætt og að menn veigri sér ekki við að taka þessa umræðu, þó hún geti verið ónotaleg og veki upp óþægilegar minningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Lífleg umræða er um þessar mundir um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þetta er mjög eðlileg og gagnleg umræða. Þar sem nú eru fjögur ár liðin frá bankahruni og búið að hreinsa til versta brakið eftir þær hamfarir er hægt að fara að ræða framtíðarskipan fjármálakerfisins. Eitt af því sem stóð upp úr í hruninu var mikilvægi þess að ekki séu allar bankastofnanir í landinu sömu gerðar. Mismunandi gerðir bankastarfsemi og aðskilnaður þeirra skiptir máli til að auka líkur á að einhver hluti kerfisins standi af sér áföll þegar þau ríða yfir. Mikilvægt er fyrir samfélagið að draga úr líkum á að fjármálaáföll, af þeirri stærðargráðu sem hrunið 2008 var, endurtaki sig. Ég tel að fjölbreytileiki sé ein leið til að minnka líkur á jafn víðtæku hruni. Til að svo megi verða þarf að ræða og komast að niðurstöðu um hvernig samkeppnisumhverfi þarf að vera svo að fjármálastofnanir af mismunandi gerð geti þrifist hlið við hlið í samkeppni. Umræðan undanfarið um fjárfestingarbankastarfsemi hefur afmarkast allt of mikið af umræðu um hvaða starfsemi mönnum finnst óheppilegt að viðskiptabankar stundi. Þetta er mjög eðlilegt þar sem bæði nýleg skýrsla kennd við Vickers í Bretlandi og regla kennd við Volcker í Bandaríkjunum fjalla aðallega um þetta. Það væri hins vegar gagnlegt að ræða frekar um hvernig hinar mismunandi gerðir fjármálafyrirtækja eru fjármagnaðar. Það viðurkenna allir sem fjalla um þessi mál að algengasta orsök endaloka fjármálafyrirtækja sé lausafjárþurrð en ekki eiginfjárvandi. Slík lausafjárþurrð verður þegar mikill munur er á endurgreiðslutíma skulda og eigna hvort sem það er hjá fjármálastofnunum, fyrirtækjum, hinu opinbera eða einstaklingum. Sumarið 2008 vantaði ekkert upp á eiginfjárhlutföll Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Bankarnir höfðu þá verið duglegir við innlánasöfnun og hlotið mikið lof erlendra sérfræðinga fyrir. Eins og við vitum streymdi lausaféð hins vegar svo hratt út úr bönkunum í október 2008 að ekki var við neitt ráðið og bankarnir fóru í þrot. Það vantar einnig í umræðuna hér að fjallað sé um það hvernig menn sjá fyrir sér atburðarásina næst þegar óveður skekur fjármálastofnanir landsins. Þá er ég helst að hugsa til þess hvernig stofnanirnar eru fjármagnaðar og hversu mikil hætta er á að þær þverri laust fé til að geta staðið við skuldbindingar sínar til skamms tíma. Innlán eru langsamlegasta kvikasta tegund fjármögnunar og björgunaraðgerðir seðlabanka um heim allan síðustu árin hafa snúið að því að auka aðgengi banka að lausu fé. Þegar bankarnir hér á landi fóru í þrot 2008 voru innlán gerð að forgangskröfum og þau flutt ásamt töluverðu eignasafni í nýjar stofnanir. Erfitt er að sjá að þetta yrði gert með öðrum hætti ef viðlíka áföll dynja yfir aftur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvernig sú atburðarás geti orðið, til þess annars vegar að minnka líkur á að sagan endurtaki sig og hins vegar til að tryggja fumlaus viðbrögð ef stjórnvöld þurfa að grípa inn í atburðarásina. Það verður því að gera strangari lausa- og eiginfjárkröfur til fjármálastofnana eftir því sem meira ójafnvægi er á milli endurgreiðslutíma eigna og skulda. Þannig ætti að gera strangari kröfur til banka sem fjármagnar langtíma útlán með innlánum en banka sem fjármagnar langtímaútlánin með útgáfu skuldabréfa. Þannig skapast betra jafnræði milli ólíkra rekstrarforma og verðlagning hinnar raunverulegu áhættu í bankastarfsemi gæti orðið gagnsærri og eins víst að óþarft sé að banna viðskiptabönkum að stunda einhverja þá þætti bankastarfsemi sem þeir hafa nú með höndum. Ég tel mikilvægt að þetta sé rætt og að menn veigri sér ekki við að taka þessa umræðu, þó hún geti verið ónotaleg og veki upp óþægilegar minningar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun