Óvissu eytt um endurútreikning Skarphéðinn Pétursson og Guðmundur Ingi Hauksson skrifar 23. október 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag 18. október féll hæstaréttardómur í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka, mál nr. 464/2012. Sá dómur eyðir óvissu um hvernig endurreikna skal ólögleg gengistryggð lán. Ekkert á að vera lengur því til fyrirstöðu að innlendar fjármálastofnanir endurreikni öll lán, sem á annað borð hafa verið úrskurðuð ólögleg, með þeirri aðferðarfræði sem lýst er í dómi Hæstaréttar. Óvissuatriðum er lúta að endurútreikningi lána hefur með þessum dómi verið eytt, þótt óvissa sé áfram um lögmæti ákveðinna tegunda útlánsforma. Afturvirkni laga nr. 151/2010 ólöglegSamkvæmt dóminum er óheimilt að endurreikna ólögleg gengistryggð lán á íslenskum seðlabankavöxtum afturvirkt eins og lög 151/2010 kveða á um, óháð því hvort um er að ræða lán til fyrirtækja eða einstaklinga. Hæstiréttur er mjög skýr í forsendum sínum að afturvirkni þeirra laga sé íþyngjandi fyrir þegnana og gangi gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Í dómi Hæstaréttar er því slegið föstu að greiðslutilkynningar fjármálastofnunar og fyrirvaralaus móttaka á greiðslum í samræmi við þær tilkynningar jafngildi fullnaðarkvittun. Þá taldi Hæstiréttur að augljós aðstöðumunur hefði verið á milli Borgarbyggðar sem lántakanda og Sparisjóðs Mýrarsýslu sem lánveitanda þvert á það sem Arion banki hafði haldið fram, en upphaf málsins má rekja til láns Borgarbyggðar hjá Sparisjóði Mýrarsýslu sem síðar var tekinn yfir af Arion banka. Að öllu virtu var því talið að það stæði bankanum nær að bera þann vaxtamun sem af hinni ólögmætu gengistryggingu hlaust. Það yrði ekki leiðrétt afturvirkt heldur aðeins til framtíðar. Endurreikna þarf öll lán að nýjuÞetta þýðir að allir endurútreikningar bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa eru rangir og fela í sér verulegt ofmat á skuldum þeirra fyrirtækja og heimila sem tóku ólögleg gengistryggð lán. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán, sem á annað borð hefur verið talið ólöglegt, þar með talin öll bílalán, gengisbundin íbúðalán og fyrirtækjalán. Tugmilljarða króna áhrifÁhrifin af þessum dómi eiga því eftir að verða mikil og má gera ráð fyrir að þær fjárhæðir sem um er að ræða séu mældar í tugum milljarða króna. Jafnframt er ekki ólíklegt að einhver skaðabótamál rísi í kjölfar dómsins þar sem bankarnir hafa í mörgum tilfellum gengið hart fram gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum ef fjárhagstaða var ekki talin viðunandi miðað við lánastöðu samkvæmt endurútreikningi bankanna. Nú liggur hins vegar fyrir að lögleg staða lánanna er mun lægri, svo munar tugum prósenta, og því vakna upp spurningar um réttarstöðu aðila sem misst hafa eignir vegna ólöglegra endurreiknaðra lána. Bankaleiðin – Veritas-leiðinReikniaðferð Veritas lögmanna, sem Hæstiréttur hefur nú dæmt réttmæta, felur í sér að allar afborganir skuldar sem inntar hafa verið af hendi koma að fullu til frádráttar höfuðstól, sem bera skal hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga. Fjárhæð vaxta hafi ekki áhrif svo fremi sem þeir hafi verið að fullu greiddir fyrir viðkomandi tímabil. Þar sem þessari aðferð hefur ekki verið ekki beitt við endurútreikninga bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa, heldur miðað við seðlabankavexti í stað samningsvaxta, eru allir útreikningar bankanna rangir og leiða nánast undantekningarlaust til ofmats á höfuðstól láns. Lántakar hafa síðan verið að greiða vexti af hinum ofmetna höfuðstól og því ofgreitt vexti. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán og í mörgum tilfellum getur verið að lán séu í raun þegar að fullu greidd. Því kann sú staða að vera uppi að einstaklingar og fyrirtæki greiði um hver mánaðamót af skuldum, sem ekki er stoð fyrir. Gera þarf kröfu á bankanaMikilvægt er fyrir viðskiptavini, sem þegar hafa gert upp gengisbundin ólögleg lán að fullu eða því sem næst, að gera sem fyrst kröfu á viðkomandi fjármálastofnun til að tryggja rétt sinn auk þess sem kröfurnar bera ekki dráttarvexti fyrr en þær eru settar fram. Þetta er sérlega mikilvægt í ljósi fyrstu viðbragða bankanna við dómnum, sem einkennast af útúrsnúningum, sennilega með það að markmiði að tefja mál enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag 18. október féll hæstaréttardómur í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka, mál nr. 464/2012. Sá dómur eyðir óvissu um hvernig endurreikna skal ólögleg gengistryggð lán. Ekkert á að vera lengur því til fyrirstöðu að innlendar fjármálastofnanir endurreikni öll lán, sem á annað borð hafa verið úrskurðuð ólögleg, með þeirri aðferðarfræði sem lýst er í dómi Hæstaréttar. Óvissuatriðum er lúta að endurútreikningi lána hefur með þessum dómi verið eytt, þótt óvissa sé áfram um lögmæti ákveðinna tegunda útlánsforma. Afturvirkni laga nr. 151/2010 ólöglegSamkvæmt dóminum er óheimilt að endurreikna ólögleg gengistryggð lán á íslenskum seðlabankavöxtum afturvirkt eins og lög 151/2010 kveða á um, óháð því hvort um er að ræða lán til fyrirtækja eða einstaklinga. Hæstiréttur er mjög skýr í forsendum sínum að afturvirkni þeirra laga sé íþyngjandi fyrir þegnana og gangi gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Í dómi Hæstaréttar er því slegið föstu að greiðslutilkynningar fjármálastofnunar og fyrirvaralaus móttaka á greiðslum í samræmi við þær tilkynningar jafngildi fullnaðarkvittun. Þá taldi Hæstiréttur að augljós aðstöðumunur hefði verið á milli Borgarbyggðar sem lántakanda og Sparisjóðs Mýrarsýslu sem lánveitanda þvert á það sem Arion banki hafði haldið fram, en upphaf málsins má rekja til láns Borgarbyggðar hjá Sparisjóði Mýrarsýslu sem síðar var tekinn yfir af Arion banka. Að öllu virtu var því talið að það stæði bankanum nær að bera þann vaxtamun sem af hinni ólögmætu gengistryggingu hlaust. Það yrði ekki leiðrétt afturvirkt heldur aðeins til framtíðar. Endurreikna þarf öll lán að nýjuÞetta þýðir að allir endurútreikningar bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa eru rangir og fela í sér verulegt ofmat á skuldum þeirra fyrirtækja og heimila sem tóku ólögleg gengistryggð lán. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán, sem á annað borð hefur verið talið ólöglegt, þar með talin öll bílalán, gengisbundin íbúðalán og fyrirtækjalán. Tugmilljarða króna áhrifÁhrifin af þessum dómi eiga því eftir að verða mikil og má gera ráð fyrir að þær fjárhæðir sem um er að ræða séu mældar í tugum milljarða króna. Jafnframt er ekki ólíklegt að einhver skaðabótamál rísi í kjölfar dómsins þar sem bankarnir hafa í mörgum tilfellum gengið hart fram gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum ef fjárhagstaða var ekki talin viðunandi miðað við lánastöðu samkvæmt endurútreikningi bankanna. Nú liggur hins vegar fyrir að lögleg staða lánanna er mun lægri, svo munar tugum prósenta, og því vakna upp spurningar um réttarstöðu aðila sem misst hafa eignir vegna ólöglegra endurreiknaðra lána. Bankaleiðin – Veritas-leiðinReikniaðferð Veritas lögmanna, sem Hæstiréttur hefur nú dæmt réttmæta, felur í sér að allar afborganir skuldar sem inntar hafa verið af hendi koma að fullu til frádráttar höfuðstól, sem bera skal hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga. Fjárhæð vaxta hafi ekki áhrif svo fremi sem þeir hafi verið að fullu greiddir fyrir viðkomandi tímabil. Þar sem þessari aðferð hefur ekki verið ekki beitt við endurútreikninga bankanna á ólöglegum gengisbundnum lánum fram til þessa, heldur miðað við seðlabankavexti í stað samningsvaxta, eru allir útreikningar bankanna rangir og leiða nánast undantekningarlaust til ofmats á höfuðstól láns. Lántakar hafa síðan verið að greiða vexti af hinum ofmetna höfuðstól og því ofgreitt vexti. Endurreikna þarf hvert eitt og einasta lán og í mörgum tilfellum getur verið að lán séu í raun þegar að fullu greidd. Því kann sú staða að vera uppi að einstaklingar og fyrirtæki greiði um hver mánaðamót af skuldum, sem ekki er stoð fyrir. Gera þarf kröfu á bankanaMikilvægt er fyrir viðskiptavini, sem þegar hafa gert upp gengisbundin ólögleg lán að fullu eða því sem næst, að gera sem fyrst kröfu á viðkomandi fjármálastofnun til að tryggja rétt sinn auk þess sem kröfurnar bera ekki dráttarvexti fyrr en þær eru settar fram. Þetta er sérlega mikilvægt í ljósi fyrstu viðbragða bankanna við dómnum, sem einkennast af útúrsnúningum, sennilega með það að markmiði að tefja mál enn frekar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun